Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. október 2019

    Fimmtu­dag­inn 12. sept­em­ber 2019 kom hóp­ur flótta­fólks frá Kenía til Ís­lands. Um var að ræða 25 manns í allt en 11 þeirra sett­ust að í Mos­fells­bæ. Þetta er í ann­að skipt­ið sem Mos­fells­bær tek­ur við flótta­fólki en í mars 2018 komu tíu manns.

    Fimmtu­dag­inn 12. sept­em­ber 2019 kom hóp­ur flótta­fólks frá Kenía til Ís­lands. Um var að ræða 25 manns í allt en 11 þeirra sett­ust að í Mos­fells­bæ. Þetta er í ann­að skipt­ið sem Mos­fells­bær tek­ur við flótta­fólki en í mars 2018 komu tíu manns. Ein af ástæð­un­um fyr­ir því að leitað var aft­ur til Mos­fells­bæj­ar var hversu vel bæj­ar­fé­lag­ið og íbú­ar þess tóku á móti hópn­um síð­ast og hversu vel gekk fyr­ir þau að að­lag­ast.

    Dag­inn eft­ir komu þeirra mættu þess­ir nýju Mos­fell­ing­ar á fund á bæj­ar­skrif­stof­urn­ar þar sem þau voru boð­in vel­komin og far­ið var yfir hlut­verk Mos­fells­bæj­ar og Rauða kross­ins í mót­töku þeirra. Það var ekki ann­að að sjá en að nýju Mos­fell­ing­arn­ir væru spennt­ir fyr­ir nýj­um heim­kynn­um og þeim áskor­un­um sem bíða þeirra. Hóp­ur­inn fór í heim­sókn á Slökkvi­stöð­ina í Mos­fells­bæ, full­trúi lög­regl­unn­ar kom í heim­sókn og einn­ig var far­ið í rútu­ferð um Reykja­vík.

    Mos­fell­ing­ar eru flott fólk sem tek­ur ef­laust eins vel á móti hópn­um núna eins og þeim síð­asta. Líf­ið á Ís­landi og í Mos­fells­bæ er gjör­ólíkt því sem þau þekkja og margt nýtt að læra.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00