Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. desember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2022202201034

  Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2211_41.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lán­tak­an til fjár­mögn­un­ar fjár­fest­ing­ar í leik- og grunn­skóla­mann­virkj­um og til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána frá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga á ár­inu 2022.

  Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði
 • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023-2026 - gjald­skrár árs­ins 2023202206736

  Gjaldskrár ársins 2023 lagðar fram. Jafnframt er yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda og uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fyr­ir­liggj­andi gjald­skrám árs­ins 2023, álagn­ing­ar­for­send­um fast­eigna­gjalda og regl­um um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar.

  Gestir
  • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði
  • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
 • 3. Gjaldskrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2023202211428

  Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2023 lögð fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi gjaldskrá Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og vís­ar henni til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar.

  Gestir
  • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs
  • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
 • 4. Stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt202210483

  Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við ráðgjafarfyrirtæki til að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að hefja við­ræð­ur við Strategíu um gerð stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt­ar í Mos­fells­bæ.

  Gestir
  • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
 • 5. Leið­rétt­ing á ráðn­ing­ar­samn­ingi bæj­ar­stjóra202205548

  Tillaga að leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra.

  Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, vík­ur af fundi und­ir um­ræðu og af­greiðslu máls­ins.

  ***
  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um leið­rétt­ingu á ráðn­ing­ar­samn­ingi við bæj­ar­stjóra og vís­ar hon­um til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar. Um er að ræða breyt­ingu á sam­setn­ingu heild­ar­launa sem eru þau sömu og í fyrri samn­ingi.

  Gestir
  • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
 • 6. Sam­eig­in­leg­ur rekst­ur um­dæm­is­ráðs barna­vernd­ar í Krag­an­um202211358

  Erindi frá SSH þar sem lagt er til að samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka, verði samþykktur. Jafnframt er lagt til að tilnefning ráðsmanna í umdæmisráð verði samþykkt.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í rekstri um­dæm­is­ráðs barna­vernd­ar í Krag­an­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi samn­ing og við­auka við hann. Jafn­framt er sam­þykkt til­nefn­ing ráðs­manna í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að skip­un­ar­bréf­um. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita samn­ing­inn og við­auka við hann ásamt skip­un­ar­bréfi ráðs­manna fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Jafn­framt er sam­þykkt að vísa er­ind­inu til kynn­ing­ar í vel­ferð­ar­nefnd.

 • 7. Stýri­hóp­ur um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja á Varmár­svæði202210199

  Umbeðin umsögn umhverfissviðs lögð fram.

  Um­sögn lögð fram.

 • 8. Nýir körfu­bolta­vell­ir í Mos­fells­bæ202208649

  Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra lögð fram.

  Um­sögn kynnt og lögð fram. Bæj­ar­ráð er hlynnt upp­bygg­ingu íþrótta­manna­virkja í Mos­fells­bæ, s.s. upp­bygg­ingu körfu­bolta­valla, en slíka ákvörð­un þarf að ræða á við­eig­andi vett­vangi sem í þessu til­viki er sam­ráðsvett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar.

  Gestir
  • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
 • 9. Æð­ar­höfði 36- um­sagn­ar­beiðni vegna rekst­ar­leyf­is GGG veit­ing­ar.202211360

  Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar GGG veitinga ehf. (Blik bistro) um leyfi til reksturs veitingahúss í fl. II, að Æðarhöfði 36.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekst­ur veit­ing­ar­stað­ar í flokki II-A, m.a. með vís­an til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

 • 10. Til­boð til Mos­fells­bæj­ar varð­andi ork­u­nýt­ingu á al­menn­um úr­gangi202210578

  Erindi Íslenska gámafélagsins varðandi kaupa á úrgangi til útflutnings til orkunýtingar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að hafna er­ind­inu með vís­an til þess að fyr­ir ligg­ur að hjá Sorpu eru áform um að fara í út­boð á út­flutn­ingi á úr­gangi. Þá sé það jafn­framt af­staða Mos­fells­bæj­ar að slík við­skipti falli und­ir út­boðs­skyldu laga um op­in­ber inn­kaup.

  • 11. Til­laga til þings­álykt­un­ar um ör­uggt farsíma­sam­band á þjóð­veg­um- beiðni um um­sögn202211310

   Frá nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

   Lagt fram.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:56