Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 og næstu þrjú ár þar á eft­ir var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 30. októ­ber.

Fjár­hags­áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að tekj­ur verði 13.380 m.kr., gjöld án fjár­magnsliða 12.402 m.kr., fjár­magnslið­ir 628 m.kr. og að rekstr­araf­gang­ur verði 350 m.kr. Fyr­ir­hug­að er að fram­kvæma fyr­ir 2.970 m.kr. sem að mestu renn­ur til skóla-, gatna- og veitu­mann­virkja. Gert er ráð fyr­ir að íbú­um fjölgi um rúm­lega 5% milli ára, en þeir eru nú um 12.000.

Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að fram­legð verði 10,6% og að veltufé frá rekstri verði já­kvætt um 1.277 m.kr. eða tæp­lega 10%. Skulda­við­mið skv. sveit­ar­stjórn­ar­lög­um verði 79% í árslok.

Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir hóf­legri hækk­un gjald­skráa til sam­ræm­is við stefnu­mörk­un lífs­kjara­samn­ing­anna en að leik­skóla­gjöld lækki um 5%, auk þess sem álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda lækka.

Vinna við stefnu­mörk­un

Um­hverf­ið hef­ur ver­ið sett í önd­vegi með því að marka nýja um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur skýra teng­ingu við heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Það er mik­il­vægt að stefna, markmið og að­gerð­ir Mos­fells­bæj­ar hafi teng­ingu við heims­mark­mið­in í öll­um mála­flokk­um. Nú er unn­ið að mót­un stefnu í mál­efn­um eldra fólks og lýð­heilsu- og for­varna­stefnu og end­ur­skoð­un á menn­ing­ar­stefnu og skóla­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Vinna að stefnu­mörk­un er á for­ræði ein­stakra nefnda bæj­ar­ins og er stefnt að því að þær verði lagð­ar fram til um­fjöll­un­ar bæj­ar­stjórn­ar fyrri hluta árs 2020.

Þjón­ustu­þró­un

Unn­ið verð­ur áfram að því að gera þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar skil­virk­ari, að­gengi­legri fyr­ir alla og nýta til þess snjall­ar lausn­ir.

Áfram­hald­andi aukn­ing verð­ur á nýj­um pláss­um á leik­skól­um fyr­ir 12–18 mán­aða börn og er gert ráð fyr­ir að fjölga um 25 pláss á ár­inu 2020. Þá verð­ur veru­leg­um fjár­mun­um var­ið til upp­lýs­inga- og tækni­mála og bættr­ar að­stöðu í grunn­skól­um bæj­ar­ins.

Á sviði fjöl­skyldu­mála eru lagð­ir til aukn­ir fjár­mun­ir í mál­efni fatl­aðs fólks, með­al ann­ars með stofn­un heim­il­is fyr­ir geð­fatl­aða. Aukin áhersla verð­ur á fé­lags­lega ráð­gjöf sem bygg­ist á breyt­ing­um á lög­um um fé­lags­þjón­ustu.

Á sviði menn­ing­ar­mála er lagt til að fram­lag í lista- og menn­ing­ar­sjóð hækki um 14% auk þess sem stefnu­mörk­un um starf­semi Hlé­garðs ljúki og aukn­um fjár­mun­um verði var­ið í end­ur­bæt­ur húss­ins.

Unn­ið er að end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags bæj­ar­ins, inn­leið­ingu um­hverf­is­stefn­unn­ar og úr­vinnslu verk­efna sem hlutu braut­ar­gengi í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó. Gert er ráð fyr­ir aukn­ingu fram­laga til Strætó, ann­ars veg­ar vegna auk­inn­ar þjón­ustu í nýrri hverf­um bæj­ar­ins og hins veg­ar vegna sam­komu­lags um stór­átak í upp­bygg­ingu sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Vinna við Helga­fells­skóla held­ur áfram og fjöl­nota íþrótta­hús verð­ur tek­ið í gagn­ið inn­an skamms.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri:

„Það er okk­ur Mos­fell­ing­um sem fyrr fagn­að­ar­efni að rekst­ur og starf­semi Mos­fells­bæj­ar er í mikl­um blóma og kraft­ur ein­kenn­ir sam­fé­lag­ið okk­ar sem er í örum vexti. Íbú­ar eru nú um 12.000 og held­ur áfram að fjölga á næsta ári. Við þurf­um í sam­ein­ingu að treysta og við­halda þeim ein­kenn­um sem við vit­um að eru einn af lykl­um vel­gengni okk­ar sem sveit í borg þann­ig að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi já­kvæð áhrif á bæj­ar­brag­inn, þjón­ustu og þjón­ustust­ig. Á næsta ári mun íbú­um fjölga og tekj­ur aukast, og álög­ur á íbúa og fyr­ir­tæki munu ekki hækka að raun­gildi held­ur lækka í nokkr­um til­fell­um. Þjón­usta við íbúa og við­skipta­vini efl­ist stig af stigi, Helga­fells­skóli er í bygg­ingu og fjöl­nota íþrótta­hús verð­ur tek­ið í notk­un inn­an skamms. Allt er þetta gert til að mæta þörf­um íbúa núna og til fram­tíð­ar, byggja upp gott sam­fé­lag og auka lífs­gæði og vel­ferð íbúa.“

Al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um Mos­fells­bæ:

  • Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru um 12.000
  • Í for­send­um fjár­hags­áætl­un­ar 2020 er mið­að við að íbú­um fjölgi um 5,9%
  • Mos­fells­bær er sjö­unda stærsta sveita­fé­lag lands­ins og fjölg­un íbúa á ár­inu 2019 verð­ur lík­ast til í kring­um 5,2%
  • Áform­að er að bæj­ar­sjóð­ur verði rek­inn með 350 m.kr. af­gangi
  • Áætluð rekstr­ar­gjöld á ár­inu 2020 eru um 5,5 milj­arð­ar króna og áætl­að­ur launa­kostn­að­ur um 6,3 millj­arð­ar króna
  • Áætlað er að skulda­við­mið nemi 79% í árslok
  • Starfs­menn sveita­fé­lags­ins eru rúm­lega 800

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00