Mál númer 202408291
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Lögð er fram til kynningar og umræðu nefndar tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Lögð er fram til kynningar og umræðu nefndar tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa að funda með ráðgjafa og hagaðilum golfklúbbsins til þess að klára fyrirliggjandi drög til kynningar.