Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. nóvember 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Helga Kristín Auðunsdóttir 3. varamaður
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps201512340

  Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 12. október 2017 varðandi endurskoðun aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps. Frestað á 447.fund.

  Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið.

 • 2. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Álfs­nesvík201710282

  Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 20.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.

  Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið. Skipu­lags­nefnd bend­ir þó á og legg­ur áherslu á að vandað verði til verka við alla út­færslu verks­ins. Stærsta úti­vist­ar­svæði Mos­fells­bæj­ar og eitt fjöl­skrúð­ug­asta fugla­svæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er við Leir­vog­inn sem er í næsta ná­grenni við fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd í Álfs­nesvík.

 • 3. Að­al­skipu­lag Ölfuss 2010-2022 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi í landi Ár­bæj­ar, Ár­bær IV.201710288

  Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 24. október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar, Árbær IV.

  Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið.

 • 4. Knatt­hús að Varmá - breyt­ing á deili­skipu­lagi.201711041

  Skipulagsfulltrúi óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir því að hefja vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi Íþróttasvæðis við Varmá.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar skipu­lags­full­trúa að hefja vinnu við gerð breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi íþrótta­svæð­is við Varmá.

  • 5. Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, reit­ur 509-F - nýtt deili­skipu­lag.201710345

   Borist hefur erindi frá Ragnar Má Nikulássyni dags. 30. október 2017 varðandi gerð deiliskipulags fyrir reit 509-F við Langavatn.

   Skipu­lags­nefnd er já­kvæð og heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lagi.

  • 6. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal201407126

   Á 400. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Umhverfissviði falið að gera áætlun um heildarendurskoðun skipulags á svæðinu. Um er að ræða svæði með blandaðri landnotkun sunnan Þingvallavegar." Borist hefur nýtt erindi.

   Ekki hef­ur ver­ið ráð­ist í vinnu við heild­ar­end­ur­skoð­un skipu­lags á svæð­inu enda hef­ur áhersl­an und­an­farin miss­eri leg­ið í vinnu við deili­skipu­lag Þing­valla­veg­ar. Skipu­lags­nefnd get­ur á þess­um tíma­punkti ekki sagt til um það hvenær ráð­ist verð­ur í vinnu við heild­stætt deili­skipu­lag sunn­an Þing­valla­veg­ar.

   • 7. Haga­land 7 - Ósk um um­ráða­rétt yfir lóð­ar­skika201710075

    Borist hefur erindi frá Guðrúnu Þórarinsdóttur og Helga Pálssyni dags. okt. 2017 varðandi ósk um umráðarétt yfir lóðaskika við Hagaland 7.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs um mál­ið.

   • 8. Voga­tunga 75-77, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710203

    VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3. Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi fyrir húsum með flötu þaki en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir risþökum. Frestað á 447. fundi.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

   • 9. Urð­ar­holt 4 - fyr­ir­spurn um leyfi til að breyta skrif­stofu í íbúð­ar­hús­næði201710162

    Borist hefur erindi frá Húsunum í bænum dags. 13. október 2017 varðandi breytingu á skrifstofu í íbúð í húsinu að Urðaholti 4.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til af­greiðslu bygg­inga­full­trúa.

   • 10. Suð­urá - Ósk um bygg­ingu bíl­skúrs/vinnu­stofu.201710081

    Á 446. fundi skipulagsnefndar 13. október 2017 var gerð eftirfarandi bókun. "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Við nánari skoðun málsins hefur komið í ljós að Mosfellsbær er eini aðilinn sem grenndarkynna þarf málið fyrir. Skipulagsfulltrúi leggur til við skipulagsnefnd að málið verði meðhöndlað skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

   • 11. Bjark­ar­holt/Há­holt - nafn­gift­ir og núm­er lóða.201710256

    Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa varðandi nafngiftir og númer lóða við Bjarkarholt/Háholt. Frestað á 447. fundi.

    Frestað.

   • 12. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ.201502411

    Á 422.fundi skipulagsnefndar 18. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa og verkefnisstjóra garðyrkjudeildar falið að gera samantekt á stöðunni og leggja fram á næstunni."

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að skip­að­ur verði vinnu­hóp­ur um mál­ið sem skip­að­ur verði skipu­lags­full­trúa, um­hverf­is­stjóra og tveim­ur full­trú­um úr skipu­lags­nefnd.

    • 13. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

     Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 1. nóvember sl.

     Frestað.

    • 14. Eg­ils­mói 4 Mos­fells­dal - breyt­ing á deili­skipu­lagi.201708361

     Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags um stærðir lóða í Mosfellsdal en þar er miðað við að þéttleiki byggðar verði um 1 íbúð per. ha.' Borist hefur nýtt erindi. Frestað á 447. fundi.

     Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu.

     • 15. Bratta­hlíð 21 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710344

      Guðmundur Ingólfsson Þrastarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 202,3 m2, bílgeymsla 34,0 m2, 873,1 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem suð- austur horn hússins nær smávægilega út fyrir byggingarreit.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

     • 16. Kvísl­artunga 46, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710222

      Högni Jónsson Kvíslartungu 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka aukaíbúð á neðri hæð hússins nr. 46 við Kvíslartungu um 23,5 m2 í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna stækkunar aukaíbúðar um 23,5 m2.

      Synjað.

     Fundargerðir til staðfestingar

     • 17. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 22201711002F

      Lagt fram.

      • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 320201711009F

       Lagt fram.

       • 18.1. Ástu-Sólliljugata 11, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710071

        Guð­mund­ur Magni Helga­son Mið­stræti 12 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og innri fyr­ir­komualgs­breyt­ing­um á hús­inu nr. 11 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Heild­ar stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

       • 18.2. Ástu-Sólliljugata 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201708778

        Múr- og máln­ing­ar­þjón­ust­an Tungu­hálsi 17 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: íbúð 1.hæð 160,0 m2, bílg./geymsla 43.4 m2
        íbúð 2.hæð 105,1 m2 - 1087,3 m2

       • 18.3. Bratta­hlíð 21 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710344

        Guð­mund­ur Ing­ólfs­son Þrast­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús úr stein­steypu á lóð­inni nr. 21 við Bröttu­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Íbúð 202,3 m2, bíl­geymsla 34,0 m2, 873,1 m3.

       • 18.4. Desja­mýri 4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710348

        Braut­arg­il Há­túni 6 D Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um iðn­að­ar­hús­næði á lóð­inni nr. 4 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: 1. hæð 1000,0 m2, 2. hæð 514,0 m2, 7675,0 m3.

       • 18.5. Kvísl­artunga 46, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710222

        Högni Jóns­son Kvísl­artungu 46 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka auka­í­búð á neðri hæð húss­ins nr. 46 við Kvísl­artungu um 23,5 m2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

       • 18.6. Um­sókn um hækk­un gróð­ur­húsa - Reykja­dal 2 201611249

        Finn­ur I Her­manns­son sæk­ir um leyfi fyr­ir hækk­un á gróð­ur­hús­um, mats­hlut­um 06 og 07 að Reykja­dal 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð mats­hluta 06 eft­ir breyt­ingu 840,0 m2, 3533,0 m3.
        Stærð mats­hluta 07 eft­ir breyt­ingu 328,0 m2, 1311,0 m3.
        Er­ind­ið hef­ur ver­ið grennd­arkynnt en eng­ar at­huga­semd­ir borist.

       • 18.7. Skála­tún 3a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201709038

        Skála­túns­heim­il­ið í Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að inn­rétta hluta húss­ins nr. 3A við Skála­tún sem skóla­hús­næði fyr­ir börn með þroskafrávik í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00