Mál númer 202406145
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Þorgeiri Jónssyni, f.h. 44 ehf., um stækkun húss og breytta skráningu að Sólvallalandi L125402 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um 33,4 m² stækkun í samræmi við gögn og að skráðu frístundahúsi verði breytt í íbúðarhús/einbýli. Erindinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 524. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
44 ehf. Reyrengi 45 Reykjavík sækir um stækkun frístundahúss á lóðinni Í Sólvallalandi L125402 í samræmi við framlögð gögn. Einnig er sótt um að breyta skráningu úr frístundahúsi í íbúðarhús. Stækkun: 33,4 m², 95,0 m³.
Lagt fram.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Þorgeiri Jónssyni, f.h. 44 ehf., um stækkun húss og breytta skráningu að Sólvallalandi L125402 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um 33,4 m² stækkun í samræmi við gögn og að skráðu frístundahúsi verði breytt í íbúðarhús/einbýli. Erindinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 524. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að heimila byggingarfulltrúa að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum. Með vísan í fordæmi um breytta notkun og skráningu frístundahúsa innan þéttbýlis Mosfellsbæjar og ákvæða gildandi aðalskipulags 2011-2030 um stök íbúðarhús á óbyggðum svæðum, er heimilt að byggja við og endurnýja húsið. Skipulagsnefnd áréttar þó að aðkoma hússins er víkjandi þar sem hún á sér ekki stoð í samþykktu deiliskipulagi né þinglýstum gögnum L174024. Aðkoman þverar í dag skipulagðan samfélagsþjónustureit S-322. Hús- og landeigandi mun bera ábyrgð á framkvæmd og kostnaði nýrrar aðkomu á síðari stigum, er það forsenda breyttrar skráningar húss. Eigandi og umsækjandi gerir sér grein fyrir að hið nýskráða íbúðarhús í Sólvallalandi L125402 mun vera nálægt nýjum Kóngs-/Hafravatnsvegi samkvæmt skipulagi.
- 20. júní 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #524
44 ehf. Reyrengi 45 Reykjavík sækir um stækkun frístundahúss á lóðinni Í Sólvallalandi L125402 í samræmi við framlögð gögn. Einnig er sótt um að breyta skráningu úr frístundahúsi í íbúðarhús. Stækkun: 33,4 m², 95,0 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.