Mál númer 202408164
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Tillaga vegna breytinga á matarþjónustu að Eirhömrum lögð fyrir bæjarráð til samþykktar. Mál áður tekið fyrir í velferðarnefnd.
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Tillaga vegna breytinga á matarþjónustu að Eirhömrum lögð fyrir bæjarráð til samþykktar. Mál áður tekið fyrir í velferðarnefnd.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytingar á matarþjónustu að Eirhömrum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að meta hvort útbúa þurfi viðauka við fjárhagsáætlun vegna tillögunnar.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi vegna heimsendingu matar lögð fyrir til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 38. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 856. fundi bæjarstjórnar.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi vegna heimsendingu matar lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. ágúst 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #38
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi vegna heimsendingu matar lögð fyrir til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Lagt fram og kynnt.
- 20. ágúst 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #21
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi vegna heimsendingu matar lögð fyrir til samþykktar.
Velferðarnefnd er jákvæð fyrir niðurgreiðslu máltíða til þeirra einstaklinga sem þurfa á heimsendingu matar að halda og óskar eftir því að bæjarráð taki málið til formlegrar afgreiðslu.
Velferðarnefnd leggur til að gerð samnings um þjónustuna verði skoðuð í kjölfar niðurstöðu innri endurskoðunar á samningum við Eir.
Velferðarnefnd vísar málinu til öldungaráðs til kynningar.