Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Á 30 ára af­mæli bæj­ar­ins hinn 9. ág­úst 2017 var tekin ákvörð­un um að efna til hönn­un­ar­sam­keppni um að­komutákn Mos­fells­bæj­ar.

Alls bár­ust 34 til­lög­ur en höf­und­ar vinn­ingstil­lög­unn­ar eru þau Anna Björg Sig­urð­ar­dótt­ir arki­tekt og Ari Þor­leifs­son bygg­inga­fræð­ing­ur. Í um­sögn um vinn­ingstil­lög­una seg­ir m.a.: „Stíl­hrein og fal­leg til­laga sem sæk­ir á óhlut­bund­inn hátt í nátt­úr­una, ásamt því að sækja í rót­gró­ið merki Mos­fells­bæj­ar eft­ir Krist­ínu Þor­kels­dótt­ur. Áhuga­verð­ur skúlp­túr sem vís­ar til þriggja inn­komu­leiða Mos­fells­bæj­ar, þá þrjá staði sem fyr­ir­hug­að er að stað­setja merk­ið á og gef­ur mögu­leika á fjöl­breyti­leg­um út­færsl­um.“

Fyrsta að­komu­tákn­ið var vígt við Úlfars­fell í tengsl­um við al­þjóð­lega sam­göngu­viku sem Mos­fells­bær tók að venju þátt í, dag­ana 16.- 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Stefnt er að því að vinn­ings­hug­mynd­in verði fram­kvæmd á þrenn­um bæj­ar­mörk­um, frá Reykja­vík, frá Þing­valla­vegi og frá Kjal­ar­nesi.

Helga­fell­ið sýn­ir m.a. grýtta fjalls­hlíð sem unnt er að tákna með steypu. Úlfars­fell­ið er skógi vax­ið og við­ur­inn tákn­mynd þess. Loks er Leir­vogs­áin fljót­andi vatn sem er tákn­að með gegn­sæj­um málmi. Nýja að­komu­tákn­ið verð­ur þann­ig skúlp­túr sem sam­an­stend­ur af þess­um þrem­ur efn­um sem eru lýs­andi fyr­ir hvern að­komu­stað. Hug­mynd­in fel­ur líka í sér að hæð hvers efn­is verði mis­mun­andi eft­ir stað­setn­ingu að­komu­tákns­ins.

Tengt efni

  • Skap­andi um­ræð­ur á opn­um fundi um menn­ing­ar­mál

    Um 60 manns tóku þátt í opn­um fundi menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um rými fyr­ir sköp­un og miðlun menn­ing­ar í Mos­fells­bæ sem hald­inn var í Hlé­garði 28. nóv­em­ber.

  • Sköp­um rými

    Op­inn fund­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um rými fyr­ir sköp­un og miðlun menn­ing­ar í Mos­fells­bæ verð­ur hald­inn í Hlé­garði þriðju­dag­inn 28. nóv­em­ber.

  • Fögn­um fjöl­breyti­leik­an­um - Regn­bogagata máluð í Mos­fells­bæ

    Í dag, mið­viku­dag­inn 9. ág­úst, á 36 ára af­mæl­is­degi Mos­fells­bæj­ar, tóku bæj­ar­stjóri og bæj­ar­full­trú­ar til hend­inni og mál­uðu regn­boga­götu fyr­ir fram­an fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00