1. desember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022202201034
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2211_41.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lántakan til fjármögnunar fjárfestingar í leik- og grunnskólamannvirkjum og til endurfjármögnunar afborgana lána frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2022.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 - gjaldskrár ársins 2023202206736
Gjaldskrár ársins 2023 lagðar fram. Jafnframt er yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda og uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi gjaldskrám ársins 2023, álagningarforsendum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignagjöldum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2023202211428
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2023 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og vísar henni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt202210483
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við ráðgjafarfyrirtæki til að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við Strategíu um gerð stjórnsýslu- og rekstrarúttektar í Mosfellsbæ.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
5. Leiðrétting á ráðningarsamningi bæjarstjóra202205548
Tillaga að leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, víkur af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Um er að ræða breytingu á samsetningu heildarlauna sem eru þau sömu og í fyrri samningi.Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
7. Stýrihópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæði202210199
Umbeðin umsögn umhverfissviðs lögð fram.
Umsögn lögð fram.
8. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ202208649
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra lögð fram.
Umsögn kynnt og lögð fram. Bæjarráð er hlynnt uppbyggingu íþróttamannavirkja í Mosfellsbæ, s.s. uppbyggingu körfuboltavalla, en slíka ákvörðun þarf að ræða á viðeigandi vettvangi sem í þessu tilviki er samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
9. Æðarhöfði 36- umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis GGG veitingar.202211360
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar GGG veitinga ehf. (Blik bistro) um leyfi til reksturs veitingahúss í fl. II, að Æðarhöfði 36.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstur veitingarstaðar í flokki II-A, m.a. með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa.
10. Tilboð til Mosfellsbæjar varðandi orkunýtingu á almennum úrgangi202210578
Erindi Íslenska gámafélagsins varðandi kaupa á úrgangi til útflutnings til orkunýtingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að hafna erindinu með vísan til þess að fyrir liggur að hjá Sorpu eru áform um að fara í útboð á útflutningi á úrgangi. Þá sé það jafnframt afstaða Mosfellsbæjar að slík viðskipti falli undir útboðsskyldu laga um opinber innkaup.
11. Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum- beiðni um umsögn202211310
Frá nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Lagt fram.