Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201511068

  • 10. janúar 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #708

    Við­auki vegna fjár­hags­áætl­un­ar lagð­ur fram til sam­þykkt­ar.

    Af­greiðsla 1336. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 708. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 4. janúar 2018

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1336

      Við­auki vegna fjár­hags­áætl­un­ar lagð­ur fram til sam­þykkt­ar.

      Við­auki 2 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um ásamt verklagi við frá­g­ang við­auka.

      Sam­an­tekin áhrif við­auk­ans eru eft­ir­far­andi:
      Tekj­ur eigna­sjóðs hækka um kr. 7.000.000.
      Út­gjöld eigna­sjóðs hækka um kr. 25.000.000.
      Áætl­að­ar skatt­tekj­ur hækka um kr. 18.000.000
      Fjár­fest­ing­ar fé­lags­legra íbúða v/stofn­fram­lags hækka um kr. 4.805.994.
      Hand­bært fé lækk­ar um kr. 4.805.994.

      • 15. nóvember 2017

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #705

        Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018 lögð fram til kynn­ing­ar. Fyrri um­ræða um fjár­hags­áætlun fór fram í bæj­ar­stjórn 1. nóv­em­ber sl.

        Af­greiðsla 448. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 705. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 10. nóvember 2017

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #448

          Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018 lögð fram til kynn­ing­ar. Fyrri um­ræða um fjár­hags­áætlun fór fram í bæj­ar­stjórn 1. nóv­em­ber sl.

          Frestað.

        • 17. maí 2017

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #695

          Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2017.

          • 17. maí 2017

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #695

            Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2017.

            Af­greiðsla 1306. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 695. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 11. maí 2017

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1306

              Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2017.

              Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

              Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2017 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.

              Sam­an­tekin áhrif við­auk­ans eru eft­ir­far­andi:
              Launa­kostn­að­ur fræðslu­mála hækk­ar um kr. 35.053.648
              Styrk­ir æsku­lýðs- og íþrótta­mála hækka um kr. 7.000.000
              Rekstr­ar­hagn­að­ur og hand­bært fé lækk­ar því um kr. 42.053.648.

              Fjár­fest­inga­áætlun Eigna­sjóðs hækk­ar um kr. 34.000.000.
              Hand­bært fé lækk­ar því um kr. 34.000.000

            • 7. desember 2016

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #684

              Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020 lögð fram til seinni um­ræðu.

              Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Aldís Stef­áns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri og Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri.

              For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árið 2017 til 2020.

              Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2017 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:

              Tekj­ur: 9.564 m.kr.
              Gjöld: 8.353 m.kr.
              Af­skrift­ir: 328 m.kr.
              Fjár­magns­gjöld: 653 m.kr
              Tekju­skatt­ur 29 m.kr.
              Rekstr­arnið­ur­staða: 201 m.kr.
              Eign­ir í árslok: 16.140 m.kr.
              Eig­ið fé í árslok: 4.661 m.kr.
              Fjár­fest­ing­ar: 746 m.kr.
              -------------------------------------------------------------
              Út­svars­pró­senta 2017
              Sam­þykkt var á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar 23. nóv­em­ber 2016 að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2017 verði 14,48% af út­svars­stofni.
              -------------------------------------------------------------
              Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2017 eru eft­ir­far­andi:

              Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur)
              Fast­eigna­skatt­ur A 0,253% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Vatns­gjald 0,095% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Frá­veitu­gjald 0,140% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Lóð­ar­leiga A 0,340% af fast­eigna­mati lóð­ar

              Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur)
              Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Vatns­gjald 0,095% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Frá­veitu­gjald 0,140% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

              Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur)
              Fast­eigna­skatt­ur C 1,650% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Vatns­gjald 0,095% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Frá­veitu­gjald 0,140% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
              Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

              -------------------------------------------------------------
              Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mán­að­ar frá 15. janú­ar til og með 15. sept­em­ber.
              Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef vanskil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 15. janú­ar með eindaga 14. fe­brú­ar.
              -------------------------------------------------------------
              Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breyt­ing­um og gilda frá 1.1.2017.

              Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.
              Með þeim breyt­ing­um að tekju­við­mið hækka um 9,6% frá fyrra ári.
              -------------------------------------------------------------
              Eft­ir­far­andi gjald­skrár liggja fyr­ir og taka breyt­ing­um þann 1.1.2017 nema ann­að sé tek­ið fram.

              Gjaldskrá íþróttamið­stöðv­ar og sund­laug­ar
              Gjaldskrá mötu­neyt­is grunn­skóla
              Gjaldskrá fyr­ir sorp­hirðu í Mos­fells­bæ
              Gjaldskrá skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála í Mos­fells­bæ vegna leyf­is­veit­inga, um­sýslu og þjón­ustu
              Gjaldskrá Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar
              -------------------------------------------------------------
              For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.
              -------------------------------------------------------------

              Til­lög­ur frá bæj­ar­full­trú­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020:

              1. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að fé­lags­leg heima­þjón­usta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni end­ur­gjalds­laust. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

              Til­lag­an er felld með sex at­kvæð­um V- og D-lista gegn þrem­ur at­kvæð­um S- og M-lista.

