Mál númer 202406159
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Lögð er fram til kynningar og umræðu tillaga umhverfissviðs að úrbótum umferðaröryggis í Ástu-Sólliljugötu, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi leiðbeinandi tillögu umhverfissviðs að úrbótum sem felast í að útfæra hraðatakmarkandi aðgerð við göngustíg milli Ástu-Sólliljugötu 9 og 11, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari hönnunar, úrvinnslu og framkvæmda hjá eignasjóði á umhverfissviði.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Borist hefur erindi frá Öglu Björk Róbertsdóttur, f.h. íbúa við Ástu-Sólliljugötu, dags. 10.07.2024, með ósk um úrbætur á umferðaröryggi barna í götunni. Í samræmi við erindi eru tillögur í þess efnis að sett verði upp hraðahindrun. Hjálagt er minnisblað og rýni umferðarráðgjafa EFLU verkfræðistofu vegna Ástu-Sólliljugötu.
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Borist hefur erindi frá Öglu Björk Róbertsdóttur, f.h. íbúa við Ástu-Sólliljugötu, dags. 10.07.2024, með ósk um úrbætur á umferðaröryggi barna í götunni. Í samræmi við erindi eru tillögur í þess efnis að sett verði upp hraðahindrun. Hjálagt er minnisblað og rýni umferðarráðgjafa EFLU verkfræðistofu vegna Ástu-Sólliljugötu.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til úrvinnslu á umhverfissviði. Nefndin óskar eftir tillögu umhverfissviðs að úrbótum á næsta fundi nefndarinnar.