Mál númer 202311403
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Tillaga um að kannaður verði áhugi markaðsaðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæði með það að markmiði að fá hæfa og áhugasama aðila til samstarfs um þróun og uppbyggingu.
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. ágúst 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1635
Tillaga um að kannaður verði áhugi markaðsaðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæði með það að markmiði að fá hæfa og áhugasama aðila til samstarfs um þróun og uppbyggingu.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um könnun á áhuga aðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæðinu. Rúnar Bragi Guðlaugsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Kynning á þarfagreiningu vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Afgreiðsla 278. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Kynning á þarfagreiningu vegna uppbyggingar að Varmá.
Afgreiðsla 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
- 30. apríl 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #37
Kynning á þarfagreiningu vegna uppbyggingar að Varmá.
Leiðtogi upplýsingastjórnunar kynnti niðurstöðu þarfagreiningar vegna fyrirhugaðrar þjónustubyggingar að Varmá.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Þarfagreining vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá unnin af stýrihópi um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. apríl 2024
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #278
Kynning á þarfagreiningu vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Á fund nefndarinnar mætti Sif Sturludóttir og kynnti verkefnið sem að Mosfellsbær og Afturelding hafa unnið að varðandi þarfagreiningu fyrir nýja þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá.
- 18. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1622
Þarfagreining vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá unnin af stýrihópi um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lögð fram til kynningar.
Kynning fór fram á þarfagreiningu vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá. Þarfagreiningin er liður í vinnu stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá. Bæjarráð vísar þarfagreiningunni til kynningar í viðeigandi fastanefndum sveitafélagsins.
- 20. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #847
Kynning og þarfagreining vegna fyrirhugaðrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Afgreiðsla 70. fundar ungmennaráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. mars 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #70
Kynning og þarfagreining vegna fyrirhugaðrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Á fund ráðsins mætti Sif Sturludóttir og kynnti verkefni sem að Mosfellsbær og Afturelding eru að vinna þessa dagana varðandi þarfagreiningu fyrir nýja þjónustu- og aðkomubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Ungmennaráð kom sínum hugmyndum á framfæri.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Kynning og þarfagreining vegna fyrirhugaðrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Afgreiðsla 20. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 846. fundi bæjarstjórnar.
- 27. febrúar 2024
Notendaráð fatlaðs fólks #20
Í upphafi var lögð fyrir tillaga að leggja mál nr. 1, 2 og 3 fyrir með afbrigðum. Samþykkt með öllum atkvæðum.Kynning og þarfagreining vegna fyrirhugaðrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Þökkum Sif fyrir greinargóða kynningu á málinu. Ráðið kom sínum athugasemdum áleiðis.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Tilnefningar í stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagðar fram til afgreiðslu auk lítilsháttar breytinga á erindisbréfi hópsins.
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagt fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1609
Tilnefningar í stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagðar fram til afgreiðslu auk lítilsháttar breytinga á erindisbréfi hópsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf stýrihópsins og samþykkir enn fremur að skipa eftirtalda aðila í stýrihópinn á grundvelli fyrirliggjandi tilnefninga:
Fulltrúar meirihluta: Halla Karen Kristjánsdóttir og Valdimar Birgisson auk Erlu Edvardsdóttur til vara.
Fulltrúi minnihluta: Ásgeir Sveinsson og Jana Katrín Knútsdóttir til vara.
Fulltrúi Aftureldingar: Birna Kristín Jónsdóttir og Grétar Eggertsson til vara. - 11. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1608
Drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagt fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá í samræmi við þær breytingar sem samþykktar voru á fundinum. Gert er ráð fyrir að tilnefningar verði lagðar fyrir til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Minnisblað um stöðu uppbyggingar á Varmársvæðinu með tilliti til skipulags- og umhverfisþátta.
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1603
Minnisblað um stöðu uppbyggingar á Varmársvæðinu með tilliti til skipulags- og umhverfisþátta.
Tillaga B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að útbúa drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá og leggja fyrir bæjarráð. Meðal þess sem stýrihópurinn skal skoða er hver ytri rammi svæðisins skuli vera, gera drög að kostnaðarmati einstakra framkvæmda og skoða mögulegar fjármögnunarleiðir vegna uppbyggingar aðstöðu.***
Fundarhlé hófst kl. 09:36. Fundur hófst aftur kl. 09:47.***
Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum.
***
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs þakkar fyrir skýrt og gott minnisblað um Varmársvæðið: Stöðumat vegna skipulags- og umhverfisþátta á íþróttasvæðinu að Varmá og fyrirhugaðar framkvæmdir.Í fyrirliggjandi minnisblaði umhverfissviðs kemur fram að til staðar eru nokkur ólík skipulagsáform og áætlanir við Varmársvæðið og nauðsynlegt sé að rýna þau áform og skapa heildstæða áætlun fyrir þetta fjölbreytta svæði. Meirihlutinn tekur undir þessar ráðleggingar umhverfissviðs og beinir því til bæjarstjóra að þessi víðari sýn á svæðið verði einnig skoðuð í samhengi við vinnu við endurskoðun framtíðarsýnar fyrir íþróttasvæðið.
Bókun D lista:
Eins og fram kemur í bókun okkar í máli nr. 4 í þessari fundagerð, hvetjum við meirihluta bæjarstjórnar og bæjaryfirvöld til þess að formgera á ný samstarf við Aftureldingu um uppbyggingu á Varmársvæðinu sem allra fyrst.Mikil vinna undanfarin ár hefur verið unnin og mikið af gögnum liggja fyrir, m.a. í skýrslu Eflu þar sem kemur fram framtíðarsýn og uppbyggingaráform að Varmá, ásamt forgangsröðun að uppbyggingu.
Sú vinna og þau gögn ættu að nýtast vel í áframhaldandi vinnu við að koma löngu ákveðnum framkvæmdum við Íþróttasvæðið við Varmá af stað