              2. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að á fjár­hags­áætlun árs­ins 2017 verði gert ráð fyr­ir ein­hverj­um fjár­mun­um und­ir liðn­um ófyr­ir­séð til að unnt verði að hefja úr­bóta­vinnu strax við upp­haf næsta skóla­árs skv. vænt­an­legri úr­vinnslu til­lagna í skýrslu vinnu­hóps um sér­fræði­þjón­ustu frá ár­inu 2012, sem fræðslu­nefnd áætl­ar að vinna úr á ár­inu 2017.

              Til­löguflytj­andi ósk­ar eft­ir því að draga til­lög­una til baka þar sem þeg­ar er gert ráð fyr­ir fjár­mun­um í fyr­ir­liggj­andi fjár­hagáætlun til að mæta henni.

              3. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að leik­skóla­gjöld verði lækk­uð á kom­andi ári þann­ig að al­mennt gjald, án fæð­is­gjalds, fyr­ir 8 stunda vist­un verði 21.550 krón­ur. Þann­ig verði heild­ar­gjald fyr­ir leik­skóla­vist­un í 8 tíma 30.000 krón­ur. Gjald­skrá­in taki breyt­ing­um að öðru leyti í sam­ræmi við fram­an­greint.
              Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi breyt­ing hefði á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

              Til­lag­an er felld með sex at­kvæð­um V- og D-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um S- lista. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

              4. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að í grunn­skól­um bæj­ar­ins verði börn­um boð­ið end­ur­gjalds­laust upp á hafra­graut í upp­hafi dags eins og gert er víða.
              Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að kanna með hvaða hætti þessi þjón­usta er veitt ann­ars stað­ar og fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

              Fram kem­ur máls­með­ferð­ar­til­laga frá V-, D- og S-lista þess efn­is að fræðslu­sviði verði fal­ið að leggja mat á mögu­leika á því að hafa á boð­stól­um hafra­graut fyr­ir ákveðna ald­urs­hópa í grunn­skól­um á hent­ug­um tíma.

              Málmeð­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

              5. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gera það að til­lögu sinni að fjár­hags­áætlun 2017 verði end­ur­reikn­uð í sam­ræmi við end­ur­skoð­aða þjóð­hags­spá og kostn­að­ur við­breyt­ing­ar­til­lög­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar reikn­að­ar inn í þá áætlun.

              Til­lag­an er felld með sex at­kvæð­um V- og D-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um S-lista. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

              Til­lög­ur frá bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020:

              1. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að auka svigrúm fjöl­skyldu­sviðs til styrk­veit­inga.
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að gert verði ráð fyr­ir því í fjár­hags­áætlun 2017 að fjöl­skyldu­svið fái auk­ið svigrúm til að styrkja hjálp­ar­sam­tök eins og Kvenna­at­hvarf­ið og Stíga­mót en það eru sam­tök sem veita Mos­fell­ing­um mikla og góða þjón­ustu.

              Til­löguflytj­andi dreg­ur til­lög­una til baka þar sem þeg­ar er gert ráð fyr­ir auknu fjár­magni í fjár­hags­áætlun til að mæta henni.

              2. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un tekju­við­miðs vegna dag­gæslu
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að það tekju­við­mið sem stuðst er við þeg­ar við­bót­arnið­ur­greiðsla fyr­ir dag­gæslu barna í heima­húsi er ákvörð­uð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Til­lag­an kom fyrst fram á fundi bæj­ar­ráðs nr. 1246 4. fe­brú­ar 2016 og var vísað til fjár­hags­áætl­un­ar 2017.
              Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að fræðslu­sviði verði fal­ið að meta áhrif til­lög­unn­ar með hlið­sjón af því greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem nú er við­haft og kostn­að­inn sem breyt­ing­in hefði í för með sér fyr­ir bæj­ar­sjóð.

              Til­löguflytj­andi dreg­ur til­lög­una til baka þar sem henni er þeg­ar mætt í fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins.

              3. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fjár­hags­að­stoð­ar til ein­stak­linga
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fjöl­skyldu­sviði verði fal­ið að meta fjár­hags­leg áhrif þeirr­ar til­lögu að hækka upp­hæð um fjár­hags­að­stoð ein­stak­linga sem búa með öðr­um en for­eldr­um og njóta þar með hag­ræð­is af sam­eig­in­legu heim­il­is­haldi upp í 75% af heild­ar­upp­hæð. Fram­lag­ið var lækkað í 50% að til­lögu fjöl­skyldu­sviðs og með sam­þykki meiri­hluta í bæj­ar­stjórn 9. sept­em­ber 2015.
              100% fjár­hags­að­stoð er langt und­ir fram­færslu­við­miði og kem­ur lækk­un­in því hart nið­ur á þeim sem eru henni háð­ir.

              Til­lag­an er felld með sex at­kvæð­um V- og D-lista gegn einu at­kvæði M-lista. Full­trú­ar S-lista sitja hjá.

