Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. desember 2023 kl. 08:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins sem verði mál nr. 18.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­hlut­un lóða í Langa­tanga og Fossa­tungu202310436

    Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga 27-33 og Fossatungu 28 og 33.

    Á fundi bæj­ar­ráðs sem hald­inn var þann 14. des­em­ber sl. voru opn­uð til­boð í lóð­ir við Langa­tanga 27-33 og Fossa­tungu 28 og 33.

    Alls bár­ust 37 til­boð en eitt til­boð barst eft­ir að fresti lauk og tald­ist það því ógilt. Til­boð skipt­ust þann­ig:
    - Til­boð í ein­býl­is­hús við Fossa­tungu 7
    - Til­boð í rað­hús við Langa­tanga 29

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka til­boð­um þar sem lagt er til grund­vall­ar hæsta verð í sam­ræmi við út­hlut­un­ar­skil­mála. Til­boð­in eru sam­þykkt með fyr­ir­vara um að til­boðs­gjaf­ar upp­fylli öll skil­yrði um hæfi sam­kvæmt gr. 1.4 í út­hlut­un­ar­skil­mál­um og 3. gr. út­hlut­un­ar­reglna Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að veita bæj­ar­stjóra um­boð til að sam­þykkja til­boð í lóð­ir í þeim til­vik­um sem til­boðs­gjaf­ar falla frá til­boð­um sín­um eða upp­fylla ekki hæfis­skil­yrði. Skal þá lagt til grund­vall­ar að taka til­boð­um frá þeim að­il­um sem næst­ir eru í röð­inni hvað varð­ar til­boðsverð, enda séu upp­fyllt skil­yrði í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.

    • 2. Varmár­vell­ir - ný­fram­kvæmd­ir202209235

      Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á jarðvinnu og fergingu á aðalvelli og frjálsíþróttavelli á íþróttasvæðinu að Varmá.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út jarð­vinnu og ferg­ingu á að­al­velli og frjálsí­þrótta­velli á íþrótta­svæð­inu að Varmá í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 3. Reiðstíg­ar í Mos­fells­bæ202310509

        Umsögn umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar lögð fram.

        Lögð er fram um­beð­in um­sögn sviðs­stjóra um­hverf­is­sviðs vegna er­ind­is Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar dags. 17. októ­ber 2023 í sam­ræmi við af­greiðslu á 1599. fundi bæj­ar­ráðs. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að vinna út­tekt­ar­skýrslu um reið­vegi í Mos­fells­bæ sem kynnt verði fyr­ir bæj­ar­ráði að vinnu lok­inni.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 4. End­ur­skoð­un siða­reglna kjör­inna full­trúa í Mos­fells­bæ202109418

          Lagt er til að hafin verði vinna við setningu sameiginlegra siðareglna kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­ar verði sam­eig­in­leg­ar til­lög­ur að siða­regl­um fyr­ir kjörna full­trúa og starfs­menn Mos­fells­bæj­ar eins og nán­ar er lýst í fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        • 5. Heild­ar­end­ur­skoð­un á gjaldskrá í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar202311239

          Tillaga um skipan starfshóps um heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf lögð fram til afgreiðslu.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að skipa starfs­hóp um heild­ar­end­ur­skoð­un á gjaldskrá leik­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi er­ind­is­bréf. Hóp­ur­inn fái það hlut­verk að greina stöð­una eins og hún er í dag, bæði með til­liti til vel­ferð­ar barna, fjöl­skyldna og starfs­um­hverf­is í leik­skól­um. Auk þess verði rýnt í þær breyt­ing­ar sem eru að verða í sveit­ar­fé­lög­un­um kring­um okk­ur í þess­um efn­um. Hóp­ur­inn leggi fram val­kosti að breyt­ing­um á gjaldskrá leik­skóla með til­liti til áhrifa henn­ar á starfs­um­hverfi skól­anna og að­stæðna fjöl­skyldna m.a verði lit­ið til ábend­inga Jafn­rétt­is­stofu frá 10. nóv­em­ber 2023. Mark­mið­ið er að vera áfram í for­ystu þeg­ar kem­ur að góðri þjón­ustu við börn og for­eldra. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að ganga frá skip­an starfs­hóps­ins.

        • 6. Beiðni Strætó bs. um aukafram­lag202312200

          Ósk Strætó bs. til sveitarfélaganna um aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta er tengist niðurstöðu Landsréttar í dómsmáli.

          Í er­indi Strætó bs. er greint frá nið­ur­stöðu stjórn­ar fé­lags­ins um að una nið­ur­stöðu Lands­rétt­ar í Lrd. 344/2022. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu dóms­ins ber Strætó bs. að greiða skaða­bæt­ur að fjár­hæð kr. 193.918.137 ásamt vöxt­um til 11. sept­em­ber 2020 og drátt­ar­vöxt­um frá þeim degi til greiðslu­dags. Heild­ar­fjár­hæð­in nem­ur kr. 351.458.794. Í bréf­inu er far­ið fram á aukafram­lag frá eig­end­um og nem­ur hlut­ur Mos­fells­bæj­ar kr. 19.126.630.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um aukafram­lag Mos­fells­bæj­ar kr. 19.126.630 í sam­ræmi við ósk Strætó bs. Sam­þykkt­in er gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki á við­auka við fjár­hags­áætlun í máli nr. 7 á dagskrá fund­ar­ins.

          • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar - við­auki202206736

            Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 lagður fram til afgreiðslu.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um við­auka 3 við fjár­hags­áætlun árs­ins 2023 vegna við­bótar­fram­lags til Strætó bs. Heild­aráhrif við­auk­ans eru þau að hand­bært fé lækk­ar um kr. 19.126.630 og rekstr­arnið­ur­staða lækk­ar um kr. 19.126.630.

          • 8. Vá­trygg­ing­ar Mos­fells­bæj­ar - út­boð202308824

            Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við TM tryggingar hf. sem er lægstþjóðandi í vátryggingar sveitarfélagsins.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, TM hf., í kjöl­far út­boðs að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

            Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

            Gestir
            • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
            • 9. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga202311349

              Umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð lögð fyrir bæjarráð til kynningar.

              Bæj­ar­stjóri og sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs kynntu um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps til laga um Jöfn­un­ar­sjóð.

              Gestir
              • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
            • 10. Um­sagn­ar­beiðni - flug­elda­sýn­ing á þrett­ánda Björg­un­ar­sveit­in Kyndill202312255

              Frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Kyndils í tilefni þrettándans.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um flug­elda­sýn­ingu á þrett­ánd­an­um.

              • 11. Gjaldskrá Slökkvi­lið­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2024202312292

                Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2024 lögð fram til samþykktar.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi gjaldskrá Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

              • 12. Starfs­leyfi fyr­ir starf­semi í Skála­hlíð fyr­ir fatlað fólk202308610

                Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits vegna umsókna um starfsleyfi fyrir starfsstöðvar Mosfellsbæjar í Skálahlíð fyrir fatlað fólk lagðar fram til kynningar.

                Nið­ur­stöð­ur Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins vegna um­sókna um starfs­leyfi fyr­ir starfs­stöðv­ar í Skála­hlíð kynnt­ar.

              • 13. Sam­komulag milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un þjón­ustu við fatlað fólk202312301

                Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk lagt fram til kynningar.

                Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ríki og sveit­ar­fé­lög hafa und­ir­ritað sam­komulag um breyt­ingu á fjár­hagsramma þjón­ustu sveit­ar­fé­laga við fatlað fólk. Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér að há­marks­út­svar sveit­ar­fé­laga hækk­ar um 0,23% og fari úr 14,74% í 14,97%. Sam­svar­andi lækk­un verð­ur á tekju­skatt­pró­sentu rík­is­ins.

                Á fundi bæj­ar­stjórn­ar fyrr í dag var sam­þykkt að hækka álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars fyr­ir árið 2024 um 0,23% sem verði 14,97% í sam­ræmi við sam­komu­lag­ið og heim­ild í ný­sam­þykktri breyt­ingu á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga.

                Hækk­un út­svars í Mos­fells­bæ um 0,23% fel­ur því ekki í sér aukn­ar álög­ur á íbúa.

              • 14. Mats­beiðni vegna meintra galla í fast­eign­um við Fossa­tungu 17 og 19202312235

                Lögð er fyrir til upplýsinga matsbeiðni vegna meintra galla í fasteignum við Fossatungu 17 og 19 þar sem Mosfellsbæjar er einn matsþola.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins í mál­inu.

                • 15. Stjórn­sýslukæra - Lóð­ar­út­hlut­un Skar­hóla­braut 3202302438

                  Úrskurður innviðaráðuneytis vegna úthlutun lóðar við Skarhólabraut 3 lagður fram til kynningar.

                  Úr­skurð­ur inn­viða­ráðu­neyt­is kynnt­ur.

                  • 16. Krafa vegna Bröttu­hlíð­ar 23202210111

                    Dómur héraðsdóms í máli er tengist útgáfu byggingingarleyfis Bröttuhlíðar 23 lagður fram til kynningar.

                    Nið­ur­staða dóms­ins var kynnt en sam­kvæmt henni var Mos­fells­bær sýkn­að­ur af kröfu stefn­enda í mál­inu.

                    • 17. Ís­lensk­ur ung­menna­full­trúi á Sveit­ar­stjórn­ar­þingi Evr­ópu­ráðs­ins 2024202312290

                      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á að auglýst hefur verið eftir umsókn ungmennafulltrúa til setu á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.

                      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að fela bæj­ar­stjóra að hlutast til um að er­ind­ið verði kynnt fyr­ir ung­menna­ráði.

                    • 18. Tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi - Ára­móta­dans­leik­ur í Hlé­garði202312337

                      Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna áramótadansleiks í Hlégarði þann 1. janúar nk.

                      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tæki­færis­leyf­is til áfeng­isveit­inga vegna ára­móta­dans­leiks 1. janú­ar 2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20