Mál númer 202407189
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta verklýsingu en mun fylgjast með framvindu skipulagstillagna, sérstaklega í nágrenni við sveitarfélagamörk.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024.
Frestað vegna tímaskorts.