              4. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um út­gáfu hand­bók­ar um fram­kvæmd­ir á nátt­úru­svæð­um
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að fjár­hags­áætlun þessa árs geri ráð fyr­ir út­gáfu leið­bein­inga um fram­kvæmd­ir á nátt­úru­svæð­um. Verk­efn­ið útheimt­ir að­komu sér­fræð­inga á fag­stofn­un­um á sviði land­græðslu, um­hverf­is- og veiði­mála og þarf áætl­að­ur kostn­að­ur við verk­efn­ið að taka mið af því. Til­gang­ur­inn með út­gáfu hand­bók­ar­inn­ar er að koma í veg fyr­ir að dýr­mætri nátt­úru sveit­ar­fé­lags­ins sé spillt. Fyr­ir hönd­um er mik­il upp­bygg­ing i Mos­fells­bæ og verk­efn­ið því að­kallandi.

              Til­löguflytj­andi dreg­ur til­lög­una til baka þar sem til­lög­unni er þeg­ar mætt í fjár­hags­áætlun.

              5. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að stöðva út­breiðslu ágengra teg­unda í þétt­býli.
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að í fjár­hags­áætlun 2017 verði gert ráð fyr­ir að haf­ist verði handa við að stöðva út­breiðslu ágengra teg­unda í þétt­býli í Mos­fells­bæ. Verk­efn­ið er búið að vera í far­vatn­inu lengi og Land­græðsla rík­is­ins búin að kort­leggja vanda­mál­ið að beiðni Mos­fells­bæj­ar.
              Til­gang­ur­inn er að fegra um­hverfi Mos­fells­bæj­ar og vinna gegn eins­leitni og fækk­un plöntu­teg­unda í Mos­fells­bæ.

              Til­löguflytj­andi dreg­ur til­lög­una til baka þar sem henni er að hluta til mætt í fjár­hags­áætlun.

              6. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að fá Land­græðsl­una til að gera út­tekt á rofi lands á vatns­vernd­ar­svæð­um og við ár í Mos­fells­bæ.
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að fjár­hags­áætlun 2017 geri ráð fyr­ir að Mos­fells­bær fái sér­fræð­inga í gróð­ur- og jarð­vegseyð­ingu hjá Land­græðslu rík­is­ins til að gera út­tekt á gróð­ur- og jarð­vegs­rofi á vatns­vernd­ar­svæð­um og vatna­sviði vatns­falla í Mos­fells­bæ. Vanda­mál­ið er áber­andi á vatna­sviði Var­már og Köldu­kvísl­ar og á vatns­vernd­ar­svæð­um í Mos­fells­dal.
              Til­gang­ur­inn er að kort­leggja vand­ann og gera drög að að­gerð­um til að stöðva rof­ið í sveit­ar­fé­lag­inu.

              Til­löguflytj­andi dreg­ur til­lög­una til baka þar sem til­lög­unni er að hluta til mætt í fjár­hags­áætlun.

              7. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um meiri sýni­leika nátt­úru­vernd­ar­verk­efna í fjár­hags­áætlun
              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að fjár­mála­stjóra og um­hverf­is­sviði verði fal­ið að end­ur­skoða í sam­ein­ingu fram­setn­ingu á nátt­úru­vernd­ar­verk­efn­um í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og þá sér í lagi bók­halds­lykl­ana sem not­að­ir eru til að skil­greina út­gjaldalið­ina. Til­gang­ur­inn er að gera áætl­un­ina gegn­særri og tryggja að þessi mik­il­vægi þátt­ur í starf­semi um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­nefnd­ar týn­ist ekki.

              Fram kem­ur máls­með­ferð­ar­til­laga um að vísa til­lög­unni til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar næsta árs.

              Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

              For­seti bar til­lögu að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2017-2020 upp í heild sinni. Fjár­hags­áætl­un­in var sam­þykkt með sjö at­kvæð­um full­trúa V-, D- og M- lista. Bæj­ar­full­trú­ar S- lista sitja hjá.

