Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. nóvember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Borg­ar­leik­húss - ósk um stuðn­ing og sam­st­arf201611013

    Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

  • 2. Um­sögn um drög að reglu­gerð um veit­inga­staði, gisti­staði og skemmt­ana­hald201611030

    Ósk um umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Meðfylgjandi er jafnframt umsögn Sambands íslenska sveitarfélaga.

    Lagt fram.

  • 3. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

    Lagt fram minnisblað og samkomulagsdrög vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakka ehf. um út­hlut­un lóða við Þver­holt 21-23 og 27-29 á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga og út­hlut­un­ar­skil­mála.

    • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2016201601138

      Óskað er heimildar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð 300.000.000 kr. í sam­ræmi við sam­þykkta skil­mála lán­veit­ing­ar­inn­ar sem liggja fyr­ir fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 1611_48. Til trygg­ing­ar lán­inu standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Er lán­ið tek­ið til að end­ur­fjármagna af­borg­an­ir lána sveit­ar­fé­lags­ins hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. og til fjár­mögn­un­ar hluta fram­kvæmda við skóla- og íþrótta­mann­virkja, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

      Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga ohf. sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari.

    • 5. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

      Umsagnir framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðuslusviðs vegna tillagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæjarráðs 20. október sl. lagðar fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­um M-lista til síð­ari um­ræðu um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn 7. des­em­ber nk.

      • 6. Sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða201412356

        Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að veita um­hverf­is­stjóra Mos­fells­bæj­ar, eða starfs­mönn­um þjón­ustu­vers í hans um­boði, fullt og óskorað um­boð til að veita leyfi til hænsna­halds í sam­ræmi við 2. gr. sam­þykkt­ar Mos­fells­bæj­ar nr. 971/2015 um hænsna­hald í Mos­fells­bæ utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða og til að aft­ur­kalla slík leyfi sam­kvæmt 8. gr. sömu sam­þykkt­ar.

      • 7. Ósk um til­nefn­ingu formanns stjórn­ar Skála­túns201611112

        Ósk um tilnefningu frá Mosfellsbæ um formann stjórnar Skálatúns.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

      • 8. Um­sögn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga varð­andi lág­marks­í­búa­fjölda þjón­ustu­svæða201610292

        Meðfylgjandi er umsögn sem sambandið hefur látið velferðarráðuneytinu í té um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.

        Lagt fram.

      • 9. Neyt­enda­sam­tökin styrk­beiðni fyr­ir 2017201611105

        Neytendasamtökin styrkbeiðni fyrir 2017

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

      • 10. Álykt­un grunn­skóla­kenn­ara í Mos­fells­bæ til bæj­ar­yf­ir­valda201611067

        Ályktun afhent bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ 7.nóvember frá grunnskólakennurum í Mosfellsbæ

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir áhyggj­um sín­um á þeirri stöðu sem komin er í kjara­deilu kenn­ara við sveit­ar­fé­lög­in eft­ir að samn­ing­ar hafa í tvíg­ang ver­ið felld­ir. Bæj­aráð hvet­ur samn­inga­nefnd­ir sveit­ar­fé­laga og kenn­ara til að ná sam­an sem fyrst enda mik­il­vægt að sátt ríki um þessi mik­il­vægu störf.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:53