Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. október 2019

    Rík­ið og sex sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes hafa und­ir­ritað tíma­móta­sam­komulag um metn­að­ar­fulla upp­bygg­ingu á sam­göngu­inn­við­um og al­menn­ings­sam­göng­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til fimmtán ára.

    Rík­ið og sex sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes hafa und­ir­ritað tíma­móta­sam­komulag um metn­að­ar­fulla upp­bygg­ingu á sam­göngu­inn­við­um og al­menn­ings­sam­göng­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til fimmtán ára.

    Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér sam­eig­in­lega fram­tíð­ar­sýn og heild­ar­hugs­un fyr­ir skipu­lags­svæð­ið. Mark­mið­ið er að auka ör­yggi, bæta sam­göng­ur fyr­ir alla ferða­máta og minnka taf­ir, stór­efla al­menn­ings­sam­göng­ur og draga úr meng­un af völd­um svifryks og los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda til að standa við lofts­lags­markmið stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga.

    Markmið sam­komu­lags­ins eru fjór­þætt:

    • Tryggja greið­ari sam­göng­ur, minnka taf­ir og styðja við fjöl­breytt­ari ferða­máta.
    • Byggja upp sjálf­bært kol­efn­is­hlut­laust borg­ar­sam­fé­lag með bætt­um al­menn­ings­sam­göng­um, orku­skipt­um og breytt­um ferða­venj­um.
    • Sér­stök áhersla á um­ferðarör­yggi og að draga stór­lega úr slys­um á fólki.
    • Rík áhersla á að tryggja sam­vinnu og sam­eig­in­lega sýn á verk­efn­ið.

    Á næstu 15 árum verð­ur ráð­ist í ein­ar um­fangs­mestu sam­göngu­fram­kvæmd­ir sög­unn­ar til að flýta úr­bót­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem að óbreytt­um fram­kvæmda­hraða tækju allt að 50 ár. Fram­kvæmd­irn­ar ættu að stytta ferða­tíma íbúa, bæði þeirra sem ferð­ast á bíl­um og með al­menn­ings­sam­göng­um.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00