Mál númer 202408291
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að greina og flokka innsendar umsagnir, athugasemdir og ábendingar.
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt.
Frestað vegna tímaskorts
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og kynnir skipulagslýsingu fyrir stækkun Hlíðavallar
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. nóvember 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #253
Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og kynnir skipulagslýsingu fyrir stækkun Hlíðavallar
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að útbúa umsögn um stækkun Hlíðarvallar í samræmi við umræður.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu nefndar uppfærð tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum. Þannig er lagt upp með að bæta sameiginlegt íþróttasvæði golfvallar, göngustíga, hjólastíga og reiðgatna, með þrengingu vallarins og breyttum högglínum.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu nefndar uppfærð tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum. Þannig er lagt upp með að bæta sameiginlegt íþróttasvæði golfvallar, göngustíga, hjólastíga og reiðgatna, með þrengingu vallarins og breyttum högglínum.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda. Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur um efni lýsingarinnar.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Lögð er fram til kynningar og umræðu nefndar tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Lögð er fram til kynningar og umræðu nefndar tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa að funda með ráðgjafa og hagaðilum golfklúbbsins til þess að klára fyrirliggjandi drög til kynningar.