Mál númer 201511068
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Viðauki vegna fjárhagsáætlunar lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1336. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. janúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1336
Viðauki vegna fjárhagsáætlunar lagður fram til samþykktar.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 samþykktur með þremur atkvæðum ásamt verklagi við frágang viðauka.
Samantekin áhrif viðaukans eru eftirfarandi:
Tekjur eignasjóðs hækka um kr. 7.000.000.
Útgjöld eignasjóðs hækka um kr. 25.000.000.
Áætlaðar skatttekjur hækka um kr. 18.000.000
Fjárfestingar félagslegra íbúða v/stofnframlags hækka um kr. 4.805.994.
Handbært fé lækkar um kr. 4.805.994. - 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 1. nóvember sl.
Afgreiðsla 448. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #448
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 1. nóvember sl.
Frestað.
- 17. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #695
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017.
- 17. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #695
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017.
Afgreiðsla 1306. fundar bæjarráðs samþykkt á 695. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. maí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1306
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum lið.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 samþykktur með þremur atkvæðum.
Samantekin áhrif viðaukans eru eftirfarandi:
Launakostnaður fræðslumála hækkar um kr. 35.053.648
Styrkir æskulýðs- og íþróttamála hækka um kr. 7.000.000
Rekstrarhagnaður og handbært fé lækkar því um kr. 42.053.648.Fjárfestingaáætlun Eignasjóðs hækkar um kr. 34.000.000.
Handbært fé lækkar því um kr. 34.000.000 - 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri og Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2017 til 2020.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 9.564 m.kr.
Gjöld: 8.353 m.kr.
Afskriftir: 328 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 653 m.kr
Tekjuskattur 29 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 201 m.kr.
Eignir í árslok: 16.140 m.kr.
Eigið fé í árslok: 4.661 m.kr.
Fjárfestingar: 746 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2017
Samþykkt var á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 verði 14,48% af útsvarsstofni.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2017 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,253% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2017.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Með þeim breytingum að tekjuviðmið hækka um 9,6% frá fyrra ári.
-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2017 nema annað sé tekið fram.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og sundlaugar
Gjaldskrá mötuneytis grunnskóla
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ vegna leyfisveitinga, umsýslu og þjónustu
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------Tillögur frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020:
1. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að á fjárhagsáætlun ársins 2017 verði gert ráð fyrir einhverjum fjármunum undir liðnum ófyrirséð til að unnt verði að hefja úrbótavinnu strax við upphaf næsta skólaárs skv. væntanlegri úrvinnslu tillagna í skýrslu vinnuhóps um sérfræðiþjónustu frá árinu 2012, sem fræðslunefnd áætlar að vinna úr á árinu 2017.Tillöguflytjandi óskar eftir því að draga tillöguna til baka þar sem þegar er gert ráð fyrir fjármunum í fyrirliggjandi fjárhagáætlun til að mæta henni.
3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að leikskólagjöld verði lækkuð á komandi ári þannig að almennt gjald, án fæðisgjalds, fyrir 8 stunda vistun verði 21.550 krónur. Þannig verði heildargjald fyrir leikskólavistun í 8 tíma 30.000 krónur. Gjaldskráin taki breytingum að öðru leyti í samræmi við framangreint.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi breyting hefði á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn tveimur atkvæðum S- lista. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að í grunnskólum bæjarins verði börnum boðið endurgjaldslaust upp á hafragraut í upphafi dags eins og gert er víða.
Embættismönnum verði falið að kanna með hvaða hætti þessi þjónusta er veitt annars staðar og falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Fram kemur málsmeðferðartillaga frá V-, D- og S-lista þess efnis að fræðslusviði verði falið að leggja mat á möguleika á því að hafa á boðstólum hafragraut fyrir ákveðna aldurshópa í grunnskólum á hentugum tíma.
Málmeðferðartillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
5. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að fjárhagsáætlun 2017 verði endurreiknuð í samræmi við endurskoðaða þjóðhagsspá og kostnaður viðbreytingartillögur Samfylkingarinnar reiknaðar inn í þá áætlun.
Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn tveimur atkvæðum S-lista. Fulltrúi M-lista situr hjá.
