Mál númer 202301315
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Eftirfarandi gögn sem tengjast uppfærðum Samgöngusáttmála eru lögð fram til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar við aðra umræðu: 1) Viðauki við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum 2) Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald 3) Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála
Fundarhlé hófst kl. 18:07. Fundur hófst aftur kl. 18:29.
***
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum við síðari umræðu eftirfarandi gögn sem tengjast uppfærslu Samgöngusáttmálans: viðauka við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum, samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald og yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála. Bæjarfulltrúi L lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.***
Bókun B, S og C lista:
Meirihluti B, S og C lista fagnar samþykkt á uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli sveitarfélaganna á svæðinu og ríkisins sem upphaflega var undirritaður 2019.Í sáttmálanum er sammælst um sameiginlega framtíðarsýn í samgöngumálum fyrir allt höfuðborgarsvæðið til ársins 2040. Tilgangurinn er að bæta öryggi og aðstæður fyrir alla samgöngumáta, greiða fyrir umferð, efla almenningssamgöngur og tryggja að íbúar svæðisins eigi raunverulegt val um ferðamáta. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Mosfellingar sækja vinnu, nám og þjónustu víðs vegar um svæðið og munu þ.a.l. njóta góðs af framkvæmdum víða á svæðinu.
Í uppfærðum sáttmála hafa kostnaðaráætlanir verið endurskoðaðar sem og tímasetning einstakra verkefna. Samkvæmt sáttmálanum skulu 42% útgjalda fara til stofnvegaframkvæmda, önnur 42% í Borgarlínu, 13% í uppbyggingu hjóla- og göngustíga og 3% í umferðarstýringu, flæði og öryggi.
Mikilvægt er að í þessum samningi kemur ríkið inn með stóraukið fé til reksturs almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt sáttmálanum verða almenningssamgöngur efldar til muna sem og aðrir vistvænir ferðamátar sem ætti að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.
Fyrir okkur Mosfellinga er sérstaklega ánægjulegt að tímasetning á Borgarlínu til Mosfellsbæjar breytist ekki þrátt fyrir að ýmsum öðrum verkefnum seinki frá fyrri áætlun. Þá er það í senn ánægjulegt og mikilvægt að Sæbrautarstokkurinn er kominn á áætlun, en hann er lykilatriði fyrir tengingu Sundabrautar inn á Sæbraut.
***
Bókun bæjarfulltrúa D-lista
Það er margt jákvætt í uppfærðum Samgöngusáttmála sem er nauðsynlegur til að komast úr þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig jákvætt að ríkið komi með aukið fjármagn í verkefnið og taki þátt í stofnun og rekstri félags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarfulltrúar D lista gera þó athugasemdir og fyrirvara varðandi uppfærðan Samgöngusáttmála, einkum hvað varðar forgangsröðun verkefna, skipulagsmál og kostnaðaráætlun.
Frestun verkefna Samgöngusáttmálans síðustu árin, ásamt skipulagsbreytingum meirihlutans í Reykjavík varðandi skerðingu á umferð einkabíla eru forsendubrestur við markmið sáttmálans. Þessar breytingar kalla á annarskonar framkvæmdaröðun en þá sem kveðið er á um í uppfærðum Samgöngusáttmála. Má til dæmis nefna mislæg gatnamót við Bústaðarveg, legu, skipulag og hönnun Sundabrautar. Í kostnaðaráætlun virðist vanta áætlaðan kostnað m.a. fyrir vagnakaup og uppkaup lands.Samgöngusáttmálinn er langtíma verkefni og ljóst að þetta stóra mikilvæga verkefni á eftir að fara í gegnum fleiri uppfærslur og taka breytingum í tíma, skipulagi og kostnaði.
Með áframhaldandi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að umferðaþungi aukist mikið á næstu árum. Það er því nauðsynlegt að bregðast strax við með aðgerðum til að auka flæði strætó og almennar bílaumferðar þar til stærri verkefni sáttmálans eins og borgarlínan, stokkar og göng verða tilbúin.
Í sáttmálanum kemur fram að flýti- og umferðargjöld verði tekin upp árið 2030, og gert er ráð fyrir að þessi gjaldtaka hafi áhrif á ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ef markmiðið er að auka notkun almenningssamgangna meðal íbúa, er nauðsynlegt að hefja sem fyrst vinnu við að bæta gæði þjónustunnar og ímynd almenningssamgangna í samfélaginu, sem og að hafa áhrif á ferðavenjur fólks.
Hlutverk okkar bæjarfulltrúa er að standa vörð um hagsmuni íbúa Mosfellsbæjar í öllum málum og athugasemdir okkar við Samgöngusáttmálann eru í samræmi við það. Áhyggjur okkar beinast að óljósum heildarkostnaði sáttmálans, forgangsröðun verkefna og tímalínu Sundabrautar, sem ekki er hluti af sáttmálanum. Í ljósi reynslunnar er ólíklegt að sú tímalína sem sett er upp í uppfærðum sáttmála muni standast og því leiða til aukins umferðavanda á höfuðborgarsvæðinu og þ.m.t. til og frá Mosfellsbæ.
