Í tengslum við uppbyggingu nýrra húsa við Bjarkarholt stendur yfir vinna við allar aðveitulagnir norðan götunnar.
Áhersla er lögð á að röskun á starfsemi við götuna verði sem minnst á framkvæmdatímanum enda um að ræða bæði leið strætisvagna og verslunargötu. Undir lok framkvæmdatímans, þegar kemur að þverun lagna yfir Bjarkarholt, má gera ráð fyrir því að akstur verði um hjáleiðir.
Til að ná því fram verður verkið unnið í vel afmörkuðum verkhlutum. Framkvæmdir hefjast á næstu dögum og gert er ráð fyrir því að þessum framkvæmdum ljúki í maí 2020. Sumarið 2020 verður Bjarkarholtið malbikað, göngu- og hjólreiðastígar endurgerðir og gróðursett að nýju.
Íbúar eru hvattir til þess að sýna framkvæmdunum skilning og jafnframt að koma á framfæri ábendingum til umhverfissviðs á framkvæmdatímanum ef þörf krefur.