Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. nóvember 2019

    Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) hlutu við­ur­kenn­ingu fyr­ir tvö Era­smus+ verk­efni: „Stuðn­ing­ur til að efla læsi og að­lög­un fjöl-/tví­tyngdra í grunn­skól­um“ og „Starfs­speglun í kennslu og að­lög­un fjöl-/tví­tyngdra í grunn­skól­um“.

    Ráð­stefna um jöfn tæki­færi í Era­smus+ fór fram föstu­dag­inn 11. októ­ber í Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi. Við­burð­ur­inn var að þessu sinni helg­að­ur mál­efn­um þeirra hópa sem hafa færri tæki­færi og vakin at­hygli á því mark­miði Era­smus+ að efla þátt­töku þeirra í tæki­fær­um er­lend­is og í sam­fé­lag­inu í heild.

    Alls hlutu sjö verk­efni við­ur­kenn­ingu, en þau eiga það öll sam­eig­in­legt að stuðla að jöfn­um tæki­fær­um. Veitt­ir voru við­ur­kenn­ing­ar­grip­ir frá hand­verk­stæð­inu Ás­garði í Mos­fells­bæ, sem er vernd­að­ur vinnu­stað­ur sem vinn­ur í anda Rudolf Steiner.

    Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) hlutu við­ur­kenn­ingu fyr­ir tvö Era­smus+ verk­efni: „Stuðn­ing­ur til að efla læsi og að­lög­un fjöl-/tví­tyngdra í grunn­skól­um“ og „Starfs­speglun í kennslu og að­lög­un fjöl-/tví­tyngdra í grunn­skól­um“.

    Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes hafa á und­an­förn­um árum átt í sam­starfi um símennt­un grunn­skóla­kenn­ara, sem með­al ann­ars hef­ur beinst að því að veita kenn­ur­um þjálf­un og byggja upp reynslu í mót­töku og að­lög­un barna inn­flytj­enda og flótta­manna í grunn­skól­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Um 40 kenn­ar­ar og starfs­menn skóla­skrif­stofa hafa heim­sótt skóla í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð með stuðn­ingi frá Era­smus+.

    Um leið og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lýstu því yfir árið 2017 að þau væru öll vilj­ug til að taka á móti fleiri flótta­mönn­um og hæl­is­leit­end­um vakn­aði sú spurn­ing hvern­ig væri hægt að styðja við kenn­ara í því að taka á móti nem­end­um úr þessu hópi, kenna þeim og að­laga að ís­lensku sam­fé­lagi. Nær­tæk­ast þótti að sækja í þekk­ingu og reynslu ná­granna okk­ar á Norð­ur­lönd­um og styrk­ir frá Era­smus+ gerðu það mögu­legt skóla­árin 2017-2018 og 2018-2019. Alls hafa kenn­ar­ar úr 34 skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu heim­sótt um 20 skóla í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð í gegn­um um­rædd verk­efni. Í kjöl­far heim­sókn­anna hafa þeir síð­an miðlað af reynslu sinni til hundruða ann­arra kenn­ara á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í gegn­um fræðslufundi, fyr­ir­lestra og ann­að kynn­ing­ar­efni.

    Sjá nán­ar um Era­smus+ verk­efni SSH:

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00