11. maí 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka eftirfarandi mál á dagskrá fundarins:[line]Erindi Íbúahreyfingarinnar um endurbætur að á göngustíg að Varmá[line]Skólaakstur útboð 2017[line]Verkefnistillaga um stefnumótum
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum lið.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 samþykktur með þremur atkvæðum.
Samantekin áhrif viðaukans eru eftirfarandi:
Launakostnaður fræðslumála hækkar um kr. 35.053.648
Styrkir æskulýðs- og íþróttamála hækka um kr. 7.000.000
Rekstrarhagnaður og handbært fé lækkar því um kr. 42.053.648.Fjárfestingaáætlun Eignasjóðs hækkar um kr. 34.000.000.
Handbært fé lækkar því um kr. 34.000.0002. Endurskoðun úthlutunarreglna vegna byggingarlóða201703160
Drög að endurskoðuðum úthlutunareglum byggingarlóða lögð fram.
Framlögð drög að úthlutunarreglum vegna byggingarlóða í Mosfellsbæ samþykktar með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að breytingar á úthlutunarreglum frá 2011 gefi bæjarráði of mikið svigrúm til að úthluta lóðum eftir hentugleikum og auki ógagnsæi um úthlutun og mun því ekki greiða atkvæði með þeim.3. Nordjobb - sumarstörf 2017201703165
Umbeðin umsögn um erindi frá Nordjobb
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
4. Ráðning forstöðumanns Menningarmála201705038
Lagt fram minnisblað vegna auglýsingar á starfi forstöðumanns menningarmála í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að auglýsa starf forstöðumanns menningarmála í Mosfellsbæ.
5. Erindi Íbúahreyfingarinnar um endurbætur á göngustíg við Varmá201705084
Óksað er eftir umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir og samráð við landeigendur um þær.
Frestað.
6. Skólaakstur útboð 2017201703159
Upplýst um stöðu mála vegna útboðs á skólaakstri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út skólaakstur í Mosfellsbæ í hraðútboði í samvinnu við Ríkiskaup.
7. Verkefnistillaga um stefnumótun201702305
Fulltrúar Capacent mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á stefnumótun Mosfellsbæjar.
Arnar Jónsson (AJ) frá Capacent mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á stefnumótun Mosfellsbæjar.