Þrátt fyrir ákveðna ágalla í uppfærðum Samgöngusáttmála teljum við mikilvægt að halda áfram með þetta nauðsynlega, stóra samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.Bæjarfulltrúar D lista munu áfram benda á það sem betur má fara, styðja það sem vel er gert og hafa hagsmuni Mosfellinga að leiðarljósi í þeim ákvörðunum sem tengjast sáttmálanum. Með vísan til þessa styðjum við samþykktina um uppfærslu Samgöngusáttmálans.
***Bókun bæjarfulltrúa L lista:
Allir eru sammála um mikilvægi á uppfærslu sáttmálans og þess að fara í framkvæmdir sem liðka fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti til ferða á milli svæða. Sér í lagi í ljósi stærðar sáttmálans og fjölda verkefna. Vinir Mosfellsbæjar lýsum yfir vonbrigðum sínum með að kjörnir fulltrúar hafi ekki haft tækifæri á samtali og að koma á framfæri spurningum fyrir undirritun sáttmálans. Það gerir það að verkum að mörgum spurningum er ósvarað. Hagsmunir Mosfellsbæjar eru ríkir og þarf að standa vörð um þá.Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar greiðir í ljósi þessa atkvæði gegn uppfærslu á sáttmálanum.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjalStjórnarráðið _ Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála - fréttatilkynning.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdf
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Eftirtalin gögn sem tengjast uppfærslu Samgöngusáttmálans eru lögð fram til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu: 1) Viðauki við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum 2) Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald 3) Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Kynning á uppfærðum Samgöngusáttmála ásamt öðrum skjölum og gögnum sem honum fylgja.
Afgreiðsla 1636. fundar bæjarráðs samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1637
Eftirtalin gögn sem tengjast uppfærslu Samgöngusáttmálans eru lögð fram til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu: 1) Viðauki við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum 2) Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald 3) Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- FylgiskjalFylgibréf Uppfærsla Samgöngusáttmála mos.pdfFylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdf
- 29. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1636
Kynning á uppfærðum Samgöngusáttmála ásamt öðrum skjölum og gögnum sem honum fylgja.
Á fund bæjarráðs komu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH, Þorsteinn R. Hermannsson og Þröstur Guðmundsson frá Betri Samgöngum, Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. og Birgir B. Sigurjónsson, ráðgjafi. Þá sátu fundinn undir þessum dagskrárlið bæjarfulltrúarnir Örvar Jóhannsson, Sævar Birgisson, Aldís Stefánsdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson (Teams), Guðmundur Hreinsson nefndarmaður í skipulagsnefnd (Teams) og Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi.
Á fundinum fór fram kynning á uppfærðum Samgöngusáttmála sem undirritaður var 21. ágúst sl. með fyrirvara af hálfu ríkisins um að Alþingi samþykki þær lagabreytingar sem samkomulagið kveður á um og sveitarfélaganna um samþykki sveitarstjórna.
Málið verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs þann 5. september nk. Í kjölfar þess verði málið rætt við tvær umræður í bæjarstjórn.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjalStjórnarráðið _ Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála - fréttatilkynning.pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdf
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Uppfærður samgöngusáttmáli ásamt fylgigögnum lagður fram.
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1635
Uppfærður samgöngusáttmáli ásamt fylgigögnum lagður fram.
Uppfærður samgöngusáttmáli ásamt fylgigögnum, sem undirritaður var 21. ágúst með fyrirvara um afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, lagður fram á fundinum til upplýsinga. Kynning á sáttamálanum fer fram á næsta fundi bæjarráðs þann 29. ágúst nk.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdf
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs samþykkt á 854. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 11. júlí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1633
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1611. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1611
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1573. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1572. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1573
Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.
Bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar:
Í samgöngusáttmálanum felst sameiginleg sýn ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á hvernig umferðarvandi svæðisins verður best leystur til lengri tíma. Sú fjölgun íbúa sem gert er ráð fyrir á höfuðborgarsvæðinu fram til 2040 krefst þess að haldið verði rétt á spilunum með hagsmuni framtíðarkynslóða í forgrunni. Þegar hafa nokkur verkefni verið framkvæmd sem sýna strax kosti þess samstarf og gefa fyrirheit um framtíðina. Nýtt samkomulag um uppfærslu kostnaðaráætlana stórra framkvæmda m.t.t verðhækkana sem orðið hafa og vanáætlana í einhverjum tilvikum er gott og nauðsynlegt skref. Bættar samgöngur eru lífsgæðamál fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, þær minnka mengun, stytta ferðatíma og auka val um ferðamáta - 16. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1572
Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Kynning á sex mánaða skýrslu Betra samganga.
Afgreiðsla 1565. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1565
Kynning á sex mánaða skýrslu Betra samganga.
Sex mánaða skýrsla Betri samganga lögð fram til kynningar.