Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. október 2019

Strætó ósk­ar eft­ir þátt­töku al­menn­ings í mót­un Nýs leiðanets.

Nýtt leiðanet er afrakst­ur vinnu fag­hóps um leiða­kerf­is­mál og markmið verk­efn­is­ins er að laga Strætó að breyttu skipu­lagi og inn­leiða nýj­ar áhersl­ur þar sem ör­ari tíðni og styttri ferða­tími verð­ur í for­grunni.

Strætó legg­ur mikla áherslu á þátt­töku al­menn­ings í mót­un nýs leiðanets. Hægt er að skila inn hug­mynd­um og ábend­ing­um á vef leiðanets­ins.

Lagt er til að skipta leiðanet­inu í tvo flokka: stofn­leið­ir og al­menn­ar leið­ir og taka fyrstu hug­mynd­ir mið af því.

Stofn­leiðanet­ið er skipu­lagt sem burða­rás­inn í Nýju leiðaneti og til­gang­ur þess verð­ur að flytja mik­inn fjölda far­þega á sem styst­um tíma. Áætlað er að vagn­ar á stofn­leið­um aki á 7-10 mín­útna fresti á anna­tím­um og 15-20 mín­útna fresti utan anna­tíma.

Borg­ar­lína mun leysa hluta stofn­leiðanets Strætó af hólmi eft­ir því sem sérrými Borg­ar­línu bygg­ist upp.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00