Tillögur frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020:
1. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að auka svigrúm fjölskyldusviðs til styrkveitinga.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017 að fjölskyldusvið fái aukið svigrúm til að styrkja hjálparsamtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót en það eru samtök sem veita Mosfellingum mikla og góða þjónustu.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem þegar er gert ráð fyrir auknu fjármagni í fjárhagsáætlun til að mæta henni.
2. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun tekjuviðmiðs vegna daggæslu
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla fyrir daggæslu barna í heimahúsi er ákvörðuð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Tillagan kom fyrst fram á fundi bæjarráðs nr. 1246 4. febrúar 2016 og var vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Íbúahreyfingin leggur til að fræðslusviði verði falið að meta áhrif tillögunnar með hliðsjón af því greiðslufyrirkomulagi sem nú er viðhaft og kostnaðinn sem breytingin hefði í för með sér fyrir bæjarsjóð.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem henni er þegar mætt í fjárhagsáætlun bæjarins.
3. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun fjárhagsaðstoðar til einstaklinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fjölskyldusviði verði falið að meta fjárhagsleg áhrif þeirrar tillögu að hækka upphæð um fjárhagsaðstoð einstaklinga sem búa með öðrum en foreldrum og njóta þar með hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi upp í 75% af heildarupphæð. Framlagið var lækkað í 50% að tillögu fjölskyldusviðs og með samþykki meirihluta í bæjarstjórn 9. september 2015.
100% fjárhagsaðstoð er langt undir framfærsluviðmiði og kemur lækkunin því hart niður á þeim sem eru henni háðir.Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn einu atkvæði M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.
4. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um útgáfu handbókar um framkvæmdir á náttúrusvæðum
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjárhagsáætlun þessa árs geri ráð fyrir útgáfu leiðbeininga um framkvæmdir á náttúrusvæðum. Verkefnið útheimtir aðkomu sérfræðinga á fagstofnunum á sviði landgræðslu, umhverfis- og veiðimála og þarf áætlaður kostnaður við verkefnið að taka mið af því. Tilgangurinn með útgáfu handbókarinnar er að koma í veg fyrir að dýrmætri náttúru sveitarfélagsins sé spillt. Fyrir höndum er mikil uppbygging i Mosfellsbæ og verkefnið því aðkallandi.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem tillögunni er þegar mætt í fjárhagsáætlun.
5. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að stöðva útbreiðslu ágengra tegunda í þéttbýli.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að í fjárhagsáætlun 2017 verði gert ráð fyrir að hafist verði handa við að stöðva útbreiðslu ágengra tegunda í þéttbýli í Mosfellsbæ. Verkefnið er búið að vera í farvatninu lengi og Landgræðsla ríkisins búin að kortleggja vandamálið að beiðni Mosfellsbæjar.
Tilgangurinn er að fegra umhverfi Mosfellsbæjar og vinna gegn einsleitni og fækkun plöntutegunda í Mosfellsbæ.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem henni er að hluta til mætt í fjárhagsáætlun.
6. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að fá Landgræðsluna til að gera úttekt á rofi lands á vatnsverndarsvæðum og við ár í Mosfellsbæ.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjárhagsáætlun 2017 geri ráð fyrir að Mosfellsbær fái sérfræðinga í gróður- og jarðvegseyðingu hjá Landgræðslu ríkisins til að gera úttekt á gróður- og jarðvegsrofi á vatnsverndarsvæðum og vatnasviði vatnsfalla í Mosfellsbæ. Vandamálið er áberandi á vatnasviði Varmár og Köldukvíslar og á vatnsverndarsvæðum í Mosfellsdal.
Tilgangurinn er að kortleggja vandann og gera drög að aðgerðum til að stöðva rofið í sveitarfélaginu.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem tillögunni er að hluta til mætt í fjárhagsáætlun.
7. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um meiri sýnileika náttúruverndarverkefna í fjárhagsáætlun
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjármálastjóra og umhverfissviði verði falið að endurskoða í sameiningu framsetningu á náttúruverndarverkefnum í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og þá sér í lagi bókhaldslyklana sem notaðir eru til að skilgreina útgjaldaliðina. Tilgangurinn er að gera áætlunina gegnsærri og tryggja að þessi mikilvægi þáttur í starfsemi umhverfissviðs og umhverfisnefndar týnist ekki.Fram kemur málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Málsmeðferðartillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2017-2020 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa V-, D- og M- lista. Bæjarfulltrúar S- lista sitja hjá.
