Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi frístundalóða við Selvatn, Mosfellsbæ.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi frístundalóða við Selvatn, Mosfellsbæ.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag við norðanvert Selvatn. Samkvæmt tillögunni er skipulagssvæðinu, sem er tæplega 10 ha, skipt upp í 11 frístundalóðir. Hámarksstærð bygginga á hverri lóð er 200 m², en 130 m² sé lóð minni en 6500 m². Hámarksnýtingarhlutfall er 0,02. Aðkoma að lóðunum verður frá núverandi akvegi austan við svæðið.
Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 18. október 2019 til og með 30. nóvember 2019, svo þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en30. nóvember 2019.
18. október 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar