Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202401584

  • 8. maí 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #850

    Lögð er fram til kynn­ing­ar til­laga að breyt­ingu og end­ur­skoð­un deili­skipu­lags að Korpu­túni í sam­ræmi við af­greiðslu 605. fund­ar nefnd­ar­inn­ar. Til­lag­an fel­ur fyrst og fremst í sér sam­ein­ingu reita A og B auk þess sem gerð­ar eru breyt­ing­ar á bygg­ing­areit­um á A-B og reit D. Sam­hliða breyt­ing­um bygg­ing­areita eru gerð­ar upp­færsl­ur á bygg­ing­ar­magni við­kom­andi reita. Marmið til­lög­unn­ar er að að­laga ein­staka þætti og reiti skipu­lags­ins þeim fyr­ir­tækj­um sem stefna á upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ. Breyt­ing­ar taka til grein­ar­gerð­ar og sér­skil­mála ásamt skil­mála­töflu, deili­skipu­lags­upp­drátt­ar, skýr­inga­upp­drátt­ar og skýr­ingasniðs, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

    Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 3. maí 2024

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #610

      Lögð er fram til kynn­ing­ar til­laga að breyt­ingu og end­ur­skoð­un deili­skipu­lags að Korpu­túni í sam­ræmi við af­greiðslu 605. fund­ar nefnd­ar­inn­ar. Til­lag­an fel­ur fyrst og fremst í sér sam­ein­ingu reita A og B auk þess sem gerð­ar eru breyt­ing­ar á bygg­ing­areit­um á A-B og reit D. Sam­hliða breyt­ing­um bygg­ing­areita eru gerð­ar upp­færsl­ur á bygg­ing­ar­magni við­kom­andi reita. Marmið til­lög­unn­ar er að að­laga ein­staka þætti og reiti skipu­lags­ins þeim fyr­ir­tækj­um sem stefna á upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ. Breyt­ing­ar taka til grein­ar­gerð­ar og sér­skil­mála ásamt skil­mála­töflu, deili­skipu­lags­upp­drátt­ar, skýr­inga­upp­drátt­ar og skýr­ingasniðs, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Korputún skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 7. febrúar 2024

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #844

      Borist hef­ur er­indi frá Reit­um fast­eigna­fé­lagi með ósk um heim­ild fyr­ir deili­skipu­lags­breyt­ingu lóða að Korpu­túni 1-29, reit­ir A, B, C, F og I í sam­þykktu deili­skipu­lagi versl­un­ar, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is í Blikastaðalandi sunn­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Breyt­ing­in fel­ur í sér sam­ein­ingu lóða og reita A-B og C-F, til­færslu bygg­ing­ar­reita, nýj­ar inn­keyrsl­ur lóða og stækk­un lóða­marka í átt að Vest­ur­lands­vegi. Lögð eru fram til kynn­ing­ar vinnslu­til­lög­ur og drög að breyt­ing­um til um­fjöll­un­ar.

      Af­greiðsla 605. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 844. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 2. febrúar 2024

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #605

        Borist hef­ur er­indi frá Reit­um fast­eigna­fé­lagi með ósk um heim­ild fyr­ir deili­skipu­lags­breyt­ingu lóða að Korpu­túni 1-29, reit­ir A, B, C, F og I í sam­þykktu deili­skipu­lagi versl­un­ar, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is í Blikastaðalandi sunn­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Breyt­ing­in fel­ur í sér sam­ein­ingu lóða og reita A-B og C-F, til­færslu bygg­ing­ar­reita, nýj­ar inn­keyrsl­ur lóða og stækk­un lóða­marka í átt að Vest­ur­lands­vegi. Lögð eru fram til kynn­ing­ar vinnslu­til­lög­ur og drög að breyt­ing­um til um­fjöll­un­ar.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fagn­ar áætl­aðri at­vinnu­upp­bygg­ingu að Korpu­túni. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 43. gr. sömu laga. Skipu­lags­nefnd legg­ur þó áherslu á að við breyt­ing­arn­ar verði ekki vik­ið frá kröf­um, vænt­ing­um og helstu meg­in­mark­mið­um skipu­lags­ins, svo sem um vist­væna byggð, of­an­vatns­lausn­ir, græna ásýnd, skala mann­virkja, gæði bygg­inga, virk­ar fram­hlið­ar, bygg­ing­ar­efni og yf­ir­borðs­frág­ang grænna eða grárra svæða. Þá verði að hafa í huga að upp­bygg­ing styðji við rekstr­ar­grund­völl vist­vænna sam­gangna Borg­ar­línu með virk­um not­end­um inn­an svæð­is­ins. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að eiga sam­tal og sam­ráð við máls­að­ila og hönn­uði.