10. nóvember 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Helga Kristín Auðunsdóttir 3. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps201512340
Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 12. október 2017 varðandi endurskoðun aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps. Frestað á 447.fund.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Álfsnesvík201710282
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 20.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið. Skipulagsnefnd bendir þó á og leggur áherslu á að vandað verði til verka við alla útfærslu verksins. Stærsta útivistarsvæði Mosfellsbæjar og eitt fjölskrúðugasta fuglasvæði á höfuðborgarsvæðinu er við Leirvoginn sem er í næsta nágrenni við fyrirhugaða framkvæmd í Álfsnesvík.
3. Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022 - breyting á aðalskipulagi í landi Árbæjar, Árbær IV.201710288
Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 24. október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar, Árbær IV.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
4. Knatthús að Varmá - breyting á deiliskipulagi.201711041
Skipulagsfulltrúi óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir því að hefja vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi Íþróttasvæðis við Varmá.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi íþróttasvæðis við Varmá.
5. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Borist hefur erindi frá Ragnar Má Nikulássyni dags. 30. október 2017 varðandi gerð deiliskipulags fyrir reit 509-F við Langavatn.
Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
6. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal201407126
Á 400. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Umhverfissviði falið að gera áætlun um heildarendurskoðun skipulags á svæðinu. Um er að ræða svæði með blandaðri landnotkun sunnan Þingvallavegar." Borist hefur nýtt erindi.
Ekki hefur verið ráðist í vinnu við heildarendurskoðun skipulags á svæðinu enda hefur áherslan undanfarin misseri legið í vinnu við deiliskipulag Þingvallavegar. Skipulagsnefnd getur á þessum tímapunkti ekki sagt til um það hvenær ráðist verður í vinnu við heildstætt deiliskipulag sunnan Þingvallavegar.
7. Hagaland 7 - Ósk um umráðarétt yfir lóðarskika201710075
Borist hefur erindi frá Guðrúnu Þórarinsdóttur og Helga Pálssyni dags. okt. 2017 varðandi ósk um umráðarétt yfir lóðaskika við Hagaland 7.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.
8. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3. Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi fyrir húsum með flötu þaki en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir risþökum. Frestað á 447. fundi.
Nefndin samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
9. Urðarholt 4 - fyrirspurn um leyfi til að breyta skrifstofu í íbúðarhúsnæði201710162
Borist hefur erindi frá Húsunum í bænum dags. 13. október 2017 varðandi breytingu á skrifstofu í íbúð í húsinu að Urðaholti 4.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu byggingafulltrúa.
10. Suðurá - Ósk um byggingu bílskúrs/vinnustofu.201710081
Á 446. fundi skipulagsnefndar 13. október 2017 var gerð eftirfarandi bókun. "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Við nánari skoðun málsins hefur komið í ljós að Mosfellsbær er eini aðilinn sem grenndarkynna þarf málið fyrir. Skipulagsfulltrúi leggur til við skipulagsnefnd að málið verði meðhöndlað skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
11. Bjarkarholt/Háholt - nafngiftir og númer lóða.201710256
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa varðandi nafngiftir og númer lóða við Bjarkarholt/Háholt. Frestað á 447. fundi.
Frestað.
12. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Á 422.fundi skipulagsnefndar 18. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa og verkefnisstjóra garðyrkjudeildar falið að gera samantekt á stöðunni og leggja fram á næstunni."
Skipulagsnefnd samþykkir að skipaður verði vinnuhópur um málið sem skipaður verði skipulagsfulltrúa, umhverfisstjóra og tveimur fulltrúum úr skipulagsnefnd.
13. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 1. nóvember sl.
Frestað.
14. Egilsmói 4 Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi.201708361
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags um stærðir lóða í Mosfellsdal en þar er miðað við að þéttleiki byggðar verði um 1 íbúð per. ha.' Borist hefur nýtt erindi. Frestað á 447. fundi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
15. Brattahlíð 21 /Umsókn um byggingarleyfi201710344
Guðmundur Ingólfsson Þrastarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 202,3 m2, bílgeymsla 34,0 m2, 873,1 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem suð- austur horn hússins nær smávægilega út fyrir byggingarreit.
Nefndin samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
16. Kvíslartunga 46, Umsókn um byggingarleyfi201710222
Högni Jónsson Kvíslartungu 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka aukaíbúð á neðri hæð hússins nr. 46 við Kvíslartungu um 23,5 m2 í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna stækkunar aukaíbúðar um 23,5 m2.
Synjað.
Fundargerðir til staðfestingar
17. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 22201711002F
Lagt fram.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 320201711009F
Lagt fram.
18.1. Ástu-Sólliljugata 11, Umsókn um byggingarleyfi 201710071
Guðmundur Magni Helgason Miðstræti 12 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og innri fyrirkomualgsbreytingum á húsinu nr. 11 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.18.2. Ástu-Sólliljugata 17, Umsókn um byggingarleyfi 201708778
Múr- og málningarþjónustan Tunguhálsi 17 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: íbúð 1.hæð 160,0 m2, bílg./geymsla 43.4 m2
íbúð 2.hæð 105,1 m2 - 1087,3 m218.3. Brattahlíð 21 /Umsókn um byggingarleyfi 201710344
Guðmundur Ingólfsson Þrastarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 202,3 m2, bílgeymsla 34,0 m2, 873,1 m3.18.4. Desjamýri 4, Umsókn um byggingarleyfi 201710348
Brautargil Hátúni 6 D Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 4 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 1000,0 m2, 2. hæð 514,0 m2, 7675,0 m3.18.5. Kvíslartunga 46, Umsókn um byggingarleyfi 201710222
Högni Jónsson Kvíslartungu 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka aukaíbúð á neðri hæð hússins nr. 46 við Kvíslartungu um 23,5 m2 í samræmi við framlögð gögn.
18.6. Umsókn um hækkun gróðurhúsa - Reykjadal 2 201611249
Finnur I Hermannsson sækir um leyfi fyrir hækkun á gróðurhúsum, matshlutum 06 og 07 að Reykjadal 2 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð matshluta 06 eftir breytingu 840,0 m2, 3533,0 m3.
Stærð matshluta 07 eftir breytingu 328,0 m2, 1311,0 m3.
Erindið hefur verið grenndarkynnt en engar athugasemdir borist.18.7. Skálatún 3a, Umsókn um byggingarleyfi 201709038
Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta hluta hússins nr. 3A við Skálatún sem skólahúsnæði fyrir börn með þroskafrávik í samræmi við framlögð gögn.