Mál númer 202407100
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Lagt er til að nýjar reglur um mötuneyti grunnskóla verði samþykktar. Jafnframt að gjaldskrár um mötuneyti og ávaxtabita verði felldar brott.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs á nýjum reglum um mötuneyti og gjaldskrá fyrir mötuneyti. Tillögu varðandi niðurfellingu gjaldskrár fyrir ávaxtabita er vísað til bæjarráðs að nýju. Bæjarfulltrúar D lista Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
- 15. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1634
Lagt er til að nýjar reglur um mötuneyti grunnskóla verði samþykktar. Jafnframt að gjaldskrár um mötuneyti og ávaxtabita verði felldar brott.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum reglur um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar sem taki gildi 1. ágúst 2024, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er samþykkt að gjaldskrár um mötuneyti og ávaxtabita verði felldar brott. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Gjaldfrjálsar skólamáltíðar eru liður í aðgerðum stjórnvalda við að styðja við kjarasamninga næstu árin og bæta lífskjör og kaupmátt.Það er jákvætt ef ríkið getur veitt meiri fjármuni til sveitarfélaganna, en æskilegt hefði verið í máli þessu að samráð hefði verið við sveitarfélögin varðandi forgangsröðun fjármagns og verkefna.
Tæpir 4 milljarðar er sú fjárhæð sem verkefnið kostar á skólaári og búið er að ákveða hvernig fjármagninu skuli varið án aðkomu allra sveitarfélaga.
Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, þó sveitarfélögin séu hagsmunaraðilar.
Með vísan í ofangreint sem og í bókun fulltrúa D-lista á 1633. fundi bæjarráðs um sama mál sitja fulltrúar D-lista í bæjaráði hjá við afgreiðslu málsins.
***
Fundarhlé hófst kl. 7:43. Fundur hófst aftur kl. 7:53.***
Bókun B, S og C lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista árétta að verkefnið var liður í því að samkomulag næðist um hóflega kjarasamninga. Var það liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að ná tökum á verðbólgu sem er mikið hagsmunamál fyrir öll heimili og sveitarfélög í landinu.Kostnaður Mosfellsbæjar við að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar er ásættanlegur í ljósi þess að Mosfellsbær hefur hingað til niðurgreitt skólamáltíðir ríflega.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Tillaga um um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar frá 1. ágúst 2024.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs samþykkt á 854. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Tillaga um um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar frá 1. ágúst 2024.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 11. júlí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1633
Tillaga um um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar frá 1. ágúst 2024.
Fundarhlé hófst kl. 08:37. Fundur hefst aftur kl. 09:18.
**
Bókun D lista:
Útfærslur á framkvæmd ókeypis skólamáltíða fyrir grunnskólabörn í Mosfellsbæ liggja ekki endanlega fyrir.Endanlegur raunkostnaður liggur ekki fyrir, né heldur hvernig stemma eigi stigu við matarsóun.
Ekkert hefur verið rætt eða upplýst um hvaða kröfur verða gerðar varðandi hráefni þess matar sem verður á boðstólnum í nýju ókeypis kerfi, því mjög mikilvægt er að gæði máltíða minnki ekki við breytinguna.
Mikilvægt er að þessi atriði ofl. verði rædd og tillögur kynntar í bæjarráði þegar endanleg útfærsla verkefnisins verða teknar fyrir eftir sumarleyfi bæjarráðs.
Bókun B, S og C lista:
Fyrir liggur ítarlegt minnisblað frá sviðstjóra fjármála- og áhættusviðs sem lagt var fyrir bæjarráð þann 27. maí sl. Þar kemur fram að áætlað tekjutap bæjarins vegna gjaldfrjálsra máltíða verði 6 m.kr. á ársgrundvelli. Í þessu máli sem og öðrum þá eru ákvarðanir teknar á grundvelli áætlana og raunkostnaður liggur svo fyrir í lok reikningsárs.
Það hefur komið fram í umræðu um málið að engar breytingar eru fyrirhugaðar á gæðum máltíða, hráefni eða fyrirkomulagi.Hins vegar er mikilvægt þegar máltíðirnar eru orðnar gjaldfrjálsar að enn frekar sé gætt að því að breytingin stuðli ekki að aukinni matarsóun.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skólamáltíðir nemenda í grunnskólum Mosfellsbæjar verði gjaldfrjálsar frá 1. ágúst 2024. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Jafnframt er fræðslu- og frístundasviði falið að útfæra breytinguna þ.á m. uppfærslu á gjaldskrám og viðeigandi reglum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.