              -------------------------------------------------------------------
              Bók­un V- og D-lista vegna fjár­hags­áætl­un­ar
              Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2017 ber þess merki að þjón­usta sveit­ar­fé­lags­ins við íbú­ana er aukin sam­fara því að skatt­ar og gjöld lækka. Grunn­fjár­hæð frí­stunda­á­vís­un­ar hækk­ar um rúm 18% og stofn­un ung­menna­húss verð­ur veitt braut­ar­gengi í sam­starfi við Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar. Einn­ig er gert ráð fyr­ir að veita veru­leg­um fjár­mun­um til að auka þjón­ustu við börn 1-2ja ára. Auk þessa verð­ur tón­list­ar­kennsla Lista­skól­ans inni í grunn­skól­un­um efld svo fleiri nem­end­ur eigi þess kost að stunda tón­list­ar­nám.
              Bæj­ar­stjórn hef­ur sam­þykkt að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars lækki og einn­ig verða álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda lækk­uð. Þann­ig er tryggt að all­ir geti með ein­hverj­um hætti not­ið góðs af betra rekstr­ar­um­hverfi sveit­ar­fé­lags­ins. Ekki er gert ráð fyr­ir hækk­un gjald­skráa al­mennt, fyr­ir veitta þjón­ustu s.s. leik­skóla­gjalda, og eru gjald­skrár því að lækka að raun­gildi. Sveit­ar­fé­lag­ið veit­ir afar mik­il­væga nær­þjón­ustu til íbú­anna og megin­á­hersl­ur í fjár­hags­áætlun árs­ins 2017 eru hér eft­ir sem hing­að til að standa vörð um grunn- og vel­ferð­ar­þjón­ustu bæj­ar­ins.
              Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn ábyrg­ur. Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins er vel við­un­andi, mið­að við þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum, sam­fara mikl­um vexti bæj­ar­ins og fjölg­un íbúa. Upp­bygg­ing inn­viða held­ur áfram og stærsta verk­efn­ið framund­an er skóla­bygg­ing í Helga­fellslandi en gert er ráð fyr­ir að fyrsti áfangi skól­ans verði tek­inn í notk­un haust­ið 2018. Kostn­að­ar­áætlun þess áfanga er um 1.250 mkr. en heild­ar­kostn­að­ur full­byggðs skóla er um 3.500 mkr. Hér er því um afar stórt verk­efni að ræða sem mik­il­vægt er að halda vel utan um á næstu árum.
              Mos­fells­bær er fyr­ir­mynd ann­arra sveit­ar­fé­laga þeg­ar kem­ur að áhersl­um og inn­leið­ingu á hug­mynda­fræði um heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Í þeim efn­um hef­ur bær­inn tek­ið for­ystu og mun halda áfram á sömu braut. Einn­ig mun bæj­ar­fé­lag­ið halda áfram að hlúa vel að um­hverfi og nátt­úru bæj­ar­ins og í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir sér­stök­um lið til að sinna frið­lýst­um svæð­um.
              Mik­il og ötul vinna fer í fjár­hags­áætl­un­ar­gerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af bæj­ar­stjóra, fjár­mála­stjóra, fram­kvæmda­stjór­um og for­stöðu­mönn­um. Við vilj­um þakka öllu því góða starfs­fólki, sem og full­trú­um í nefnd­um og ráð­um, fyr­ir afar óeig­ingjarnt starf við að koma þess­ari áætlun sam­an.

              Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar
              Íbúa­hreyf­ing­in hef­ur ákveð­ið að sam­þykkja fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020. Áætl­un­in er meiri­hlut­ans en hún gef­ur vís­bend­ingu um betri tíð og blóm í haga í Mos­fells­bæ, auk þess sem kom­ið hef­ur ver­ið til móts við til­lög­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í mik­il­væg­um mál­um á milli um­ræðna.
              Sigrún H Páls­dótt­ir

              Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við fjár­hags­áætlun
              Í fjár­hags­áætlun árs­ins 2017 sem af­greidd er nú úr bæj­ar­stjórn eft­ir seinni um­ræðu er ým­is­legt sem er til hags­bóta fyr­ir íbúa Mos­fells­bæj­ar og sam­mæli rík­ir um inn­an bæj­ar­stjórn­ar. Sam­fylk­ing­in lagði fram nokkr­ar til­lög­ur við fyrri um­ræðu sem því mið­ur fengu flest­ar litl­ar sem eng­ar und­ir­tekt­ir. Þó skal því hald­ið til haga að máls­með­ferð­ar­til­laga kom fram um eina til­lög­una sem Sam­fylk­ing­in gat sætt sig við og greiddi at­kvæði með henni.
              Und­ir­rit­að­ir bæj­ar­full­trú­ar telja lækk­un út­svars­pró­sentu mis­ráðna. Hún bæt­ir stöðu al­mennra bæj­ar­búa ekki að neinu marki eins og kom fram í bók­un okk­ar við ákvörð­un um lækk­un­ina á sín­um tíma og er nei­kvæð fyr­ir bæj­ar­sjóð. Lækk­un út­svars á sama tíma og ýmis brýn verk­efni kalla á fjár­magn eins og t.d. að bæta hag barna­fjöl­skyldna sbr. til­lög­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við seinni um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar er ósam­rýman­leg póli­tísku er­indi jafn­að­ar­manna.
              Af þeim or­sök­um sitja bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hjá við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar.
              Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
              Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

            • 7. desember 2016

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #684

              Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020 lögð fram.

              Af­greiðsla 202. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 684. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 7. desember 2016

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #684

              Far­ið yfir stöðu fjár­hags­áætl­un­ar.

              Af­greiðsla 1284. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 684. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 1. desember 2016

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1284

              Far­ið yfir stöðu fjár­hags­áætl­un­ar.

              Lagt fram.

              • 29. nóvember 2016

                Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar #202

                Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020 lögð fram.

                Lagt fram.

                • 23. nóvember 2016

                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                  Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Af­greiðsla 205. fund­ar íþrótta-og tóm­stund­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  • 23. nóvember 2016

                    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                    Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020 lögð fram ásamt til­lög­um sem komu fram við fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 9. nóv­em­ber sl.

                    Af­greiðsla 329. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                    • 23. nóvember 2016

                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                      Fjár­hags­áætlun fjöl­skyldu­sviðs 2017.

                      Af­greiðsla 249. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                      • 23. nóvember 2016

                        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                        Um­sagn­ir fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu- og fræðuslu­sviðs vegna til­lagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæj­ar­ráðs 20. októ­ber sl. lagð­ar fram.

