13. október 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um stækkun lóðar, Hlaðgerðarkot 124721201606028
Umsókn um lóðarstækkun á landi Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla.201610036
Kröfur vegna breytingar á Krikaskóla kynntar.
Frestað.
3. Uglugata 2-22, óveruleg breyting í deiliskipulagi2016081169
Skipulagsnefnd vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna breytingar á deiliskipulagi sem felur í sér eina viðbótaríbúð til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Uglugötu 2-22 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1.250.000 krónum á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
4. Helgafellsskóli201503558
Verkefnishandbók Helgafellsskóla lögð fram til kynningar ásamt ósk um heimild til útboðs við jarðvegsframkvæmdir.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, og Óskar Gísli Sveinsson (ÓGS), deildarstjóri nýframkvæmda, mættu á fundinn undir þessum lið.
Jóhanna B. Hansen og Óskar Gísli Sveinsson kynntu verkefnishandbók vegna leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi.
Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út jarðvegsframkvæmdir við 1. áfanga Helgafellsskóla.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Lögð fram drög að áætlun um eignfærðar framkvæmdir ásamt gatnagerðarframkvæmdum.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, og Óskar Gísli Sveinsson (ÓGS), deildarstjóri nýframkvæmda, mættu á fundinn undir þessum lið.
Lagt er fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra varðandi vinnu við fjárhagsáæltun 2017. Jafnframt lagt fram yfirlit um fyrirhugaðar framkvæmdir.