-------------------------------------------------------------------
Bókun V- og D-lista vegna fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 ber þess merki að þjónusta sveitarfélagsins við íbúana er aukin samfara því að skattar og gjöld lækka. Grunnfjárhæð frístundaávísunar hækkar um rúm 18% og stofnun ungmennahúss verður veitt brautargengi í samstarfi við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir að veita verulegum fjármunum til að auka þjónustu við börn 1-2ja ára. Auk þessa verður tónlistarkennsla Listaskólans inni í grunnskólunum efld svo fleiri nemendur eigi þess kost að stunda tónlistarnám.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að álagningarhlutfall útsvars lækki og einnig verða álagningarhlutföll fasteignagjalda lækkuð. Þannig er tryggt að allir geti með einhverjum hætti notið góðs af betra rekstrarumhverfi sveitarfélagsins. Ekki er gert ráð fyrir hækkun gjaldskráa almennt, fyrir veitta þjónustu s.s. leikskólagjalda, og eru gjaldskrár því að lækka að raungildi. Sveitarfélagið veitir afar mikilvæga nærþjónustu til íbúanna og megináherslur í fjárhagsáætlun ársins 2017 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu bæjarins.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi, miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, samfara miklum vexti bæjarins og fjölgun íbúa. Uppbygging innviða heldur áfram og stærsta verkefnið framundan er skólabygging í Helgafellslandi en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018. Kostnaðaráætlun þess áfanga er um 1.250 mkr. en heildarkostnaður fullbyggðs skóla er um 3.500 mkr. Hér er því um afar stórt verkefni að ræða sem mikilvægt er að halda vel utan um á næstu árum.
Mosfellsbær er fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að áherslum og innleiðingu á hugmyndafræði um heilsueflandi samfélag. Í þeim efnum hefur bærinn tekið forystu og mun halda áfram á sömu braut. Einnig mun bæjarfélagið halda áfram að hlúa vel að umhverfi og náttúru bæjarins og í áætluninni er gert ráð fyrir sérstökum lið til að sinna friðlýstum svæðum.
Mikil og ötul vinna fer í fjárhagsáætlunargerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af bæjarstjóra, fjármálastjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum. Við viljum þakka öllu því góða starfsfólki, sem og fulltrúum í nefndum og ráðum, fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Íbúahreyfingin hefur ákveðið að samþykkja fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020. Áætlunin er meirihlutans en hún gefur vísbendingu um betri tíð og blóm í haga í Mosfellsbæ, auk þess sem komið hefur verið til móts við tillögur Íbúahreyfingarinnar í mikilvægum málum á milli umræðna.
Sigrún H PálsdóttirBókun S-lista Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun
Í fjárhagsáætlun ársins 2017 sem afgreidd er nú úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er ýmislegt sem er til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar og sammæli ríkir um innan bæjarstjórnar. Samfylkingin lagði fram nokkrar tillögur við fyrri umræðu sem því miður fengu flestar litlar sem engar undirtektir. Þó skal því haldið til haga að málsmeðferðartillaga kom fram um eina tillöguna sem Samfylkingin gat sætt sig við og greiddi atkvæði með henni.
Undirritaðir bæjarfulltrúar telja lækkun útsvarsprósentu misráðna. Hún bætir stöðu almennra bæjarbúa ekki að neinu marki eins og kom fram í bókun okkar við ákvörðun um lækkunina á sínum tíma og er neikvæð fyrir bæjarsjóð. Lækkun útsvars á sama tíma og ýmis brýn verkefni kalla á fjármagn eins og t.d. að bæta hag barnafjölskyldna sbr. tillögur Samfylkingarinnar við seinni umræðu fjárhagsáætlunar er ósamrýmanleg pólitísku erindi jafnaðarmanna.
