17. nóvember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf201611013
Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
2. Umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald201611030
Ósk um umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Meðfylgjandi er jafnframt umsögn Sambands íslenska sveitarfélaga.
Lagt fram.
3. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Lagt fram minnisblað og samkomulagsdrög vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Byggingarfélagið Bakka ehf. um úthlutun lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2016201601138
Óskað er heimildar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum í lánssamningi nr. 1611_48. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. og til fjármögnunar hluta framkvæmda við skóla- og íþróttamannvirkja, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Umsagnir framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðuslusviðs vegna tillagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæjarráðs 20. október sl. lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögum M-lista til síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn 7. desember nk.
6. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða201412356
Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, eða starfsmönnum þjónustuvers í hans umboði, fullt og óskorað umboð til að veita leyfi til hænsnahalds í samræmi við 2. gr. samþykktar Mosfellsbæjar nr. 971/2015 um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og til að afturkalla slík leyfi samkvæmt 8. gr. sömu samþykktar.
7. Ósk um tilnefningu formanns stjórnar Skálatúns201611112
Ósk um tilnefningu frá Mosfellsbæ um formann stjórnar Skálatúns.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
8. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða201610292
Meðfylgjandi er umsögn sem sambandið hefur látið velferðarráðuneytinu í té um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.
Lagt fram.
9. Neytendasamtökin styrkbeiðni fyrir 2017201611105
Neytendasamtökin styrkbeiðni fyrir 2017
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
10. Ályktun grunnskólakennara í Mosfellsbæ til bæjaryfirvalda201611067
Ályktun afhent bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ 7.nóvember frá grunnskólakennurum í Mosfellsbæ
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir áhyggjum sínum á þeirri stöðu sem komin er í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin eftir að samningar hafa í tvígang verið felldir. Bæjaráð hvetur samninganefndir sveitarfélaga og kennara til að ná saman sem fyrst enda mikilvægt að sátt ríki um þessi mikilvægu störf.