Mál númer 202408060
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lögð fram greinargerð um framkvæmd bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2024
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. október 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #22
Lögð fram greinargerð um framkvæmd bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynninguna. Dagskrá var fjölbreytt og vel haldið utan um viðburði. Nefndin mun vinna ásamt bæjarstjóra og starfsmönnum MÍL að því að rýna dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima og þróa hana þannig að hún styðji sem best við markmið Mosfellsbæjar um að hátíðin sé vettvangur menningar, hreyfingar og þátttöku íbúa í öruggu umhverfi.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Minnisblað um framkvæmd bæjarhátíðarinnar í Túninu heima 2024 lagt fram og kynnt.
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Minnisblað um framkvæmd bæjarhátíðarinnar í Túninu heima 2024 lagt fram og kynnt.
Bæjarráð þakkar öllum þeim aðilum sem komu að skipulagi hátíðarinnar Í túninu heima sem tókst einstaklega vel við krefjandi aðstæður.
Í ljósi reynslunnar í ár og þróunar bæjarhátíðarinnar Í túninu heima frá árinu 2022 felur bæjarráð bæjarstjóra í samvinnu við menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði og menningar- og lýðræðisnefnd að meta hvort og þá hvaða breytinga sé þörf við uppbyggingu dagskrár bæjarhátíðarinnar þannig að hún styðji við markmið Mosfellsbæjar um að hátíðin sé vettvangur menningar, hreyfingar og þátttöku íbúa í öruggu umhverfi.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem fram fer 29. ágúst - 1. september 2019 kynnt.
Afgreiðsla 20. fundar menningar- og lýðræðisnefndar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. ágúst 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #20
Drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem fram fer 29. ágúst - 1. september 2019 kynnt.
Hilmar Gunnarsson verkefnisstjóri bæjarhátíðarinnar Í túninu heima kynnir drög að dagskrá hátíðarinnar.