Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. maí 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka eft­ir­far­andi mál á dagskrá fund­ar­ins:[line]Er­indi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um end­ur­bæt­ur að á göngustíg að Varmá[line]Skóla­akst­ur út­boð 2017[line]Verk­efn­istil­laga um stefnu­mót­um


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

    Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017.

    Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2017 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.

    Sam­an­tekin áhrif við­auk­ans eru eft­ir­far­andi:
    Launa­kostn­að­ur fræðslu­mála hækk­ar um kr. 35.053.648
    Styrk­ir æsku­lýðs- og íþrótta­mála hækka um kr. 7.000.000
    Rekstr­ar­hagn­að­ur og hand­bært fé lækk­ar því um kr. 42.053.648.

    Fjár­fest­inga­áætlun Eigna­sjóðs hækk­ar um kr. 34.000.000.
    Hand­bært fé lækk­ar því um kr. 34.000.000

  • 2. End­ur­skoð­un út­hlut­un­ar­reglna vegna bygg­ing­ar­lóða201703160

    Drög að endurskoðuðum úthlutunareglum byggingarlóða lögð fram.

    Fram­lögð drög að út­hlut­un­ar­regl­um vegna bygg­ing­ar­lóða í Mos­fells­bæ sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að breyt­ing­ar á út­hlut­un­ar­regl­um frá 2011 gefi bæj­ar­ráði of mik­ið svigrúm til að út­hluta lóð­um eft­ir hent­ug­leik­um og auki ógagn­sæi um út­hlut­un og mun því ekki greiða at­kvæði með þeim.

    • 3. Nor­djobb - sum­arstörf 2017201703165

      Umbeðin umsögn um erindi frá Nordjobb

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

    • 4. Ráðn­ing for­stöðu­manns Menn­ing­ar­mála201705038

      Lagt fram minnisblað vegna auglýsingar á starfi forstöðumanns menningarmála í Mosfellsbæ.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að aug­lýsa starf for­stöðu­manns menn­ing­ar­mála í Mos­fells­bæ.

    • 5. Er­indi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um end­ur­bæt­ur á göngustíg við Varmá201705084

      Óksað er eftir umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir og samráð við landeigendur um þær.

      Frestað.

    • 6. Skóla­akst­ur út­boð 2017201703159

      Upplýst um stöðu mála vegna útboðs á skólaakstri.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bjóða út skóla­akst­ur í Mos­fells­bæ í hraðút­boði í sam­vinnu við Rík­iskaup.

      • 7. Verk­efn­istil­laga um stefnu­mót­un201702305

        Fulltrúar Capacent mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á stefnumótun Mosfellsbæjar.

        Arn­ar Jóns­son (AJ) frá Capacent mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og gerði grein fyr­ir stöðu vinnu við end­ur­skoð­un á stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:09