Mál númer 202408177
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Skipulagsnefnd samþykkti á 614. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigendum fasteigna að oddatölum Laxatungu 97-117 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram.
- 22. október 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #85
Skipulagsnefnd samþykkti á 614. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigendum fasteigna að oddatölum Laxatungu 97-117 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin hefur ekki áhrif á notkun, nýtingarhlutfall, útlit og umfang húsa á svæðinu. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna að oddatölum Laxatungu 97-117 til kynningar og athugasemda. Auk þess verður breyting aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is.