Nú á vordögum halda fjölmargir kórar landsins að venju tónleika í lok vetrarstarfsins og sýna með því það blómlega menningarstarf sem kórarnir leggja af mörkum hver á sinn hátt.
Skólakór Varmárskóla lætur sitt ekki eftir liggja í þessum efnum og verður með árlega vortónleika sína í sal Varmárskóla sunnudaginn 6. maí kl. 17:00. Þar gefst tónleikagestum færi á að hlusta á líflega og skemmtilega söngdagskrá sem krakkarnir hafa verið að æfa í vetur.
Skólakór Varmárskóla tók til starfa árið 1979 og verður því 40 ára á næsta ári.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.