Mál númer 202408104
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Tillaga frá SSH um afgreiðslu máls er lýtur að ESA máli Sorpu.
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Kynning á fyrirliggjandi samkomulagi um lyktir máls Eftirlitsstofnunar ESA um ríkisstyrk til handa Sorpu í formi tekjuskattsundanþágu.
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1635
Tillaga frá SSH um afgreiðslu máls er lýtur að ESA máli Sorpu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu SSH að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð í því skyni að ljúka máli gagnvart ESA. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðunarstaðar á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslur þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025.
- 15. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1634
Kynning á fyrirliggjandi samkomulagi um lyktir máls Eftirlitsstofnunar ESA um ríkisstyrk til handa Sorpu í formi tekjuskattsundanþágu.
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi undir dagskrárliðnum.
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu og Haraldur Flosi Tryggvason Klein lögmaður kynntu málið. Bæjarráð þakkar greinargóða kynningu.