Mál númer 202406183
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Borist hefur erindi frá Veðurstofu Íslands, dags. 12.08.2024, með ósk um uppsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar við Hlíðavöll á Blikastaðanesi. Staðsetning stöðvarinnar er valin þar sem ólíklegt er talið að gróður eða mannvirki muni taka breytingum í nálægð við stöðina. Um er að ræða 10 m hátt mastur með vindáttar- og vindhraðamæli en lofthita-, loftrakamælar og mælitækjakassi verður í tveggja metra hæð, í samræmi við gögn. Hjálagt er samþykki framkvæmdastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir uppsetningunni.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Borist hefur erindi frá Veðurstofu Íslands, dags. 12.08.2024, með ósk um uppsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar við Hlíðavöll á Blikastaðanesi. Staðsetning stöðvarinnar er valin þar sem ólíklegt er talið að gróður eða mannvirki muni taka breytingum í nálægð við stöðina. Um er að ræða 10 m hátt mastur með vindáttar- og vindhraðamæli en lofthita-, loftrakamælar og mælitækjakassi verður í tveggja metra hæð, í samræmi við gögn. Hjálagt er samþykki framkvæmdastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir uppsetningunni.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi ósk um staðsetningu veðurstöðvar á óskiptri lóð golfvallarins. Erindinu er vísað til úrlausnar á umhverfissviði, hjá lögmanni og byggingarfulltrúa.