                        Af­greiðsla 1282. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                        • 23. nóvember 2016

                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                          Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir skipu­lags­nefnd lögð fram til kynn­ing­ar. Fyrri um­ræða um fjár­hags­áætlun fór fram í bæj­ar­stjórn 9. nóv­em­ber sl.

                          Af­greiðsla 424. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                          • 23. nóvember 2016

                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                            Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd lögð fram til kynn­ing­ar

                            Af­greiðsla 59. fund­ar þró­un­ar-og ferða­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                            • 23. nóvember 2016

                              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

                              Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir um­hverf­is­deild lögð fram til kynn­ing­ar.

                              Af­greiðsla 172. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 683. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                              Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
                              Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tek­ur und­ir þau sjón­ar­mið og til­lög­ur sem koma fram í bók­un full­trúa M-lista í um­hverf­is­nefnd en þar er fjallað um nauð­syn þess að verja meira fé til nátt­úru­vernd­ar í Mos­fells­bæ, leita eft­ir sér­fræði­að­stoð í tengsl­um við fram­kvæmd­ir á nátt­úru­svæð­um, hefja vinnu við að hefta lúpínu, bjarn­arkló og skóg­ar­kerf­il, kynna bet­ur frið­lýst svæði og vekja áhuga íbúa á nátt­úru sveit­ar­fé­lags­ins með dreif­ingu fræðslu­efn­is.
                              Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur ekki nægja að ein­skorða fjár­stuðn­ing á sviði nátt­úru­vernd­ar­mála við frið­lýst svæði. Það þarf að hlúa að nátt­úru­svæð­um í byggð því það eru svæð­in sem íbú­ar nota til úti­vist­ar dags­dag­lega.

                              Bók­un full­trúa V- og D- lista
                              Full­trú­ar V- og D- lista eru sam­mála því að nátt­úru­vernd sé mjög mik­il­vægt mál­efni. Mos­fells­bær legg­ur mikla áherslu á nátt­úru­vernd, heilsu­efl­ingu og úti­vist. Í bæn­um er fjöldi op­inna svæða, leik­svæða og mik­ill fjöldi göngu­stíga og stik­aðra göngu­leiða. Fjölda verk­efna er lúta að nátt­úr­vernd er því sinnt af hálfu bæj­ar­ins þó þau beri ekki þetta heiti í fjár­hags­áætlun. Ít­rekað er að mik­il sér­fræði­þekk­ing er til stað­ar inn­an um­hverf­is­sviðs en þar starf­ar fært fólk með marg­vís­lega mennt­un t.d skipu­lags­fræð­ing­ur, lands­lags­arki­tekt, garð­yrkju­fræð­ing­ur, verk­fræð­ing­ur og líf­fræð­ing­ur. Þeg­ar þörf er á er einn­ig leitað utan að kom­andi rágjaf­ar.

                              Um­hverf­is­nefnd ít­rek­aði af­stöðu sína til þess að aukn­ir fjár­mun­ir verði sett­ir í frið­lýst svæði og taka bæj­ar­full­trú­ar V- og D- lista und­ir þá af­stöðu.

                              • 18. nóvember 2016

                                Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #249

                                Fjár­hags­áætlun fjöl­skyldu­sviðs 2017.

                                Fjár­hags­áætlun fjöl­skyldu­sviðs 2017 lögð fram. Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs kynnti áætl­un­ina og í kjöl­far þess var um­ræða um ein­staka þætti þjón­ust­unn­ar.

                                • 17. nóvember 2016

                                  Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #172

                                  Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir um­hverf­is­deild lögð fram til kynn­ing­ar.

                                  Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti drög að fjár­hags­áætlun fyr­ir mála­flokk 11 fyr­ir um­hverf­is­nefnd. Um­ræð­ur og fyr­ir­spurn­ir.

                                  Um­hverf­is­nefnd ít­rek­ar fyrri bók­un sína um að frek­ara fjár­magn verði veitt til frið­aðra svæða í Mos­fells­bæ.

