Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. maí 2018

    Slysa­varn­ar­fé­lag­ið Lands­björg hef­ur gef­ið út bæk­ling­inn Ör­ugg efri ár sem fjall­ar með­al ann­ars um heil­brigt líferni og hvern­ig hægt er að fyr­ir­byggja heimaslys.

    Slysa­varn­ar­fé­lag­ið Lands­björg hef­ur gef­ið út bæk­ling­inn Ör­ugg efri ár (pdf) sem fjall­ar með­al ann­ars um heil­brigt líferni og hvern­ig hægt er að fyr­ir­byggja heimaslys. Vegna skertr­ar sjón­ar, heyrn­ar og minnk­aðs við­bragðs er aukin hætta á að aldr­að­ir lendi í slys­um. Fall er al­geng­asta ástæða slysa hjá þeim og mik­il­vægt að aldr­að­ir geri sér grein fyr­ir þess­um breyt­ing­um sem verða á hæfni þeirra og geri um­hverfi sitt eins ör­uggt og kost­ur er.

    Sam­hliða bæk­lingn­um hef­ur fé­lag­ið boð­ið uppá fyr­ir­lestra um það hvern­ig megi stuðla að ör­ugg­ari efri árum og geta áhuga­sam­ir haft sam­band við slysa­varna­svið hjá fé­lag­inu í síma 570-5900.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00