Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. ágúst 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarritari

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

    Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka 2 við fjár­hags­áætlun árs­ins 2023. Heild­aráhrif við­auk­ans eru þau að hand­bært fé lækk­ar um kr. 139.053.030, rekstr­arnið­ur­staða lækk­ar um kr. 37.000.000 og fjár­fest­ing­ar aukast um kr. 126.000.000.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 2. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2023202308684

    Rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2023 lagt fram til kynningar.

    Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, fór yfir rekstr­ar- og fjár­fest­inga­yf­ir­lit janú­ar til júní 2023. Jafn­framt var út­komu­spá árs­ins 2023 kynnt.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 3. For­send­ur fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga 2024-2027202308771

    Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027. Lagt fram til kynningar.

    Minn­is­blað frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um for­send­ur fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga 2024-2027 lagt fram til kynn­ing­ar.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 4. End­ur­nýj­un að­al­vall­ar og frjálsí­þrótta­að­stöðu Aft­ur­eld­ing­ar að Varmá - ný­fram­kvæmd­ir202209235

    Lagðir eru fyrir bæjarráð tveir valkostir við endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá. Lagt er til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að hefja gerð útboðsgagna í samræmi við fyrirliggjandi tilboð hönnuða og að reitur fyrir fullbúna stúku verði skilgreindur innan svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.

    Fund­ar­hlé hófst kl. 09:04. Fund­ur hófst aft­ur kl. 09:11.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að hefja gerð út­boðs­gagna sem byggi á val­kosti 2 í með­fylgj­andi til­lögu um end­ur­nýj­un að­al­vall­ar og frjálsí­þrótta­að­stöðu Aft­ur­eld­ing­ar að Varmá. Til­lag­an bygg­ist á fyr­ir­liggj­andi til­boði hönn­uða og að reit­ur fyr­ir full­búna stúku verði skil­greind­ur inn­an svæð­is­ins í sam­ræmi við með­fylgj­andi til­lögu. Jafn­framt fel­ur bæj­ar­ráð um­hverf­is­sviði að skoða mögu­leika á áfanga­skipt­ingu verks­ins. Full­trú­ar D lista sitja hjá við af­greiðslu máls­ins.

    Bók­un D lista:
    Í gildi er und­ir­ritað sam­komulag milli Mos­fells­bæj­ar og að­al­stjórn­ar Aft­ur­eld­ing­ar um upp­bygg­ingu á íþrótta­svæð­inu að Varmá sem m.a. fjall­ar um for­gangs­röðun ný­fram­kvæmda á íþrótta­svæð­inu að Varmá.

    Þó svo að bæj­ar­full­trú­ar D lista fagni því að mögu­lega sé að kom­ast skrið­ur á fram­kvæmd­ir að Varmá eft­ir 15 mán­aða taf­ir, þá beri Mos­fells­bæ að ræða við að­al­stjórn Aft­ur­eld­ing­ar um mögu­leg­ar breyt­ing­ar á for­gangs­röðun og upp­lýsa og bera und­ir að­al­stjórn breyt­ing­ar á tíma­áætl­un­um áður en ákvörð­un er tekin í bæj­ar­ráði.

    Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista lögðu fram til­lögu um að mál­inu yrði frestað þar til við­ræð­ur við full­trúa að­al­stjórn­ar Aft­ur­eld­ing­ar væru af­staðn­ar og nýtt sam­komulag um for­gangs­röðun fram­kvæmda lægi fyr­ir.

    Þeirri til­lögu var hafn­að.

    Af þeirri ástæðu sitja full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði hjá við þessa máls í bæj­ar­ráði.

    Fund­ar­hlé hófst kl. 09:16. Fund­ur hófst aft­ur kl. 09:32.

    Bók­un B, C og S lista:
    Hér er ekki ver­ið að taka ákvörð­un um fram­kvæmd­ir held­ur að bjóða út hönn­un á að­al­velli og á frjálsí­þrótta­velli. Hér er ekki ver­ið að taka ákvörð­un um breyt­ingu á for­gangs­röðun fram­kvæmda á Varmár­svæð­inu held­ur ver­ið að hefja vinnu við löngu tíma­bæra upp­bygg­ingu á svæð­inu og mót­un fram­tíð­ar­sýn­ar.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
    • 5. Mál­efni fatl­aðs fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202308750

      Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins. Lagt fram til kynningar.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      • 6. Til­laga D lista um heim­greiðsl­ur til for­eldra eða for­ráða­manna 12-30 mán­aða barna202308749

        Tillaga D lista til bæjarráðs um heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna 12-30 mánaða barna sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:33