                                  Bók­un full­trúa M-lista:
                                  Nátt­úru­vernd mun vera með þeim mik­il­væg­ustu mál­efn­um í fram­tíð­inni. Heil­brigð og óskemmt nátt­úra er for­senda alls lífs á jörðu.
                                  Full­trúi M- list­ans í Um­hverf­is­nefnd lýs­ir undr­un sinni yfir því að í fjár­hags­áætlun sé ekki gert ráð fyr­ir að veita fjár­magni til að stuðla að auk­inni nátt­úru­vernd.
                                  Til­laga full­trúa Íbú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar er á þann hátt að ákveð­in fjár­hæð sé veitt ár­lega til að stuðla að auk­inni nátt­úru­vernd. Í þeim flokki gæti ver­ið m.a.:
                                  - Sér­fræði­að­stoð við að hanna og búa til var­an­lega göngu­stíga þann­ig að nátt­úr­an læt­ur ekki á sjá vegna auk­ins ágangs manna. Dæmi eru göngu­leið­ir upp á Úlfars­fell og stíg­ur með­fram Var­mánni. Fag­leg ráð­gjöf frá stofn­un­um á sviði land­græðslu, fiski- og veiði­mála, nátt­úru­stof­um o.fl. eru mjög brýn svo að rétt sé far­ið að og fjár­magn nýt­ist sem best.
                                  - Stöðvun ágengra teg­unda (skóg­ar­kerfill, bjarn­arkló og lúpína) með vist­væn­um hætti. Þetta er lang­tíma­verk­efni.
                                  - Frið­lýstu svæð­in í Mos­fells­bæn­um þurfa að fá betri kynn­ingu og bætt að­gengi þann­ig að bæj­ar­bú­ar séu með­vit­að­ir um þær ger­sem­ar sem eru að finna inn­an bæj­ar­marka.
                                  - Búa til og dreifa fræðslu­efni um mik­il­vægi nátt­úru­vernd­ar til að koma á virk­um um­ræð­um hjá bæj­ar­bú­un­um um þessi mik­il­vægu mál sem munu skipa æ stærri sess í fram­tíð mann­kyns­ins.

                                • 17. nóvember 2016

                                  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1282

                                  Um­sagn­ir fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu- og fræðuslu­sviðs vegna til­lagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæj­ar­ráðs 20. októ­ber sl. lagð­ar fram.

                                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­um M-lista til síð­ari um­ræðu um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn 7. des­em­ber nk.

                                  • 16. nóvember 2016

                                    Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd #59

                                    Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd lögð fram til kynn­ing­ar

                                    Lagt fram.

                                    • 16. nóvember 2016

                                      Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #329

                                      Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020 lögð fram ásamt til­lög­um sem komu fram við fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 9. nóv­em­ber sl.

                                      Fjár­hags­áæltl­un­in fyr­ir 2017 kynnt af fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og for­stöðu­mönn­um sviðs­ins. Fræðslu­nefnd þakk­ar öll­um þeim sem komu að gerð áætl­un­ar­inn­ar.

                                      • 15. nóvember 2016

                                        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #424

                                        Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir skipu­lags­nefnd lögð fram til kynn­ing­ar. Fyrri um­ræða um fjár­hags­áætlun fór fram í bæj­ar­stjórn 9. nóv­em­ber sl.

                                        Lagt fram. Um­ræð­ur um mál­ið.

                                      • 10. nóvember 2016

                                        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar #205

                                        Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 fyr­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd lögð fram til kynn­ing­ar.

                                        Drög að fjár­hags­áætlun 2017 Lögð fram: fram­kvæmd­ar­stjóri kynnti helstu liði á fjár­hags­áætlun fræðslu-og frí­stunda­sviðs sviðs­ins

                                      • 9. nóvember 2016

                                        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #682

                                        Lögð fram drög að fjár­hagáætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020.

                                        Af­greiðsla 1279. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 682. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                        • 9. nóvember 2016

                                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #682

                                          Bæj­ar­ráð vís­aði á 1279. fundi sín­um 27. októ­ber sl. drög­um að fjár­hags­áætlun 2017-2020 til fyrri um­ræðu á fund bæj­ar­stjórn­ar 9. nóv­em­ber 2016.

                                          Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, (LU), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

                                          Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu á fundi 3. nóv­em­ber sl.

                                          For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

                                          Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2017
                                          1. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að fé­lags­leg heima­þjón­usta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni end­ur­gjalds­laust.
                                          Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

                                          2. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að á fjár­hags­áætlun árs­ins 2017 verði gert ráð fyr­ir ein­hverj­um fjár­mun­um und­ir liðn­um ófyr­ir­séð til að unnt verði að hefja úr­bóta­vinnu strax við upp­haf næsta skóla­árs skv. vænt­an­legri úr­vinnslu til­lagna í skýrslu vinnu­hóps um sér­fræði­þjón­ustu frá ár­inu 2012, sem fræðslu­nefnd áætl­ar að vinna úr á ár­inu 2017.

                                          3. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að leik­skóla­gjöld verði lækk­uð á kom­andi ári þann­ig að al­mennt gjald, án fæð­is­gjalds, fyr­ir 8 stunda vist­un verði 21.550 krón­ur. Þann­ig verði heild­ar­gjald fyr­ir leik­skóla­vist­un í 8 tíma 30.000 krón­ur. Gjald­skrá­in taki breyt­ing­um að öðru leyti í sam­ræmi við fram­an­greint.
                                          Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi breyt­ing hefði á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

                                          4. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að í grunn­skól­um bæj­ar­ins verði börn­um boð­ið end­ur­gjalds­laust upp á hafra­graut í upp­hafi dags eins og gert er víða.
                                          Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að kanna með hvaða hætti þessi þjón­usta er veitt ann­ars stað­ar og fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

                                          Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
                                          Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

                                          Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2017

                                          1. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að auka svigrúm fjöl­skyldu­sviðs til styrk­veit­inga
                                          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að gert verði ráð fyr­ir því í fjár­hags­áætlun 2017 að fjöl­skyldu­svið fái auk­ið svigrúm til að styrkja hjálp­ar­sam­tök eins og Kvenna­at­hvarf­ið og Stíga­mót en það eru sam­tök sem veita Mos­fell­ing­um mikla og góða þjón­ustu.

                                          2. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un tekju­við­miðs vegna dag­gæslu
                                          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að það tekju­við­mið sem stuðst er við þeg­ar við­bót­arnið­ur­greiðsla fyr­ir dag­gæslu barna í heima­húsi er ákvörð­uð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Til­lag­an kom fyrst fram á fundi bæj­ar­ráðs nr. 1246 4. fe­brú­ar 2016 og var vísað til fjár­hags­áætl­un­ar 2017.
                                          Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að fræðslu­sviði verði fal­ið að meta áhrif til­lög­unn­ar með hlið­sjón af því greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem nú er við­haft og kostn­að­inn sem breyt­ing­in hefði í för með sér fyr­ir bæj­ar­sjóð.

                                          3. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fjár­hags­að­stoð­ar til ein­stak­linga
                                          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fjöl­skyldu­sviði verði fal­ið að meta fjár­hags­leg áhrif þeirr­ar til­lögu að hækka upp­hæð um fjár­hags­að­stoð ein­stak­linga sem búa með öðr­um en for­eldr­um og njóta þar með hag­ræð­is af sam­eig­in­legu heim­il­is­haldi upp í 75% af heild­ar­upp­hæð. Fram­lag­ið var lækkað í 50% að til­lögu fjöl­skyldu­sviðs og með sam­þykki meiri­hluta í bæj­ar­stjórn 9. sept­em­ber 2015.
                                          100% fjár­hags­að­stoð er langt und­ir fram­færslu­við­miði og kem­ur lækk­un­in því hart nið­ur á þeim sem eru henni háð­ir.

                                          4. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um út­gáfu hand­bók­ar um fram­kvæmd­ir á nátt­úru­svæð­um
                                          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að fjár­hags­áætlun þessa árs geri ráð fyr­ir út­gáfu leið­bein­inga um fram­kvæmd­ir á nátt­úru­svæð­um. Verk­efn­ið útheimt­ir að­komu sér­fræð­inga á fag­stofn­un­um á sviði land­græðslu, um­hverf­is- og veiði­mála og þarf áætl­að­ur kostn­að­ur við verk­efn­ið að taka mið af því.
                                          Til­gang­ur­inn með út­gáfu hand­bók­ar­inn­ar er að koma í veg fyr­ir að dýr­mætri nátt­úru sveit­ar­fé­lags­ins sé spillt. Fyr­ir hönd­um er mik­il upp­bygg­ing i Mos­fells­bæ og verk­efn­ið því að­kallandi.

                                          5. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að stöðva út­breiðslu ágengra teg­unda í þétt­býli
                                          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að í fjár­hags­áætlun 2017 verði gert ráð fyr­ir að haf­ist verði handa við að stöðva út­breiðslu ágengra teg­unda í þétt­býli í Mos­fells­bæ. Verk­efn­ið er búið að vera í far­vatn­inu lengi og Land­græðsla rík­is­ins búin að kort­leggja vanda­mál­ið að beiðni Mos­fells­bæj­ar.
                                          Til­gang­ur­inn er að fegra um­hverfi Mos­fells­bæj­ar og vinna gegn eins­leitni og fækk­un plöntu­teg­unda í Mos­fells­bæ.

                                          6. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að fá Land­græðsl­una til að gera út­tekt á rofi lands á vatns­vernd­ar­svæð­um og við ár í Mos­fells­bæ
                                          Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að fjár­hags­áætlun 2017 geri ráð fyr­ir að Mos­fells­bær fái sér­fræð­inga í gróð­ur- og jarð­vegseyð­ingu hjá Land­græðslu rík­is­ins til að gera út­tekt á gróð­ur- og jarð­vegs­rofi á vatns­vernd­ar­svæð­um og vatna­sviði vatns­falla í Mos­fells­bæ. Vanda­mál­ið er áber­andi á vatna­sviði Var­már og Köldu­kvísl­ar og á vatns­vernd­ar­svæð­um í Mos­fells­dal.
                                          Til­gang­ur­inn er að kort­leggja vand­ann og gera drög að að­gerð­um til að stöðva rof­ið í sveit­ar­fé­lag­inu.

                                          Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með níu at­kvæð­um að vísa öll­um fram­an­greind­um til­lög­um til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2017-2020 á næsta fund bæj­ar­stjórn­ar.

                                          Jafn­framt sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu á fund bæj­ar­stjórn­ar hinn 7. des­em­ber nk.

                                          • 27. október 2016

                                            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1279

                                            Lögð fram drög að fjár­hagáætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020.

                                            Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

                                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­um að fjár­hags­áætlun 2017-2020 til fyrri um­ræðu á næsta fund bæj­ar­stjórn­ar hinn 9. nóv­em­ber næst­kom­andi.

                                            • 26. október 2016

                                              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #681

                                              Kynnt staða vinnu við fjár­hags­áætlun.

                                              Af­greiðsla 1278. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 681. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                              • 26. október 2016

                                                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #681

                                                Lögð fram drög að áætlun um eign­færð­ar fram­kvæmd­ir ásamt gatna­gerð­ar­fram­kvæmd­um.

