Mál númer 202401528
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að taka tilboði í uppsetningu á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1635
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að taka tilboði í uppsetningu á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að taka tilboði Bergraf ehf. í uppsetningu á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lagt er til að bæjarráð samþykki útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar.
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lagt er til að bæjarráð samþykki útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar.
Afgreiðsla 1629. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. júní 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1629
Lagt er til að bæjarráð samþykki útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Lagt er til að bæjarráð heimili töku tilboðs í kaup á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. maí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1623
Lagt er til að bæjarráð heimili töku tilboðs í kaup á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila töku tilboðs lægstbjóðanda, Jóhanns Ólafssonar hf., í kaup á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Óskað er heimildar til útboðs á kaupum á LED lömpum í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir 50 m.kr. til verkefnisins á þessu ári auk 50 m.kr. árin 2025 og 2026.
Afgreiðsla 1612. fundar bæjarráðs samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1612
Óskað er heimildar til útboðs á kaupum á LED lömpum í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir 50 m.kr. til verkefnisins á þessu ári auk 50 m.kr. árin 2025 og 2026.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila útboð á kaupum á LED lömpum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.