Opið bókhald Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur opnað bókhald bæjarins til að auka enn frekar aðgengi íbúa að fjárhagsupplýsingum. Upplýsingarnar eru settar fram á skýran og einfaldan hátt og lögð er áhersla á myndræna framsetningu á ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.
Tilkynning um framlagningu kjörskrár
Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. maí 2018 og til kjördags.
Örugg efri ár
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur gefið út bæklinginn Örugg efri ár sem fjallar meðal annars um heilbrigt líferni og hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys.
Fjölmenni við vígslu kastalans í Ævintýragarðinum
Fjöldi fólks mætti til vígslu á nýjum kastala sem staðsettur er í Ævintýragarðinum laugardaginn 12. maí síðastliðinn í blíðskaparveðri.
Gulrótin 2018
„Gulrótin“ er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar.
Frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára
Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2018
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Ertu búin að nýta frístundaávísun skólaársins 2017-2018?
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna.
Mesta uppbygging á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins frá upphafi
Framkvæmdum í Skálafelli flýtt.
Vígsla á kastalanum í Ævintýragarðinum laugardaginn 12. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í ævintýragarðinum sem hluta af uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu.
Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2018 - Spennandi sumar fyrir stóra og smáa
Nú er sumarið handan við hornið og skráningar á sumarnámskeið eru hafnar fyrir káta krakka í Mosfellsbæ.
Framboðsfrestur rennur út 5. maí
Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 rennur út á hádegi laugardaginn 5. maí nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórna í viðkomandi sveitarfélagi.
Auglýsing sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sent frá sér svohljóðandi auglýsingu um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 26. maí 2018. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 2018, hefst við embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 31. mars 2018 kl. 12:00 til 14:00.
Nýr byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar er Árni Jón Sigfússon
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí sl. með 3 atkvæðum að ráða Árna Jón Sigfússon í starf byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar.
Vinningstillaga að aðkomutákni afhjúpuð í Hlégarði
Höfundar vinningstillögu um aðkomutákn að Mosfellsbæ eru þau Anna Björg Sigurðardóttir, arkitekt og Ari Þorleifsson, byggingafræðingur.
Skólakór Varmárskóla með vortónleika 6. maí 2018
Nú á vordögum halda fjölmargir kórar landsins að venju tónleika í lok vetrarstarfsins og sýna með því það blómlega menningarstarf sem kórarnir leggja af mörkum hver á sinn hátt.
Vinningshafar í bæklingi um plastflokkun - Ert þú með lukkunúmerið?
Tilkynning frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Laugardaginn 5. maí 2018 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 26. maí 2018.
Vorverk í Mosfellsbæ dagana 2. - 14. maí
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum í götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur.
Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn
Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn í Mosfellsbæ fer fram kl. 17.00 þann 3. maí í Hlégarði.