Af þeim orsökum sitja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 - seinni umræða.pdfFylgiskjalTillögur á bæjarstjórnarfundi 9. nóv. við fyrri umræðu.pdfFylgiskjalBókun umhverfisnefndar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2017-2020.pdfFylgiskjalÍþróttamiðstöðvar og sundlaugar - gjaldskrár 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá mötuneyti grunnskóla haust 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá_sorphirðu-2017.pdfFylgiskjalMosfellsbær umsögn um gjaldskrá um sorphirðu.pdfFylgiskjalGjaldskrá skip-bygg2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar 2017.pdfFylgiskjalReglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli 2017.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017 kynning í bæjarstjórn við seinni umræðu fundargatt.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 ásamt greinargerðum - samþykkt í bæjarstjórn 071216.pdf
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram.
Afgreiðsla 202. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 - seinni umræða.pdfFylgiskjalTillögur á bæjarstjórnarfundi 9. nóv. við fyrri umræðu.pdfFylgiskjalBókun umhverfisnefndar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2017-2020.pdfFylgiskjalÍþróttamiðstöðvar og sundlaugar - gjaldskrár 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá mötuneyti grunnskóla haust 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá_sorphirðu-2017.pdfFylgiskjalMosfellsbær umsögn um gjaldskrá um sorphirðu.pdfFylgiskjalGjaldskrá skip-bygg2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar 2017.pdfFylgiskjalReglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli 2017.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017 kynning í bæjarstjórn við seinni umræðu fundargatt.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 ásamt greinargerðum - samþykkt í bæjarstjórn 071216.pdf
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla 1284. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 - seinni umræða.pdfFylgiskjalTillögur á bæjarstjórnarfundi 9. nóv. við fyrri umræðu.pdfFylgiskjalBókun umhverfisnefndar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2017-2020.pdfFylgiskjalÍþróttamiðstöðvar og sundlaugar - gjaldskrár 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá mötuneyti grunnskóla haust 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá_sorphirðu-2017.pdfFylgiskjalMosfellsbær umsögn um gjaldskrá um sorphirðu.pdfFylgiskjalGjaldskrá skip-bygg2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar 2017.pdfFylgiskjalReglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli 2017.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017 kynning í bæjarstjórn við seinni umræðu fundargatt.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 ásamt greinargerðum - samþykkt í bæjarstjórn 071216.pdf
- 1. desember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1284
Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar.
Lagt fram.
- 29. nóvember 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #202
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram.
Lagt fram.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir þróunar- og ferðamálanefnd lögð fram til kynningar
Afgreiðsla 59. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir þau sjónarmið og tillögur sem koma fram í bókun fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd en þar er fjallað um nauðsyn þess að verja meira fé til náttúruverndar í Mosfellsbæ, leita eftir sérfræðiaðstoð í tengslum við framkvæmdir á náttúrusvæðum, hefja vinnu við að hefta lúpínu, bjarnarkló og skógarkerfil, kynna betur friðlýst svæði og vekja áhuga íbúa á náttúru sveitarfélagsins með dreifingu fræðsluefnis.
Íbúahreyfingin telur ekki nægja að einskorða fjárstuðning á sviði náttúruverndarmála við friðlýst svæði. Það þarf að hlúa að náttúrusvæðum í byggð því það eru svæðin sem íbúar nota til útivistar dagsdaglega.Bókun fulltrúa V- og D- lista
Fulltrúar V- og D- lista eru sammála því að náttúruvernd sé mjög mikilvægt málefni. Mosfellsbær leggur mikla áherslu á náttúruvernd, heilsueflingu og útivist. Í bænum er fjöldi opinna svæða, leiksvæða og mikill fjöldi göngustíga og stikaðra gönguleiða. Fjölda verkefna er lúta að náttúrvernd er því sinnt af hálfu bæjarins þó þau beri ekki þetta heiti í fjárhagsáætlun. Ítrekað er að mikil sérfræðiþekking er til staðar innan umhverfissviðs en þar starfar fært fólk með margvíslega menntun t.d skipulagsfræðingur, landslagsarkitekt, garðyrkjufræðingur, verkfræðingur og líffræðingur. Þegar þörf er á er einnig leitað utan að komandi rágjafar.Umhverfisnefnd ítrekaði afstöðu sína til þess að auknir fjármunir verði settir í friðlýst svæði og taka bæjarfulltrúar V- og D- lista undir þá afstöðu.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir skipulagsnefnd lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 205. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram ásamt tillögum sem komu fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Afgreiðsla 329. fundar fræðslunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017.
