Mál númer 202301225
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Afgreiðsla 436. fundar fræðslunefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Afgreiðsla 436. fundar fræðslunefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. október 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #436
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2023. Kynnt voru verkefni frá Kvíslarskóla. Verkefnin voru unnin á síðasta skólaári í skólunum en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. ágúst 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #435
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2023. Kynnt voru verkefni frá Helgafellsskóla og Reykjakoti. Verkefnin voru unnin á síðasta skólaári í skólunum en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2023
Afgreiðsla 421. fundar fræðslunefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #421
Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2023
Alls bárust 6 gildar styrkumsóknir í Klörusjóð frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir. Umsóknir voru lagðar fram, ræddar og metnar.
Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2023:
Tónlist í Kvíslarskóla, umsækjandi Davíð Ólafsson Kvíslarskóla. Kr. 500.000.
Í nálægð við náttúruna, umsækjandi Kristlaug Þ. Svavarsdóttir, leikskólanum Reykjakoti. Kr. 700.000.
Námsefnisgerð/námskrá fyrir gróðurhús, umsækjandi Margrét Lára Eðvarðsdóttir, Helgafellsskóla. Kr. 500.000.
Rafræn stærðfræðikennsla, umsækjandi Örn Bjartmars Ólafsson, Kvíslarskóla. Kr. 300.000. - 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir í Klörusjóð 2023
Afgreiðsla 420. fundar fræðslunefndar samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #420
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir í Klörusjóð 2023
Alls bárust sjö umsóknir um styrk úr Klörusjóði frá kennurum og stjórnendum leik- og grunnskóla. Að þessu sinni var auglýst eftir verkefnum með áherslu á Stoðir nýrrar menntastefnu sem eru: vöxtur, fjölbreytni, samvinna.
Yfirskriftir verkefnanna eru eftirfarandi:
1. Lifandi málfræði - Varmárskóli
2. Tónlist í Kvíslarskóla - Kvíslarskóli
3. Samstarf kennara yngri barna um læsi, menningu, listir og lýðræði - Varmárskóli
4. Söngur á allra vörum - Leikskólinn Hlíð
5. Í nálægð við náttúruna - Leikskólinn Reykjakot
6. Námsefnisgerð/námskrá fyrir gróðurhús - Leikskólinn Reykjakot
7. Rafræn stærðfræðikennsla - KvíslarskóliNiðurstöður úthlutana liggja fyrir síðar í maí.
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Þema Klörusjóðs 2023
Afgreiðsla 416. fundar fræðslunefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. febrúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #416
Þema Klörusjóðs 2023
Fræðslunefnd samþykkir að áhersluatriði Klörusjóðs 2023 verði vöxtur, fjölbreytni og samvinna sem eru stoðir nýrrar Menntastefnu Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Skilgreindir áhersluþættir 2023
Afgreiðsla 415. fundar fræðslunefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. janúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #415
Skilgreindir áhersluþættir 2023
Klörusjóður hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi Mosfellsbæjar. Úthlutað er úr Klörusjóði einu sinni ári og auglýst verður eftir umsóknum nú á vormánuðum. Á næsta fundi fræðslunefndar verða skilgreindir áhersluþættir sjóðsins þetta árið.