Mál númer 202401584
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Korputúns. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Til afgreiðslu eru einnig drög skipulagsfulltrúa að svörum innsendra athugasemda í samræmi við kynningu og umræður á 614. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Korputúns. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Til afgreiðslu eru einnig drög skipulagsfulltrúa að svörum innsendra athugasemda í samræmi við kynningu og umræður á 614. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu án breytinga. Skipulagsnefnd samþykkir svörun athugasemda og umsagna, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi Korputúns samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 24.05.2024 til og með 08.07.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 06.06.2024, Veitum ohf, dags. 18.06.2024, Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, dags. 04.07.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 08.07.2024.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi Korputúns samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 24.05.2024 til og með 08.07.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 06.06.2024, Veitum ohf, dags. 18.06.2024, Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, dags. 04.07.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 08.07.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls og undirbúa svörun athugasemda í samræmi við umræður.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu og endurskoðun deiliskipulags að Korputúni í samræmi við afgreiðslu 605. fundar nefndarinnar. Tillagan felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Samhliða breytingum byggingareita eru gerðar uppfærslur á byggingarmagni viðkomandi reita. Marmið tillögunnar er að aðlaga einstaka þætti og reiti skipulagsins þeim fyrirtækjum sem stefna á uppbyggingu í Mosfellsbæ. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, deiliskipulagsuppdráttar, skýringauppdráttar og skýringasniðs, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu og endurskoðun deiliskipulags að Korputúni í samræmi við afgreiðslu 605. fundar nefndarinnar. Tillagan felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Samhliða breytingum byggingareita eru gerðar uppfærslur á byggingarmagni viðkomandi reita. Marmið tillögunnar er að aðlaga einstaka þætti og reiti skipulagsins þeim fyrirtækjum sem stefna á uppbyggingu í Mosfellsbæ. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, deiliskipulagsuppdráttar, skýringauppdráttar og skýringasniðs, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Korputún skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Borist hefur erindi frá Reitum fasteignafélagi með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu lóða að Korputúni 1-29, reitir A, B, C, F og I í samþykktu deiliskipulagi verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi sunnan Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér sameiningu lóða og reita A-B og C-F, tilfærslu byggingarreita, nýjar innkeyrslur lóða og stækkun lóðamarka í átt að Vesturlandsvegi. Lögð eru fram til kynningar vinnslutillögur og drög að breytingum til umfjöllunar.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Borist hefur erindi frá Reitum fasteignafélagi með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu lóða að Korputúni 1-29, reitir A, B, C, F og I í samþykktu deiliskipulagi verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi sunnan Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér sameiningu lóða og reita A-B og C-F, tilfærslu byggingarreita, nýjar innkeyrslur lóða og stækkun lóðamarka í átt að Vesturlandsvegi. Lögð eru fram til kynningar vinnslutillögur og drög að breytingum til umfjöllunar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fagnar áætlaðri atvinnuuppbyggingu að Korputúni. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 43. gr. sömu laga. Skipulagsnefnd leggur þó áherslu á að við breytingarnar verði ekki vikið frá kröfum, væntingum og helstu meginmarkmiðum skipulagsins, svo sem um vistvæna byggð, ofanvatnslausnir, græna ásýnd, skala mannvirkja, gæði bygginga, virkar framhliðar, byggingarefni og yfirborðsfrágang grænna eða grárra svæða. Þá verði að hafa í huga að uppbygging styðji við rekstrargrundvöll vistvænna samgangna Borgarlínu með virkum notendum innan svæðisins. Skipulagsfulltrúa falið að eiga samtal og samráð við málsaðila og hönnuði.