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Umsagnir framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðuslusviðs vegna tillagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæjarráðs 20. október sl. lagðar fram.
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. nóvember 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #249
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017.
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017 lögð fram. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti áætlunina og í kjölfar þess var umræða um einstaka þætti þjónustunnar.
- 17. nóvember 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #172
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 fyrir umhverfisnefnd. Umræður og fyrirspurnir.
Umhverfisnefnd ítrekar fyrri bókun sína um að frekara fjármagn verði veitt til friðaðra svæða í Mosfellsbæ.
Bókun fulltrúa M-lista:
Náttúruvernd mun vera með þeim mikilvægustu málefnum í framtíðinni. Heilbrigð og óskemmt náttúra er forsenda alls lífs á jörðu.
Fulltrúi M- listans í Umhverfisnefnd lýsir undrun sinni yfir því að í fjárhagsáætlun sé ekki gert ráð fyrir að veita fjármagni til að stuðla að aukinni náttúruvernd.
Tillaga fulltrúa Íbúarhreyfingarinnar er á þann hátt að ákveðin fjárhæð sé veitt árlega til að stuðla að aukinni náttúruvernd. Í þeim flokki gæti verið m.a.:
- Sérfræðiaðstoð við að hanna og búa til varanlega göngustíga þannig að náttúran lætur ekki á sjá vegna aukins ágangs manna. Dæmi eru gönguleiðir upp á Úlfarsfell og stígur meðfram Varmánni. Fagleg ráðgjöf frá stofnunum á sviði landgræðslu, fiski- og veiðimála, náttúrustofum o.fl. eru mjög brýn svo að rétt sé farið að og fjármagn nýtist sem best.
- Stöðvun ágengra tegunda (skógarkerfill, bjarnarkló og lúpína) með vistvænum hætti. Þetta er langtímaverkefni.
- Friðlýstu svæðin í Mosfellsbænum þurfa að fá betri kynningu og bætt aðgengi þannig að bæjarbúar séu meðvitaðir um þær gersemar sem eru að finna innan bæjarmarka.
- Búa til og dreifa fræðsluefni um mikilvægi náttúruverndar til að koma á virkum umræðum hjá bæjarbúunum um þessi mikilvægu mál sem munu skipa æ stærri sess í framtíð mannkynsins. - 17. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1282
Umsagnir framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðuslusviðs vegna tillagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæjarráðs 20. október sl. lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögum M-lista til síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn 7. desember nk.
- 16. nóvember 2016
Þróunar- og ferðamálanefnd #59
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir þróunar- og ferðamálanefnd lögð fram til kynningar
Lagt fram.
- 16. nóvember 2016
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #329
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram ásamt tillögum sem komu fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Fjárhagsáæltlunin fyrir 2017 kynnt af framkvæmdastjóra fræðslusviðs og forstöðumönnum sviðsins. Fræðslunefnd þakkar öllum þeim sem komu að gerð áætlunarinnar.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir skipulagsnefnd lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Lagt fram. Umræður um málið.
- 10. nóvember 2016
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #205
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lögð fram til kynningar.
Drög að fjárhagsáætlun 2017 Lögð fram: framkvæmdarstjóri kynnti helstu liði á fjárhagsáætlun fræðslu-og frístundasviðs sviðsins
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Lögð fram drög að fjárhagáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020.
Afgreiðsla 1279. fundar bæjarráðs samþykkt á 682. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Bæjarráð vísaði á 1279. fundi sínum 27. október sl. drögum að fjárhagsáætlun 2017-2020 til fyrri umræðu á fund bæjarstjórnar 9. nóvember 2016.
Undir þessum dagskrárlið mættu til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, (LU), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á fundi 3. nóvember sl.
