Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. nóvember 2019

Nýtt fjöl­nota knatt­spyrnu­hús verð­ur vígt að Varmá laug­ar­dag­inn 9. nóv­em­ber kl. 13:00-15:00.

Í til­efni þess verð­ur efnt til nafna­sam­keppni og eru all­ir hvatt­ir til að taka þátt og senda inn til­lögu að nafni á hús­ið. Hægt verð­ur að senda inn til­lög­ur til og með 25. nóv­em­ber 2019.

Mun nafna­nefnd, sem skip­uð er 2 að­il­um úr bæj­ar­stjórn og full­trúa frá Aft­ur­eld­ingu,  kynna vinn­ingstil­lög­una 5. des­em­ber 2019.

Vígsla á nýju fjöl­nota knatt­spyrnu­húsi að Varmá 9. nóv­em­ber

Dagskrá hefst kl. 13:00 þeg­ar Sturla Sær Er­lends­son formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar býð­ur gesti vel­komna. Þá munu bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Har­ald­ur Sverris­son, og Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar ávarpa sam­kom­una.

Boð­ið verð­ur upp á knatt­spyrnu- og frjálsí­þrótta­þraut­ir, víta­keppni og hoppu­kastala. Þá mun fé­lag eldri borg­ara í Mos­fells­bæ, FaMos, opna form­lega göngu­braut í hús­inu.

Boð­ið verð­ur upp á létt­ar veit­ing­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00