Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. nóvember 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

    Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.

    Lagt fram og kynnt. Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs fór yfir drög að fjár­hags­áætl­un. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fjármagn verði aukið til umhverfissviðs á næstu árum til að koma til móts við þörf á auknum mannafla á sviðinu vegna mikilla uppbyggingaráforma í sveitarfélaginu.
    Afgreitt með fimm atkvæðum.

    • 2. Hraða­mæl­ing­ar í Mos­fells­bæ 2022-2023202211023

      Lagt er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, minnisblað og samantekt umhverfissviðs vegna hraðamælinga í Mosfellsbæ.

      Lagt fram og kynnt.

    • 3. Ósk Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um við­ræð­ur um fram­tíð­ar­sýn Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar fyr­ir Hlíða­völl202109643

      Lagt er fram til kynningar erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar, dags. 05.10.2022, vegna óska um stækkunar golfvallarins. Erindið var tekið fyrir á 1553. fundi bæjarráðs.

      Lagt fram og kynnt. Á 814. fundi bæj­ar­stjórn­ar, þann 26.10.2022, var sam­þykkt að fela bæj­ar­stjóra og full­trú­um um­hverf­is­sviðs að ganga til við­ræðna við full­trúa Golf­klúbbs­ins vegna er­ind­is­ins. Skipu­lags­nefnd vill árétta að breyt­ing­ar á golf­vell­in­um geta haft áhrif á skipu­lag og þarf hugs­an­leg stækk­un hans að vera inn­færð í að­al­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins. Huga þarf m.a. að grennd­ar­hags­mun­um ná­lægra íbúa, stíga­kerf­um og reið­leið­um.
      Af­greitt með fimm at­kvæð­um.

    • 4. Rjúpna­hlíð í Garða­bæ - svæð­is­skipu­lag - breyt­ing á vaxta­mörk­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202211239

      Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra, dags. 09.11.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytinga á vaxtamörkum höfuðborgarsvæðisins við Rjúpnahlíð í Garðabæ. Breytingin byggir á áætlun Garðabæjar til þess að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi, ásamt því að færa hesthúsahverfi á Kjóavöllum innan vaxtamarka. Athafnasvæði innan vaxtamarka eru að víkja fyrir þéttri byggð.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fram­setta lýs­ingu og gögn.
      Af­greitt með fimm at­kvæð­um.

    • 5. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á skipu­lagi202108920

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 6. Ála­foss­veg­ur 25 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202208800

      Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Sigurði Hafsteinssyni, f.h. Jóhannesar Eðvarðssonar, dags. 30.08.2022, fyrir nýju þriggja hæða, tveggja íbúða, húsi að Álafossvegi 25 í Álafosskvos. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 485. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, á grundvelli 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, þar sem að heimildir deiliskipulags eru óljósar. Hjálagt er deiliskipulag Álafosskvosar.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 7. Áhersl­ur svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á kjör­tíma­bil­inu 2022-2026202211002

      Lagðar eru fram til kynningar áherslur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Erindinu var vísað til kynningar skipulagsnefndar af 1556. fundi bæjarráðs.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    Fundargerðir til kynningar

    • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 485202211012F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 8.1. Ála­foss­veg­ur 25 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208800

        Jó­hann­es Bjarni Eð­varðs­son Ála­foss­vegi 31B sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri þriggja hæða íbúð­ar­hús með vinnu­stofu í kjall­ara á lóð­inni Ála­foss­veg­ur nr. 25 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Íbúð 165,2 m², vinnu­stofa 73,3 m², 601,18 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.2. Brekku­kot 123724 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011149

        Gísli Snorra­son Brekku­koti sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Kýrg­il í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.3. Desja­mýri 9 Y, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202210385

        Vélafl ehf. Rauð­hellu 11 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing felst í við­bætt­um geymslu­loft­um í rými 0111 og 0112.
        Stækk­un rými 0111: 24,2 m².
        Stækk­un rými 0112: 24,2 m².

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.4. Engja­veg­ur 11A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103714

        Kristján Þór Jóns­son Engja­vegi 11A sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 11A í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.5. Hamra­brekk­ur 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206006

        Blu­e­berry Hills ehf. Kalkofns­vegi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 97,5 m², 376,6 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.6. Há­holt 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206028

        Hengill ehf Há­holti 14 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og út­lits rým­is 0106 í at­vinnu­hús­næði á lóð­inni Há­holt nr. 14, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.7. Kvísl­artunga 134 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208138

        Sig­ur­gísli Jónasson Ritu­höfða 5 heim­ili sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 134 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 202,2 m², bíl­geymsla 46,8 m², 718,28 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8.8. Uglugata 40-46 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202202132

        Uglugata 40 ehf. Mel­haga 22 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Uglugata nr. 40-46 , í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:54