27. október 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klórkerfi í Varmárlaug og Lágafellslaug201602078
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til samningagerðar við lægstbjóðanda vegna útboðs á endurnýjun klórkerfa í Varmárlaug og Lágafellslaug.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda í útboði, Vatnslausnir ehf., um kaup á klórkerfum í Varmárlaug og Lágafellslaug.
2. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla.201610036
Lögmaður kynnir stöðu málsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að taka til varna í þeim dómsmálum sem höfðuð hafa verið á hendur bænum.
3. Hótel Laxnes - Háholti 7201610226
Ósk um gerð deiliskipulags fyrir Háholt 7.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til skipulagsnefndar til umfjöllunar.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Lögð fram drög að fjárhagáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2017-2020 til fyrri umræðu á næsta fund bæjarstjórnar hinn 9. nóvember næstkomandi.