18. nóvember 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fjármagn verði aukið til umhverfissviðs á næstu árum til að koma til móts við þörf á auknum mannafla á sviðinu vegna mikilla uppbyggingaráforma í sveitarfélaginu.
Afgreitt með fimm atkvæðum.2. Hraðamælingar í Mosfellsbæ 2022-2023202211023
Lagt er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, minnisblað og samantekt umhverfissviðs vegna hraðamælinga í Mosfellsbæ.
Lagt fram og kynnt.
3. Ósk Golfklúbbs Mosfellsbæjar um viðræður um framtíðarsýn Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir Hlíðavöll202109643
Lagt er fram til kynningar erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar, dags. 05.10.2022, vegna óska um stækkunar golfvallarins. Erindið var tekið fyrir á 1553. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Á 814. fundi bæjarstjórnar, þann 26.10.2022, var samþykkt að fela bæjarstjóra og fulltrúum umhverfissviðs að ganga til viðræðna við fulltrúa Golfklúbbsins vegna erindisins. Skipulagsnefnd vill árétta að breytingar á golfvellinum geta haft áhrif á skipulag og þarf hugsanleg stækkun hans að vera innfærð í aðalskipulag sveitarfélagsins. Huga þarf m.a. að grenndarhagsmunum nálægra íbúa, stígakerfum og reiðleiðum.
Afgreitt með fimm atkvæðum.4. Rjúpnahlíð í Garðabæ - svæðisskipulag - breyting á vaxtamörkum höfuðborgarsvæðisins202211239
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra, dags. 09.11.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytinga á vaxtamörkum höfuðborgarsvæðisins við Rjúpnahlíð í Garðabæ. Breytingin byggir á áætlun Garðabæjar til þess að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi, ásamt því að færa hesthúsahverfi á Kjóavöllum innan vaxtamarka. Athafnasvæði innan vaxtamarka eru að víkja fyrir þéttri byggð.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framsetta lýsingu og gögn.
Afgreitt með fimm atkvæðum.5. Háeyri 1-2 - breyting á skipulagi202108920
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202208800
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Sigurði Hafsteinssyni, f.h. Jóhannesar Eðvarðssonar, dags. 30.08.2022, fyrir nýju þriggja hæða, tveggja íbúða, húsi að Álafossvegi 25 í Álafosskvos. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 485. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, á grundvelli 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, þar sem að heimildir deiliskipulags eru óljósar. Hjálagt er deiliskipulag Álafosskvosar.
Frestað vegna tímaskorts.
- FylgiskjalAðaluppdráttur Álafossvegur 25.pdfFylgiskjalUmsækjandi (hönnuður) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdfFylgiskjalAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 485 (10.11.2022) - Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdfFylgiskjalDeiliskipulag Álafoss uppdráttur.pdfFylgiskjalDeiliskipulag Álafoss greinargerð.pdf
7. Áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026202211002
Lagðar eru fram til kynningar áherslur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Erindinu var vísað til kynningar skipulagsnefndar af 1556. fundi bæjarráðs.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 485202211012F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208800
Jóhannes Bjarni Eðvarðsson Álafossvegi 31B sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri þriggja hæða íbúðarhús með vinnustofu í kjallara á lóðinni Álafossvegur nr. 25 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 165,2 m², vinnustofa 73,3 m², 601,18 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Brekkukot 123724 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011149
Gísli Snorrason Brekkukoti sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Kýrgil í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekkiNiðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Desjamýri 9 Y, Umsókn um byggingarleyfi 202210385
Vélafl ehf. Rauðhellu 11 Hafnarfirði sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbættum geymsluloftum í rými 0111 og 0112.
Stækkun rými 0111: 24,2 m².
Stækkun rými 0112: 24,2 m².Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.4. Engjavegur 11A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103714
Kristján Þór Jónsson Engjavegi 11A sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Engjavegur nr. 11A í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.5. Hamrabrekkur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206006
Blueberry Hills ehf. Kalkofnsvegi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 97,5 m², 376,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.6. Háholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206028
Hengill ehf Háholti 14 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og útlits rýmis 0106 í atvinnuhúsnæði á lóðinni Háholt nr. 14, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.7. Kvíslartunga 134 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208138
Sigurgísli Jónasson Rituhöfða 5 heimili sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Kvíslartunga nr. 134 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 202,2 m², bílgeymsla 46,8 m², 718,28 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.8. Uglugata 40-46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202132
Uglugata 40 ehf. Melhaga 22 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Uglugata nr. 40-46 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.