Mál númer 202408221
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Borist hefur ósk í formi tillögu aðaluppdrátta frá Ragnari Magnússyni, dags. 03.04.2024, fyrir hönd lóðarhafa, um deiliskipulagsbreytingu að Fossatungu 33 í samræmi við gögn. Óskað er eftir því að stækka lóð til austurs og norðurs, breyta einnar hæðar einbýlishúsi í tveggja hæða parhús og auka byggingarmagn úr 282,4 m2 samkvæmt úthlutun, í 564,8 m2 A-B rými. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um skipulag og lóðaúthlutun.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Borist hefur ósk í formi tillögu aðaluppdrátta frá Ragnari Magnússyni, dags. 03.04.2024, fyrir hönd lóðarhafa, um deiliskipulagsbreytingu að Fossatungu 33 í samræmi við gögn. Óskað er eftir því að stækka lóð til austurs og norðurs, breyta einnar hæðar einbýlishúsi í tveggja hæða parhús og auka byggingarmagn úr 282,4 m2 samkvæmt úthlutun, í 564,8 m2 A-B rými. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um skipulag og lóðaúthlutun.
Skipulagsnefnd synjar með 5 atkvæðum ósk umsækjanda um breytt skipulag. Tillaga samræmist ekki réttmætum væntingum tilboðsgjafa til uppbyggingar lóðarinnar í samræmi úthlutunarskilmála og gögn. Málinu og samskiptum er vísað til umhverfissviðs.