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2017
1. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að á fjárhagsáætlun ársins 2017 verði gert ráð fyrir einhverjum fjármunum undir liðnum ófyrirséð til að unnt verði að hefja úrbótavinnu strax við upphaf næsta skólaárs skv. væntanlegri úrvinnslu tillagna í skýrslu vinnuhóps um sérfræðiþjónustu frá árinu 2012, sem fræðslunefnd áætlar að vinna úr á árinu 2017.
3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að leikskólagjöld verði lækkuð á komandi ári þannig að almennt gjald, án fæðisgjalds, fyrir 8 stunda vistun verði 21.550 krónur. Þannig verði heildargjald fyrir leikskólavistun í 8 tíma 30.000 krónur. Gjaldskráin taki breytingum að öðru leyti í samræmi við framangreint.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi breyting hefði á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.4. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að í grunnskólum bæjarins verði börnum boðið endurgjaldslaust upp á hafragraut í upphafi dags eins og gert er víða.
Embættismönnum verði falið að kanna með hvaða hætti þessi þjónusta er veitt annars staðar og falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonTillögur bæjarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2017
1. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að auka svigrúm fjölskyldusviðs til styrkveitinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017 að fjölskyldusvið fái aukið svigrúm til að styrkja hjálparsamtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót en það eru samtök sem veita Mosfellingum mikla og góða þjónustu.2. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun tekjuviðmiðs vegna daggæslu
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla fyrir daggæslu barna í heimahúsi er ákvörðuð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Tillagan kom fyrst fram á fundi bæjarráðs nr. 1246 4. febrúar 2016 og var vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Íbúahreyfingin leggur til að fræðslusviði verði falið að meta áhrif tillögunnar með hliðsjón af því greiðslufyrirkomulagi sem nú er viðhaft og kostnaðinn sem breytingin hefði í för með sér fyrir bæjarsjóð.3. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun fjárhagsaðstoðar til einstaklinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fjölskyldusviði verði falið að meta fjárhagsleg áhrif þeirrar tillögu að hækka upphæð um fjárhagsaðstoð einstaklinga sem búa með öðrum en foreldrum og njóta þar með hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi upp í 75% af heildarupphæð. Framlagið var lækkað í 50% að tillögu fjölskyldusviðs og með samþykki meirihluta í bæjarstjórn 9. september 2015.
100% fjárhagsaðstoð er langt undir framfærsluviðmiði og kemur lækkunin því hart niður á þeim sem eru henni háðir.4. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um útgáfu handbókar um framkvæmdir á náttúrusvæðum
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjárhagsáætlun þessa árs geri ráð fyrir útgáfu leiðbeininga um framkvæmdir á náttúrusvæðum. Verkefnið útheimtir aðkomu sérfræðinga á fagstofnunum á sviði landgræðslu, umhverfis- og veiðimála og þarf áætlaður kostnaður við verkefnið að taka mið af því.
Tilgangurinn með útgáfu handbókarinnar er að koma í veg fyrir að dýrmætri náttúru sveitarfélagsins sé spillt. Fyrir höndum er mikil uppbygging i Mosfellsbæ og verkefnið því aðkallandi.5. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að stöðva útbreiðslu ágengra tegunda í þéttbýli
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að í fjárhagsáætlun 2017 verði gert ráð fyrir að hafist verði handa við að stöðva útbreiðslu ágengra tegunda í þéttbýli í Mosfellsbæ. Verkefnið er búið að vera í farvatninu lengi og Landgræðsla ríkisins búin að kortleggja vandamálið að beiðni Mosfellsbæjar.
Tilgangurinn er að fegra umhverfi Mosfellsbæjar og vinna gegn einsleitni og fækkun plöntutegunda í Mosfellsbæ.6. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að fá Landgræðsluna til að gera úttekt á rofi lands á vatnsverndarsvæðum og við ár í Mosfellsbæ
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjárhagsáætlun 2017 geri ráð fyrir að Mosfellsbær fái sérfræðinga í gróður- og jarðvegseyðingu hjá Landgræðslu ríkisins til að gera úttekt á gróður- og jarðvegsrofi á vatnsverndarsvæðum og vatnasviði vatnsfalla í Mosfellsbæ. Vandamálið er áberandi á vatnasviði Varmár og Köldukvíslar og á vatnsverndarsvæðum í Mosfellsdal.
