20. október 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla.201610036
Kröfur vegna breytingar á Krikaskóla kynntar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að kanna hvort sáttagrundvöllur sé í málinu.
2. Stofnun Ungmennahúss201512070
Minnisblað um stofnun ungmennahús lagt fram.
Linda Udengard (LU), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögu að stofnun ungmennahúss til fjárhagsáætlunar 2017.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Kynnt staða vinnu við fjárhagsáætlun.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun tekjuviðmiðs vegna daggæslu
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla fyrir daggæslu barna í heimahúsi er ákvörðuð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Tillagan kom fyrst fram á fundi bæjarráðs nr. 1246 4. febrúar 2016 og var vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Íbúahreyfingin leggur til að fræðslusviði verði falið að meta áhrif tillögunnar með hliðsjón af því greiðslufyrirkomulagi sem nú er viðhaft og kostnaðinn sem breytingin hefði í för með sér fyrir bæjarsjóð.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og sú umsögn verði tekin til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2017.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun fjárhagsaðstoðar til einstaklinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fjölskyldusviði verði falið að meta fjárhagsleg áhrif þeirrar tillögu að hækka upphæð um fjárhagsaðstoð einstaklinga sem búa með öðrum en foreldrum og njóta þar með hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi upp í 75% af heildarupphæð. Framlagið var lækkað í 50% að tillögu fjölskyldusviðs og með samþykki meirihluta í bæjarstjórn 9. september 2015.
100% fjárhagsaðstoð er langt undir framfærsluviðmiði og kemur lækkunin því hart niður á þeim sem eru henni háðir.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og sú umsögn verði tekin til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2017.
Bæjarstjóri kynnti stöðu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.