Mál númer 202403189
- 19. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #868
Upplýsingar til fræðslunefndar um stöðu mála í Hlaðhömrum. Úttektarskýrsla frá Eflu, verkfræðistofu lögð fram til upplýsinga
Afgreiðsla 441. fræðslunefndar staðfest á 868. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. mars 2025
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #441
Upplýsingar til fræðslunefndar um stöðu mála í Hlaðhömrum. Úttektarskýrsla frá Eflu, verkfræðistofu lögð fram til upplýsinga
Skýrsla Eflu lögð fram og viðbrögð vegna húsnæðismála Hlaðhamra voru kynntar fyrir nefndinni. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ hafa brugðist við þeim vanda sem ástandið á húsnæðinu á leikskólanum að Hlaðhömrum hefur valdið. Mikið og gott samtal hefur átt sér stað milli starfsfólks, foreldra og skólaskrifstofu. Starfsemin verður rekin í bráðabirgðahúsnæði þar til nýr leikskóli í Helgafellshverfi verður tekinn í notkun í sumar.
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Kynning á skýrslu um ástandsskoðun á Hlaðhömrum og viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar.
Afgreiðsla 1659. fundar bæjarráðs staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1659
Kynning á skýrslu um ástandsskoðun á Hlaðhömrum og viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar.
Bæjarstjóri, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs ásamt verkefnastjóra á umhverfissviði fóru yfir skýrslu EFLU og farið yfir möguleg viðbrögð vegna skýrslunnar.
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Óskað er heimildar bæjarráðs til fara í skoðun og greiningu á framtíð Hlaðhamra sem leikskóla.
Afgreiðsla 1655. fundar bæjarráðs staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1655
Óskað er heimildar bæjarráðs til fara í skoðun og greiningu á framtíð Hlaðhamra sem leikskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að fara í skoðun og greiningu á framtíð Hlaðhamra sem leikskóla þar sem bæði starfsemi og húsnæði verði skoðuð heildrænt.
- 22. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #864
Upplýsingar veittar um stöðu mála á leikskólanum Hlaðhömrum.
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1652
Upplýsingar veittar um stöðu mála á leikskólanum Hlaðhömrum.
Staða mála varðandi leikskólann Hlaðhamra rædd á fundinum. Bæjarstjóri upplýsti jafnframt um fund sem haldinn var með foreldrum barna leikskólans 8. janúar sl.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Kynning á innra starfi og skipulagi Hlaðhamra, haustið 2024
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. ágúst 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #435
Kynning á innra starfi og skipulagi Hlaðhamra, haustið 2024
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að málið komi aftur á dagskrá síðar í vetur.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. júní 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1629
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Ástandsskýrslur EFLU varðandi Hlaðhamra lagðar fram og kynntar. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði að vinna málið áfram.