                                                Af­greiðsla 1277. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 681. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                • 20. október 2016

                                                  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1278

                                                  Kynnt staða vinnu við fjár­hags­áætlun.

                                                  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un tekju­við­miðs vegna dag­gæslu
                                                  Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að það tekju­við­mið sem stuðst er við þeg­ar við­bót­arnið­ur­greiðsla fyr­ir dag­gæslu barna í heima­húsi er ákvörð­uð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Til­lag­an kom fyrst fram á fundi bæj­ar­ráðs nr. 1246 4. fe­brú­ar 2016 og var vísað til fjár­hags­áætl­un­ar 2017.
                                                  Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að fræðslu­sviði verði fal­ið að meta áhrif til­lög­unn­ar með hlið­sjón af því greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem nú er við­haft og kostn­að­inn sem breyt­ing­in hefði í för með sér fyr­ir bæj­ar­sjóð.

                                                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og sú um­sögn verði tekin til um­ræðu í tengsl­um við fjár­hags­áætlana­gerð 2017.

                                                  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fjár­hags­að­stoð­ar til ein­stak­linga
                                                  Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fjöl­skyldu­sviði verði fal­ið að meta fjár­hags­leg áhrif þeirr­ar til­lögu að hækka upp­hæð um fjár­hags­að­stoð ein­stak­linga sem búa með öðr­um en for­eldr­um og njóta þar með hag­ræð­is af sam­eig­in­legu heim­il­is­haldi upp í 75% af heild­ar­upp­hæð. Fram­lag­ið var lækkað í 50% að til­lögu fjöl­skyldu­sviðs og með sam­þykki meiri­hluta í bæj­ar­stjórn 9. sept­em­ber 2015.
                                                  100% fjár­hags­að­stoð er langt und­ir fram­færslu­við­miði og kem­ur lækk­un­in því hart nið­ur á þeim sem eru henni háð­ir.

                                                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og sú um­sögn verði tekin til um­ræðu í tengsl­um við fjár­hags­áætlana­gerð 2017.

                                                  Bæj­ar­stjóri kynnti stöðu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2017.

                                                  • 13. október 2016

                                                    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1277

                                                    Lögð fram drög að áætlun um eign­færð­ar fram­kvæmd­ir ásamt gatna­gerð­ar­fram­kvæmd­um.

                                                    Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, og Ósk­ar Gísli Sveins­son (ÓGS), deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

                                                    Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra varð­andi vinnu við fjár­hags­áælt­un 2017. Jafn­framt lagt fram yf­ir­lit um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir.

                                                  • 12. október 2016

                                                    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #680

                                                    Drög að íbúa­spá lögð fyr­ir bæj­ar­ráð.

                                                    Af­greiðsla 1275. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 680. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                    • 29. september 2016

                                                      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1275

                                                      Drög að íbúa­spá lögð fyr­ir bæj­ar­ráð.

                                                      Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

                                                      Drög að nýrri íbúa­spá rædd og lögð fram.

                                                      • 28. september 2016

                                                        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #679

                                                        Lagt fram minn­is­blað um vinnu við fjár­hagáætlun.

                                                        Af­greiðsla 1274. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 679. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                        • 22. september 2016

                                                          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1274

                                                          Lagt fram minn­is­blað um vinnu við fjár­hagáætlun.

                                                          Lagt fram.

                                                          • 6. júlí 2016

                                                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #675

                                                            Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynna drög að dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun.

                                                            Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
                                                            Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar áskil­ur sér rétt til að bera upp til­lög­ur um áherslu­breyt­ing­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2017.
                                                            Það er af­staða Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar að bæj­ar­stjórn ætti að gefa íbú­um færi á að taka þátt í gerð fjár­hags­áætl­un­ar, s.s. að velja verk­efni og hafa áhrif á mót­un um­hverf­is í sínu hverfi. Sömu­leið­is að hafa nefnd­irn­ar með í ráð­um strax á und­ir­bún­ings­stigi.
                                                            Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að um­sagn­ir fram­kvæmda­stjóra sviða liggi fyr­ir áður en kem­ur að 1. um­ræðu og þakk­ar fyr­ir góð­ar und­ir­tekt­ir bæj­ar­ráðs þar að lút­andi.

                                                            Bók­un V- og D-lista
                                                            Gerð fjár­hags­áætl­un­ar er eitt af allra mik­il­væg­ustu verk­efn­um sveit­ar­stjórn­ar enda er hún stjórn­tæki sem stuðst skal við í öll­um rekstri bæj­ar­ins. Stöð­ugt er unn­ið að úr­bót­um í verklagi í tengsl­um við fjár­hags­áætl­un­ar­gerð.
                                                            Í tengsl­um við lýð­ræð­is­stefnu og fram­kvæmda­áætlun henn­ar er fjallað sér­stak­lega um hvern­ig hægt sé að hvetja til þátt­töku íbúa í fjár­hags­áætl­un­ar­gerð.

                                                            Af­greiðsla 1264. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 675. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                            • 23. júní 2016

                                                              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1264

                                                              Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynna drög að dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun.

                                                              Drög að dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.