Mál númer 202402385
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi við Álafosskvos vegna stækkunar á mörkum deiliskipulagsins um Álanesskóg, samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 19.06.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 11.07.2024.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi við Álafosskvos vegna stækkunar á mörkum deiliskipulagsins um Álanesskóg, samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 19.06.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 11.07.2024.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Álanesskóg við Álafosskvos og Varmá. Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar um Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Deiliskipulagsbreytingin er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000 og greinargerð.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Álanesskóg við Álafosskvos og Varmá. Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar um Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Deiliskipulagsbreytingin er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000 og greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, og Lögbirtingablaðinu.