21. desember 2023 kl. 08:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verði mál nr. 18.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úthlutun lóða í Langatanga og Fossatungu202310436
Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga 27-33 og Fossatungu 28 og 33.
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 14. desember sl. voru opnuð tilboð í lóðir við Langatanga 27-33 og Fossatungu 28 og 33.
Alls bárust 37 tilboð en eitt tilboð barst eftir að fresti lauk og taldist það því ógilt. Tilboð skiptust þannig:
- Tilboð í einbýlishús við Fossatungu 7
- Tilboð í raðhús við Langatanga 29Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboðum þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við úthlutunarskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi samkvæmt gr. 1.4 í úthlutunarskilmálum og 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í úthlutunarskilmálum.
2. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á jarðvinnu og fergingu á aðalvelli og frjálsíþróttavelli á íþróttasvæðinu að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út jarðvinnu og fergingu á aðalvelli og frjálsíþróttavelli á íþróttasvæðinu að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Reiðstígar í Mosfellsbæ202310509
Umsögn umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar lögð fram.
Lögð er fram umbeðin umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar dags. 17. október 2023 í samræmi við afgreiðslu á 1599. fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að vinna úttektarskýrslu um reiðvegi í Mosfellsbæ sem kynnt verði fyrir bæjarráði að vinnu lokinni.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ202109418
Lagt er til að hafin verði vinna við setningu sameiginlegra siðareglna kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að unnar verði sameiginlegar tillögur að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn Mosfellsbæjar eins og nánar er lýst í fyrirliggjandi tillögu.
5. Heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar202311239
Tillaga um skipan starfshóps um heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að skipa starfshóp um heildarendurskoðun á gjaldskrá leikskóla í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf. Hópurinn fái það hlutverk að greina stöðuna eins og hún er í dag, bæði með tilliti til velferðar barna, fjölskyldna og starfsumhverfis í leikskólum. Auk þess verði rýnt í þær breytingar sem eru að verða í sveitarfélögunum kringum okkur í þessum efnum. Hópurinn leggi fram valkosti að breytingum á gjaldskrá leikskóla með tilliti til áhrifa hennar á starfsumhverfi skólanna og aðstæðna fjölskyldna m.a verði litið til ábendinga Jafnréttisstofu frá 10. nóvember 2023. Markmiðið er að vera áfram í forystu þegar kemur að góðri þjónustu við börn og foreldra. Bæjarstjóra er falið að ganga frá skipan starfshópsins.
- FylgiskjalTillaga til bæjarráðs - stofnun starfshóps.pdfFylgiskjalErindisbréf starfshóps um heildar endurskoðun á gjaldskrá leikskóla.pdfFylgiskjalTillaga um starfshóp vegna leikskólamála.pdfFylgiskjalFræðslunefnd Mosfellsbæjar - 427 (15.11.2023) - Heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar.pdf
6. Beiðni Strætó bs. um aukaframlag202312200
Ósk Strætó bs. til sveitarfélaganna um aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta er tengist niðurstöðu Landsréttar í dómsmáli.
Í erindi Strætó bs. er greint frá niðurstöðu stjórnar félagsins um að una niðurstöðu Landsréttar í Lrd. 344/2022. Samkvæmt niðurstöðu dómsins ber Strætó bs. að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 193.918.137 ásamt vöxtum til 11. september 2020 og dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Heildarfjárhæðin nemur kr. 351.458.794. Í bréfinu er farið fram á aukaframlag frá eigendum og nemur hlutur Mosfellsbæjar kr. 19.126.630.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum aukaframlag Mosfellsbæjar kr. 19.126.630 í samræmi við ósk Strætó bs. Samþykktin er gerð með fyrirvara um samþykki á viðauka við fjárhagsáætlun í máli nr. 7 á dagskrá fundarins.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar - viðauki202206736
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna viðbótarframlags til Strætó bs. Heildaráhrif viðaukans eru þau að handbært fé lækkar um kr. 19.126.630 og rekstrarniðurstaða lækkar um kr. 19.126.630.
8. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð202308824
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við TM tryggingar hf. sem er lægstþjóðandi í vátryggingar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, TM hf., í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
9. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga202311349
Umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð lögð fyrir bæjarráð til kynningar.
Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs kynntu umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
10. Umsagnarbeiðni - flugeldasýning á þrettánda Björgunarsveitin Kyndill202312255
Frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Kyndils í tilefni þrettándans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um flugeldasýningu á þrettándanum.
11. Gjaldskrá Slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu 2024202312292
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2024 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
12. Starfsleyfi fyrir starfsemi í Skálahlíð fyrir fatlað fólk202308610
Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits vegna umsókna um starfsleyfi fyrir starfsstöðvar Mosfellsbæjar í Skálahlíð fyrir fatlað fólk lagðar fram til kynningar.
Niðurstöður Heilbrigðiseftirlitsins vegna umsókna um starfsleyfi fyrir starfsstöðvar í Skálahlíð kynntar.
- FylgiskjalMinnisblað með eftirlitsskýrslum í Skálahlíð.pdfFylgiskjalSvarbréf til Heilbrigðiseftirlits.pdfFylgiskjalSkálahlíð 7b, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 11, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 11a, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlið 13, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 13a, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 13b, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlið 9, dagþjónustan Skjól, eftirlitsskýrsla.pdf
13. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk202312301
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk lagt fram til kynningar.
Í tilkynningunni kemur fram að ríki og sveitarfélög hafa undirritað samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hámarksútsvar sveitarfélaga hækkar um 0,23% og fari úr 14,74% í 14,97%. Samsvarandi lækkun verður á tekjuskattprósentu ríkisins.
Á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag var samþykkt að hækka álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% sem verði 14,97% í samræmi við samkomulagið og heimild í nýsamþykktri breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Hækkun útsvars í Mosfellsbæ um 0,23% felur því ekki í sér auknar álögur á íbúa.
14. Matsbeiðni vegna meintra galla í fasteignum við Fossatungu 17 og 19202312235
Lögð er fyrir til upplýsinga matsbeiðni vegna meintra galla í fasteignum við Fossatungu 17 og 19 þar sem Mosfellsbæjar er einn matsþola.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni sveitarfélagsins í málinu.
15. Stjórnsýslukæra - Lóðarúthlutun Skarhólabraut 3202302438
Úrskurður innviðaráðuneytis vegna úthlutun lóðar við Skarhólabraut 3 lagður fram til kynningar.
Úrskurður innviðaráðuneytis kynntur.
16. Krafa vegna Bröttuhlíðar 23202210111
Dómur héraðsdóms í máli er tengist útgáfu byggingingarleyfis Bröttuhlíðar 23 lagður fram til kynningar.
Niðurstaða dómsins var kynnt en samkvæmt henni var Mosfellsbær sýknaður af kröfu stefnenda í málinu.
17. Íslenskur ungmennafulltrúi á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2024202312290
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á að auglýst hefur verið eftir umsókn ungmennafulltrúa til setu á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hlutast til um að erindið verði kynnt fyrir ungmennaráði.
18. Tímabundið áfengisleyfi - Áramótadansleikur í Hlégarði202312337
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna áramótadansleiks í Hlégarði þann 1. janúar nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna áramótadansleiks 1. janúar 2024 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.