22. september 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framkvæmd laga um almennar íbúðir201609204
Auglýsing um umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til starfshóps um breytingar á húsnæðislöggjöf.
2. Bygging fjölnota íþróttahúss201510317
Gögn um byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ lögð fram ásamt minnisblaði.
Samþykkt með þremur viðræðum að heimila bæjarstjóra að hefja undirbúningsviðræður við Kentár ehf. um byggingu fjölnota íþróttahúss. Gert er ráð fyrir að slíkar viðræður yrðu án nokkurra skuldbindinga fyrir báða aðila og að niðurstöður þeirra yrðu kynntar bæjarráði áður en lengra yrði haldið.
3. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Aðgerðaráætlun lýðræðisstefnu.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að koma með tillögur um útfærslu á verkefnum sem tengjast þátttöku íbúa við val á verkefnum í sínu hverfi.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Lagt fram minnisblað um vinnu við fjárhagáætlun.
Lagt fram.