Tilgangurinn er að kortleggja vandann og gera drög að aðgerðum til að stöðva rofið í sveitarfélaginu.Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa öllum framangreindum tillögum til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2017-2020 á næsta fund bæjarstjórnar.
Jafnframt samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu á fund bæjarstjórnar hinn 7. desember nk.
- 27. október 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1279
Lögð fram drög að fjárhagáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2017-2020 til fyrri umræðu á næsta fund bæjarstjórnar hinn 9. nóvember næstkomandi.
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Kynnt staða vinnu við fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla 1278. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Lögð fram drög að áætlun um eignfærðar framkvæmdir ásamt gatnagerðarframkvæmdum.
Afgreiðsla 1277. fundar bæjarráðs samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. október 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1278
Kynnt staða vinnu við fjárhagsáætlun.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun tekjuviðmiðs vegna daggæslu
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla fyrir daggæslu barna í heimahúsi er ákvörðuð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Tillagan kom fyrst fram á fundi bæjarráðs nr. 1246 4. febrúar 2016 og var vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Íbúahreyfingin leggur til að fræðslusviði verði falið að meta áhrif tillögunnar með hliðsjón af því greiðslufyrirkomulagi sem nú er viðhaft og kostnaðinn sem breytingin hefði í för með sér fyrir bæjarsjóð.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og sú umsögn verði tekin til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2017.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun fjárhagsaðstoðar til einstaklinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fjölskyldusviði verði falið að meta fjárhagsleg áhrif þeirrar tillögu að hækka upphæð um fjárhagsaðstoð einstaklinga sem búa með öðrum en foreldrum og njóta þar með hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi upp í 75% af heildarupphæð. Framlagið var lækkað í 50% að tillögu fjölskyldusviðs og með samþykki meirihluta í bæjarstjórn 9. september 2015.
100% fjárhagsaðstoð er langt undir framfærsluviðmiði og kemur lækkunin því hart niður á þeim sem eru henni háðir.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og sú umsögn verði tekin til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2017.
Bæjarstjóri kynnti stöðu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
- 13. október 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1277
Lögð fram drög að áætlun um eignfærðar framkvæmdir ásamt gatnagerðarframkvæmdum.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, og Óskar Gísli Sveinsson (ÓGS), deildarstjóri nýframkvæmda, mættu á fundinn undir þessum lið.
Lagt er fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra varðandi vinnu við fjárhagsáæltun 2017. Jafnframt lagt fram yfirlit um fyrirhugaðar framkvæmdir.
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Drög að íbúaspá lögð fyrir bæjarráð.
Afgreiðsla 1275. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1275
Drög að íbúaspá lögð fyrir bæjarráð.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Drög að nýrri íbúaspá rædd og lögð fram.
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Lagt fram minnisblað um vinnu við fjárhagáætlun.
Afgreiðsla 1274. fundar bæjarráðs samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1274
Lagt fram minnisblað um vinnu við fjárhagáætlun.
Lagt fram.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar áskilur sér rétt til að bera upp tillögur um áherslubreytingar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
Það er afstaða Íbúahreyfingarinnar að bæjarstjórn ætti að gefa íbúum færi á að taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar, s.s. að velja verkefni og hafa áhrif á mótun umhverfis í sínu hverfi. Sömuleiðis að hafa nefndirnar með í ráðum strax á undirbúningsstigi.
Íbúahreyfingin telur brýnt að umsagnir framkvæmdastjóra sviða liggi fyrir áður en kemur að 1. umræðu og þakkar fyrir góðar undirtektir bæjarráðs þar að lútandi.Bókun V- og D-lista
Gerð fjárhagsáætlunar er eitt af allra mikilvægustu verkefnum sveitarstjórnar enda er hún stjórntæki sem stuðst skal við í öllum rekstri bæjarins. Stöðugt er unnið að úrbótum í verklagi í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
Í tengslum við lýðræðisstefnu og framkvæmdaáætlun hennar er fjallað sérstaklega um hvernig hægt sé að hvetja til þátttöku íbúa í fjárhagsáætlunargerð.Afgreiðsla 1264. fundar bæjarráðs samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1264
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun samþykkt með þremur atkvæðum.