29. september 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Drög að íbúaspá lögð fyrir bæjarráð.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Drög að nýrri íbúaspá rædd og lögð fram.
2. Beiðni um endurgreiðslu hitaveitu fyrir Grænumýri 9201608823
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um beiðni um endurgreiðslu vegna Grænumýri 9.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila lækkun á vatnsnotkun Grænumýri 9 um sem nemur 392m3 til viðbótar við þá 100m3 lækkun sem gerð var á árinu 2013. Lækkunin færist til lækkunar reikninga Hitaveitu Mosfellsbæjar skv. núgildandi gjaldskrá.
3. Erindi um staðsetningu ljósastaura201609195
Erindi um staðsetningu ljósastaura við Æsustaðarveg.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Fulltrúi Mosfellsbæjar í verkefnahóp um Gljúfrastein201609384
Val á fulltrúa í verkefnahóp um Gljúfrastein.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipa bæjarstjóra Mosfellsbæjar í vinnuhóp til að undirbúa tillögur um framkvæmd þingsályktunartillögu um uppbyggingu Laxnessseturs að Gljúfrasteiní í Mosfellsbæ.