Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. maí 2018

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 3. maí sl. með 3 at­kvæð­um að ráða Árna Jón Sig­fús­son í starf bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 3. maí sl. með 3 at­kvæð­um að ráða Árna Jón Sig­fús­son í starf bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar.

    Árni Jón er með M.S. gráðu (Dipl. Ing.) í arki­tektúr frá Uni­versi­tat í Stutt­g­art í Þýskalandi. Hann hef­ur starfað í hart­nær 7 ár hjá Mann­virkja­stofn­un en áður starf­aði hann sem arki­tekt hjá Ark­þing, Tark-arki­tekt­um og W.Wör­ner arki­tekt­um í Þýskalandi.

    Árni býr yfir mjög góðri þekk­ingu á sviði bygg­ing­ar­mála og um­fangs­mik­illi reynslu á sviði stjórn­sýslu bygg­ing­ar­mála. Þá hef­ur Árni Jón hlot­ið lög­gild­ingu sem mann­virkja­hönn­uð­ur auk þess að hafa starfs­leyfi bygg­ing­ar­stjóra.

    Nýr bygg­ing­ar­full­trúi kem­ur til starfa í lok maí og tek­ur við starf­inu af Ás­birni Þor­varð­ar­syni sem gegnt hef­ur starfi bygg­ing­ar­full­trúa frá því í ág­úst 1982 eða í rétt tæp­lega 36 ár.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00