Mál númer 202403189
- 9. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1652
Upplýsingar veittar um stöðu mála á leikskólanum Hlaðhömrum.
Staða mála varðandi leikskólann Hlaðhamra rædd á fundinum. Bæjarstjóri upplýsti jafnframt um fund sem haldinn var með foreldrum barna leikskólans 8. janúar sl.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Kynning á innra starfi og skipulagi Hlaðhamra, haustið 2024
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. ágúst 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #435
Kynning á innra starfi og skipulagi Hlaðhamra, haustið 2024
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að málið komi aftur á dagskrá síðar í vetur.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. júní 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1629
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Ástandsskýrslur EFLU varðandi Hlaðhamra lagðar fram og kynntar. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði að vinna málið áfram.