31. ágúst 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarritari
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Heildaráhrif viðaukans eru þau að handbært fé lækkar um kr. 139.053.030, rekstrarniðurstaða lækkar um kr. 37.000.000 og fjárfestingar aukast um kr. 126.000.000.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
2. Rekstur deilda janúar til júní 2023202308684
Rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2023 lagt fram til kynningar.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2023. Jafnframt var útkomuspá ársins 2023 kynnt.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027202308771
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027. Lagt fram til kynningar.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027 lagt fram til kynningar.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá - nýframkvæmdir202209235
Lagðir eru fyrir bæjarráð tveir valkostir við endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá. Lagt er til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að hefja gerð útboðsgagna í samræmi við fyrirliggjandi tilboð hönnuða og að reitur fyrir fullbúna stúku verði skilgreindur innan svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.
Fundarhlé hófst kl. 09:04. Fundur hófst aftur kl. 09:11.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að hefja gerð útboðsgagna sem byggi á valkosti 2 í meðfylgjandi tillögu um endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá. Tillagan byggist á fyrirliggjandi tilboði hönnuða og að reitur fyrir fullbúna stúku verði skilgreindur innan svæðisins í samræmi við meðfylgjandi tillögu. Jafnframt felur bæjarráð umhverfissviði að skoða möguleika á áfangaskiptingu verksins. Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun D lista:
Í gildi er undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og aðalstjórnar Aftureldingar um uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá sem m.a. fjallar um forgangsröðun nýframkvæmda á íþróttasvæðinu að Varmá.Þó svo að bæjarfulltrúar D lista fagni því að mögulega sé að komast skriður á framkvæmdir að Varmá eftir 15 mánaða tafir, þá beri Mosfellsbæ að ræða við aðalstjórn Aftureldingar um mögulegar breytingar á forgangsröðun og upplýsa og bera undir aðalstjórn breytingar á tímaáætlunum áður en ákvörðun er tekin í bæjarráði.
Bæjarráðsfulltrúar D lista lögðu fram tillögu um að málinu yrði frestað þar til viðræður við fulltrúa aðalstjórnar Aftureldingar væru afstaðnar og nýtt samkomulag um forgangsröðun framkvæmda lægi fyrir.
Þeirri tillögu var hafnað.
Af þeirri ástæðu sitja fulltrúar D lista í bæjarráði hjá við þessa máls í bæjarráði.
Fundarhlé hófst kl. 09:16. Fundur hófst aftur kl. 09:32.
Bókun B, C og S lista:
Hér er ekki verið að taka ákvörðun um framkvæmdir heldur að bjóða út hönnun á aðalvelli og á frjálsíþróttavelli. Hér er ekki verið að taka ákvörðun um breytingu á forgangsröðun framkvæmda á Varmársvæðinu heldur verið að hefja vinnu við löngu tímabæra uppbyggingu á svæðinu og mótun framtíðarsýnar.Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
5. Málefni fatlaðs fólk á höfuðborgarsvæðinu202308750
Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins. Lagt fram til kynningar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
6. Tillaga D lista um heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna202308749
Tillaga D lista til bæjarráðs um heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna 12-30 mánaða barna sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Málinu frestað vegna tímaskorts.