Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fjöldi fólks mætti til vígslu á nýj­um kast­ala sem stað­sett­ur er í Æv­in­týra­garð­in­um laug­ar­dag­inn 12. maí síð­ast­lið­inn í blíðskap­ar­veðri.

Kast­al­inn er gjöf til bæj­ar­búa frá bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar í til­efni 30 ára af­mæli bæj­ar­ins.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri bauð gesti vel­komna ásamt Bjarka Bjarna­syni sem vígði kast­al­ann form­lega. Börn frá leik­skól­an­um Reykja­koti sungu. Boð­ið var upp á kennslu í fris­bí­golfi við góð­ar und­ir­tekt­ir gesta. Form­legri vígslu­dagskrá lauk með boði á grill­uð­um pyls­um og drykkj­um.

Við kast­al­ann er veg­legt klif­ur­net sem er vin­sælt með­al yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Bekk­ir og borð eru einn­ig stað­sett við leik­tækin þar sem hægt er að koma með nesti og njóta. Við garð­inn er af­girt hunda­svæði þar sem hægt er að taka „besta vin­inn“ með fjöl­skyld­unni og hann not­ið úti­ver­unn­ar með sín­um.

Það má með sanni segja að kast­al­inn henti vel í nátt­úru­legu um­hverfi eins og í Æv­in­týra­garð­in­um en upp­setn­ing kast­al­ans er eitt af nokkr­um skref­um við upp­bygg­ingu á garð­in­um. Kast­al­inn er frá Eibe leik­tækjalín­unni en þau leik­tæki bjóða upp á fjöl­breytt safn kast­ala, klif­ur­tækja og ann­arra úti­vist­ar- og æv­in­týra­leik­tækja fyr­ir börn á öll­um aldri. Auð­velt verð­ur því að tengja kast­al­ann við fleiri leik­tæki í sömu leik­tækjalínu í fram­tíð­inni við upp­bygg­ingu garðs­ins. Má því segja að þessi nýj­asta við­bót við Æv­in­týra­garð­inn er í alla staði vel heppn­uð við­bót við ört vax­andi úti­vist­ar­svæði fjöl­skyld­unn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00