Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. október 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Um­sókn um stækk­un lóð­ar, Hlað­gerð­ar­kot 124721201606028

  Umsókn um lóðarstækkun á landi Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

 • 2. Stórikriki - Síð­ari dóms­mál vegna Krika­skóla.201610036

  Kröfur vegna breytingar á Krikaskóla kynntar.

  Frestað.

  • 3. Uglugata 2-22, óveru­leg breyt­ing í deili­skipu­lagi2016081169

   Skipulagsnefnd vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna breytingar á deiliskipulagi sem felur í sér eina viðbótaríbúð til bæjarráðs.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Uglu­götu 2-22 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1.250.000 krón­um á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

  • 4. Helga­fells­skóli201503558

   Verkefnishandbók Helgafellsskóla lögð fram til kynningar ásamt ósk um heimild til útboðs við jarðvegsframkvæmdir.

   Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, og Ósk­ar Gísli Sveins­son (ÓGS), deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

   Jó­hanna B. Han­sen og Ósk­ar Gísli Sveins­son kynntu verk­efn­is­hand­bók vegna leik- og grunn­skóla í Helga­fells­hverfi.

   Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út jarð­vegs­fram­kvæmd­ir við 1. áfanga Helga­fells­skóla.

   • 5. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

    Lögð fram drög að áætlun um eignfærðar framkvæmdir ásamt gatnagerðarframkvæmdum.

    Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, og Ósk­ar Gísli Sveins­son (ÓGS), deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra varð­andi vinnu við fjár­hags­áælt­un 2017. Jafn­framt lagt fram yf­ir­lit um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:07