Mál númer 202402512
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna nýtt skipulag fyrir lokahús Mosfellsveitna, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið tillögunnar er stofnun lóðar fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnasvæðis við Völuteig og íbúðabyggðar við Víðiteig. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.05.2024.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna nýtt skipulag fyrir lokahús Mosfellsveitna, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið tillögunnar er stofnun lóðar fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnasvæðis við Völuteig og íbúðabyggðar við Víðiteig. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.05.2024.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir lokahús við Víðiteig. Deiliskipulagið felur í sér nýja 446 m² lóð fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnarsvæðis að Völuteig og íbúðarbyggðar Víðiteigar í Teigahverfi. Aðkoma verður um stíga frá Völuteig. Mannvirkið er ómannað með fjarvöktun og mun hýsa loka auk rafmagns- og tengiskápa. Deiliskipulagið er framsett með uppdrætti í skalanum 1:750 og greinargerð auk útlitsmynda.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir lokahús við Víðiteig. Deiliskipulagið felur í sér nýja 446 m² lóð fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnarsvæðis að Völuteig og íbúðarbyggðar Víðiteigar í Teigahverfi. Aðkoma verður um stíga frá Völuteig. Mannvirkið er ómannað með fjarvöktun og mun hýsa loka auk rafmagns- og tengiskápa. Deiliskipulagið er framsett með uppdrætti í skalanum 1:750 og greinargerð auk útlitsmynda.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og með dreifibréfi.