Mál númer 202301334
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Lagt fram til samþykktar
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. júní 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #422
Lagt fram til samþykktar
Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á skólaskrifstofu kynnti tillögur að breytingum á fyrirkomulagi skólaaksturs í Mosfellsbæ sbr. ákvörðun á 419. fundi nefndarinnar. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða vinnu bæði í greiningu og við vinnu á tillögum til úrbóta. Fræðslunefnd samþykkir þær tillögur sem sviðið leggur til að taki gildi fyrir haustið 2023. Nefndin leggur áherslu á góða kynningu til þeirra er breytingin varðar.
Ennfremur er framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við hagaðila og þá einna helst með það að markmiði að gera úrbætur á frístundaakstri og bæta almenningssamgöngur í þágu skólasamfélagsins í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd leggur áfram áherslu á markmið verkefnisins um lýðheilsu, umhverfismál og hagkvæmni.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs
Afgreiðsla 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. apríl 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #267
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs
Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á skólaskrifstofu kynnti úttekt á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs í Mosfellsbæ.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaakstri
Afgreiðsla 419. fundar fræðslunefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #419
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaakstri
Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á skólaskrifstofu kynnti úttekt á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs í Mosfellsbæ sbr. ákvörðun fræðslunefndar á fundi 415. nefndarinnar. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að kynningin fari einnig fram í íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráði.
Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að vinna áfram að málinu í samvinnu við hagaðila og koma með tillögur að úrbótum sem eru í samræmi við markmið verkefnisins um lýðheilsu, umhverfismál og hagkvæmni.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri fyrir skólaárið 2023-24
Afgreiðsla 415. fundar fræðslunefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. janúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #415
Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri fyrir skólaárið 2023-24
Framkvæmdarstjóra fræðslu- og frístundasviðs verði falið að gera úttekt á núgildandi fyrirkomulagi á skóla- og frístundaakstri í samráði við hagaðila. Úttektin taki mið af því hvernig sambærileg þjónusta er í þeim sveitarfélögum sem Mosfellsbær getur borið sig saman við auk þess að safna upplýsingum um notkun þjónustunnar. Úttektin feli einnig í sér tillögur að breytingum, bendi niðurstöðurnar til þess að breytinga sé þörf. Úttektin tekur ekki til aksturs á skólatíma innan stundartöflu né skólaaksturs fatlaðra barna.
Markmiðið með vinnunni er að nútímavæða þá akstursþjónustu sem Mosfellsbær veitir börnum og ungmennum með hagkvæmni, lýðheilsu og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.