Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00.
Í tilefni þess verður efnt til nafnasamkeppni og eru allir hvattir til að taka þátt og senda inn tillögu að nafni á húsið. Hægt verður að senda inn tillögur til og með 25. nóvember 2019.
Mun nafnanefnd, sem skipuð er 2 aðilum úr bæjarstjórn og fulltrúa frá Aftureldingu, kynna vinningstillöguna 5. desember 2019.
Vígsla á nýju fjölnota knattspyrnuhúsi að Varmá 9. nóvember
Dagskrá hefst kl. 13:00 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna.
Boðið verður upp á knattspyrnu- og frjálsíþróttaþrautir, vítakeppni og hoppukastala. Þá mun félag eldri borgara í Mosfellsbæ, FaMos, opna formlega göngubraut í húsinu.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Tengt efni
Vilt þú hafa áhrif á uppbyggingu að Varmá?
Mosfellsbær og Afturelding vinna að þarfagreiningu fyrir nýja þjónustu- og aðkomubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Starfsemi Eldingar að Varmá lýkur 30. júní næstkomandi
Þann 30. júní lýkur samstarfi Mosfellsbæjar og Eldingar um aðstöðu til almennrar líkamsræktar og styrktarþjálfunar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun.