Vinna við aðveitulagnir norðan Bjarkarholts - Áhersla lögð á lágmarks röskun
Í tengslum við uppbyggingu nýrra húsa við Bjarkarholt stendur yfir vinna við allar aðveitulagnir norðan götunnar.
Frábært tækifæri fyrir frumkvöðla - Umsóknarfrestur til 14. nóvember 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
Viðurkenning fyrir verkefni í þágu fjöl-/tvítyngdra
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hlutu viðurkenningu fyrir tvö Erasmus+ verkefni: „Stuðningur til að efla læsi og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“ og „Starfsspeglun í kennslu og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“.
Nafnasamkeppni fyrir nýja fjölnota knattspyrnuhúsið
Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00.
Lokað frá kl. 13:00-16:00 fimmtudaginn 7. nóvember
Vegna starfsdags bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar fimmtudaginn 7. nóvember verður lokað frá kl. 13:00-16:00. Þjónustuverið svarar áríðandi erindum í síma 525-6700 og verður leitast við að sinna öllu slíku eins vel og frekast er unnt.
Úthlutun 15 lóða við Súluhöfða
Umsóknarfresti vegna úthlutunar 15 lóða við Súluhöfða lauk á miðnætti 31.10.2019. Alls bárust umsóknir frá 26 umsækjendum.
Rammaskipulag Helgafellshverfis frá 2005
Í framhaldi af kynningarfundi 28. október á tillögu að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, er hægt að nálgast rammaskipulag Helgafellshverfis frá 2005 á vef Mosfellsbæjar.
Gert ráð fyrir 350 m.kr. afgangi á rekstri Mosfellsbæjar árið 2020
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 30. október.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, kynning fyrir íbúa Helgafellshverfis
Mánudaginn 28. október sl. var haldinn kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis. Haldnar voru fjórar kynningar og að þeim loknum voru umræður um málin.
Viðburðir í haustfríi 2019
Það er nóg í boði fyrir alla hressa krakka í haustfríinu.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, kynning fyrir íbúa Helgafellshverfis
Mánudaginn 28. október 2019 kl. 18.00 verður haldinn kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis sem nú er í auglýsingu. Kynningin verður haldinn í Listasal bókasafnsins í Kjarna.
Landsmót Samfés fór fram 4.-6. október
Landsmót Samfés og Norrænt ungmennaþing fór fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ dagana 4.-6. október. Þar tók unga fólkið m.a. þátt í kosningu í ungmennaráð Samfés, skemmti sér í fjölbreyttum og fræðandi umræðu- og afþreyingasmiðjum ásamt því að taka þátt í Norrænu ungmennaþingi sem er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Tillaga að deiliskipulagi: Selvatn
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi frístundalóða við Selvatn, Mosfellsbæ.
Auglýst eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
Nýtt leiðanet Strætó í mótun
Strætó óskar eftir þátttöku almennings í mótun Nýs leiðanets.
Úthlutun lóða við Súluhöfða 32-57
Tilboð í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 31. október 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær tekur á móti hópi flóttamanna
Fimmtudaginn 12. september 2019 kom hópur flóttafólks frá Kenía til Íslands. Um var að ræða 25 manns í allt en 11 þeirra settust að í Mosfellsbæ. Þetta er í annað skiptið sem Mosfellsbær tekur við flóttafólki en í mars 2018 komu tíu manns.
Nýir tímar í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára.
Glæsilegt aðkomutákn vígt við Úlfarsfell
Á 30 ára afmæli bæjarins hinn 9. ágúst 2017 var tekin ákvörðun um að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn Mosfellsbæjar.
Samgönguvika 2019 gekk vel fyrir sig
Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16. – 22. september á hverju ári um alla Evrópu.