Mál númer 202404134
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Óskað heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á fjarvöktun og þjónustuúttekt öryggiskerfa.
Forseti bæjarstjórnar víkur af fundi undir dagskrárlið 1.3 og Anna Sigriður Guðnadóttir, varaforseti, tekur við fundarstjórn undir fundarliðnum.
***
Samþykki 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum. - 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Óskað heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á fjarvöktun og þjónustuúttekt öryggiskerfa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við Öryggismiðstöð Íslands hf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á fjarvöktun og þjónustuúttekt á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum ásamt þjónustuúttektum á handslökkvibúnaði hjá stofnunum Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1634
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á fjarvöktun og þjónustuúttekt á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum ásamt þjónustuúttektum á handslökkvibúnaði hjá stofnunum Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fara í útboð á fjarvöktun og þjónustuúttekt á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum ásamt þjónustuúttektum á handslökkvibúnaði hjá stofnunum Mosfellsbæjar samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.