Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. október 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stórikriki - Síð­ari dóms­mál vegna Krika­skóla.201610036

    Kröfur vegna breytingar á Krikaskóla kynntar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að kanna hvort sátta­grund­völl­ur sé í mál­inu.

    • 2. Stofn­un Ung­menna­húss201512070

      Minnisblað um stofnun ungmennahús lagt fram.

      Linda Udengard (LU), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lögu að stofn­un ung­menna­húss til fjár­hags­áætl­un­ar 2017.

    • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

      Kynnt staða vinnu við fjárhagsáætlun.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un tekju­við­miðs vegna dag­gæslu
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að það tekju­við­mið sem stuðst er við þeg­ar við­bót­arnið­ur­greiðsla fyr­ir dag­gæslu barna í heima­húsi er ákvörð­uð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Til­lag­an kom fyrst fram á fundi bæj­ar­ráðs nr. 1246 4. fe­brú­ar 2016 og var vísað til fjár­hags­áætl­un­ar 2017.
      Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að fræðslu­sviði verði fal­ið að meta áhrif til­lög­unn­ar með hlið­sjón af því greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem nú er við­haft og kostn­að­inn sem breyt­ing­in hefði í för með sér fyr­ir bæj­ar­sjóð.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og sú um­sögn verði tekin til um­ræðu í tengsl­um við fjár­hags­áætlana­gerð 2017.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fjár­hags­að­stoð­ar til ein­stak­linga
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fjöl­skyldu­sviði verði fal­ið að meta fjár­hags­leg áhrif þeirr­ar til­lögu að hækka upp­hæð um fjár­hags­að­stoð ein­stak­linga sem búa með öðr­um en for­eldr­um og njóta þar með hag­ræð­is af sam­eig­in­legu heim­il­is­haldi upp í 75% af heild­ar­upp­hæð. Fram­lag­ið var lækkað í 50% að til­lögu fjöl­skyldu­sviðs og með sam­þykki meiri­hluta í bæj­ar­stjórn 9. sept­em­ber 2015.
      100% fjár­hags­að­stoð er langt und­ir fram­færslu­við­miði og kem­ur lækk­un­in því hart nið­ur á þeim sem eru henni háð­ir.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og sú um­sögn verði tekin til um­ræðu í tengsl­um við fjár­hags­áætlana­gerð 2017.

      Bæj­ar­stjóri kynnti stöðu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2017.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05