Umsóknarfresti vegna úthlutunar 15 lóða við Súluhöfða lauk á miðnætti 31.10.2019. Alls bárust umsóknir frá 26 umsækjendum.
Lögmaður Mosfellsbæjar, skjalastjóri og persónuverndarfulltrúi munu opna umsóknir frá kl. 10:00 mánudaginn 4.11.2019 í Helgafelli, fundarsal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Umsækjendum er boðið að vera viðstaddir opnun umsókna en ekki verður tilkynnt um nöfn umsækjenda né hæstbjóðendur í tilteknar lóðir.
Niðurstöður verða kynntar þriðjudaginn 12.11.2019, kl. 16:00, í Helgafelli, fundarsal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið